Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 73
HANDBOLTI Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laug- ardag, hefur svo sannarlega dreg- ið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorf- anda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsher- bergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. „Þetta er algjört rugl,“ sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir fram- komu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stend- ur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leik- manni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. „Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns,“ sagði Ólafur. Frétta- blaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiks- ins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórs- urunum. „Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja for- dæmi fyrir önnur félög með þess- um dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþrótta- húsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann,“ sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: „Ég er búinn að skrifa greinar- gerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í sam- ræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt,“ sagði Skapti. henry@frettabladid.is UPPHAF HASARSINS Bjarni Viggósson dómari rekur hér Framarann Ingólf Axelsson af velli í leik Þórs og Fram um helgina. Í kjölfarið gerðust hlutir sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Þetta er algjört rugl Forráðamenn Fram og Þórs eru ósáttir við dóm aganefndar HSÍ sem dæmdi leikmann Fram í fjögurra leikja bann og sektaði Þór um 25 þúsund krónur. FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 33                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   Íslenskir skíðamenn á Evrópumótaröðinni: Féllu báðir úr leik SKÍÐAÍÞRÓTTIR Björgvin Björgvins- son, skíðamanni frá Dalvík, gekk illa á skíðamóti sem fram fór í Levi í Finnlandi í gær en mótið var liður í Evrópumótaröðinni í alpagreinum. Björgvin, sem gekk afar vel á síðasta móti, náði sér aldrei á strik. Varð hann 60. eftir fyrri umferð en datt í seinni um- ferðinni og varð því úr leik. Annar íslenskur skíðamaður, Kristján Uni Sigurðsson, tók einnig þátt í mótinu. Varð hann í 44. sæti eftir fyrstu umferð en féll út í þeirri seinni eins og Björgvin. - aöe Knattspyrnumaðurinn og fyrirliði U-21 árs landsliðsins, Ólafur Ingi Skúlason: Allt að verða klappað og klárt FÓTBOLTI Fátt virðist geta komið í veg fyrir að knattspyrnumaður- inn Ólafur Ingi Skúlason gangi til liðs við hollenska liðið Groningen á næstunni. Hollenska liðið hefur náð samkomulagi við Arsenal um kaupverð á Ólafi Inga og er það samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins um tíu milljónir. Ólafur Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætti von á því að fá leyfi frá Arsenal á næstu dögum til að ræða við for- ráðamenn Groningen um sinn eigin samning auk þess sem hann þarf að gangast undir læknis- skoðun. Ólafur hefur átt við meiðsli að stríða í nára að undanförnu en sagðist þó ekki hafa neinar áhyggjur af því að það gæti skemmt fyrir. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau geta verið þrálát. Ég er enn hálfslappur og er ekki alveg búinn að jafna mig. Ég æfði með liðinu í gær og fann til eftir æf- inguna en er miklu betri í dag,“ sagði Ólafur Ingi. -ósk ÍSHOKKÍ „Þetta helgast af því að flestöll mál voru látin sitja á hak- anum þar sem formleg stofnun Íshokkísambandsins hefur verið á döfinni mestallt árið,“ segir Viðar Garðarsson, formaður Ís- hokkísambandsins. Furðu hefur vakið að þrátt fyrir að rúmur mánuður sé þangað til landslið Ís- lands keppir á erlendri grund hef- ur enginn þjálfari verið ráðinn enn og engar æfingar haldnar. „Hingað til hefur það verið samkomulag að nota þjálfara þeirra liða sem hér spila til að þjálfa landsliðin líka en það er orðið afar erfitt fyrir félögin að missa þjálfara sína í lengri tíma og því er enn verið að skoða þann kost að ráða sérstaklega mann til verksins.“ Ástæðan fyrir töfinni er hins vegar sú að allt árið hafa mál ver- ið látin sitja á hakanum þar sem fyrir dyrum stóð að stofna form- lega Íshokkísamband um mitt sumar. - aöe Rúmur mánuður í lands- leiki Íslands í íshokkí: Enn án þjálfara Green farinn heim: Snæfell sektað KÖRFUBOLTI Það er engin lognmolla í kringum körfuknattleikslið Snæfells í Intersportdeildinni um þessar mundir. Eftirlitsnefnd KKÍ úrskurðaði í síðustu viku að körfuknattleiksdeild Snæfells skyldi greiða sekt sem nemur 100.000 kr. fyrir að brjóta reglu- gerð sambandsins varðandi launa- þak liða og þyrfti að auki að láta einn leikmann fara. Forráðamenn Snæfells óskuðu eftir fundi með nefndinni en úrskurðurinn hélst óbreyttur eftir fundinn. Þá hefur Pierre Green, annar erlenda leikmanna Snæfells, sagt skilið við liðið og haldið til síns heima vegna forræðisdeilu sem hann stendur frammi fyrir í heimalandi sínu. Þar sem Snæfell hafði verið skikkað til að leika án eins launaðs leikmanns undan- farna leiki þá hefur málið leyst af sjálfu sér. - sj BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Tókst ekki að fylgja eftir góðum árangri í Hollandi fyr- ir skömmu síðan þrátt fyrir góðan vilja. HANDBOLTI „Það er engin spurning að þessi stuðningur kemur sér afar vel og ánægjulegt að samn- ingurinn er lengri en venja er,“ segir Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, eftir að gerð- ur var þriggja ára styrktarsamn- ingur við flutningafyrirtækið DHL í gær. Samningurinn þýðir að efstu deildir kvenna og karla í hand- boltanum næstu þrjú árin munu heita DHL-deildirnar en samning- urinn færir HSÍ rösklega 20 millj- ónir króna á þessum tíma. Á sama tíma skrifað undir samstarfs- samning við Ríkisútvarpið en sá samningur þýðir að áfram verður vel gert við handboltann þar á bæ og jafnvel aukið við það efni sem nú þegar er á boðstólum. - aöe HSÍ komið með bakhjarl: DHL styrkir handboltann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ED RO M YN D IR /Þ Ó R IR T RY G G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.