Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 44
Þ ótt tökum sé lokið á Bjólfskviðu þá er afskiptum leikstjórans, Sturlu Gunn- arssonar, af kvikmyndinni hvergi nærri lokið. Nú tekur hann til við að klippa myndina ásamt aðstoðarfólki og síðan hefst vinna með Hilmari Erni Hilmarssyni sem semur tónlist við myndina. Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu enda langdýrasta kvikmynd sem tekin hefur verið hér á landi. Sturla er búsettur í Kanada ásamt eiginkonu sinni, Judy Kooner, og tveimur börnum, Ari Rajin og Mayu. Hann var sex ára þegar hann flutti með foreldrum sínum frá Íslandi til Vancouver. „Foreldr- ar mínir voru í ævintýraleit og vildu prófa eitthvað nýtt. Þau íhuguðu um tíma að flytja til Afríku en Kanada varð ofan á. Faðir minn, Snorri Gunnars- son, hafði unnið við skipasmíðar á Íslandi en sneri sér að því að byggja hús í Kanada og móðir mín, Ásthildur Tómasdóttir, vinnur við fasteignasölu. Ég heiti réttu nafni Sturla Snorrason en þegar fjöl- skyldan kom til Kanada botnuðu kanadísk yfirvöld ekkert í þessum ólíku eftirnöfnum: Tómasdóttir, Gunnarsson og Snorrason. Niðurstaðan varð sú að við urðum öll Gunnarsson.“ Íslenskt blóð Sturla talar ágæta íslensku og reynir eftir mætti að halda henni við. „Eftir nokkurn tíma í Kanada sem barn var ég farinn að tapa málinu. Þá var ég sendur í til Íslands og hafður hér eitt sumar. Seinna, eftir háskólanám, fór ég á sjó í einn vetur, á bát frá Þorlákshöfn því ég vildi kynnast sjó- mannslífinu. Ég hef djúpa tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, það fylgir henni svo sterk orka. Ég er mjög meðvitaður um að ég er Íslendingur. Hvernig gæti annað verið? Það rennur íslenskt blóð í æðum mínum.“ Sem krakki hafði Sturla engan sérstakan áhuga á kvikmyndum. „Áhuginn vaknaði ekki fyrr en ég var kominn í Háskóla og þá beindist hann einkum að listrænum kvikmyndum frá Evrópu. Bandarísk- ar myndir heilluðu mig ekki á þessum tíma en það hefur breyst,“ segir hann. „Eftir að ég lauk háskóla- prófi í enskum bókmenntum flæktist ég um Evr- ópu í nokkur ár og vann við eitt og annað í Grikk- landi og Þýskalandi en sneri svo aftur til Kanada og lærði kvikmyndafræði. Ég hafði enga trú á því að ég gæti unnið við kvikmyndagerð en ég var hepp- inn. Fyrstu myndir mínar vöktu athygli og þá var framhaldið auðvelt. Ég var orðinn leikstjóri.“ Ævintýri á Indlandi Hann hefur gert fjölda mynda fyrir sjónvarp og nokkrar heimildamyndir, auk bíómynda. Myndir hans hafa verið tilnefndar til fjölda verðlauna og hreppt nokkur verðlaun. Heimildarmynd hans, Gerrie og Louise, hlaut Emmy verðlaunin í flokki alþjóðlegra mynda árið 1997 en þar er fjallað um baráttuna gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku. Önnur bíómynd hans í fullri lengd, Such a Long Journey, vann til þriggja kanadískra Genie-verðlauna. Í myndinni segir frá banka- manni í Bombay sem lendir í hremmingum með sjálfan sig og fjölskyldu sína. Sturla segist eiga sér- lega góðar minningar frá gerð myndarinnar. „Ég var í Bombay í sex mánuði og vann með öllum bestu leikurum Indlands. Við tökur fór allt úr- skeiðis en samt bjargaðist allt. Ég mætti til vinnu á morgnana og það sem ég hafði gert áætlun um var ónýtt. Það var ekkert hægt að byggja á því. Ég þurfti sífellt að byrja upp á nýtt. Og einhvern veg- inn tókst mér að ljúka við myndina sem varð svo miklu betri en myndin sem ég hafði ætlað að gera. Mér leið vel á Indlandi. Á þeim myndum sem ég á frá dvölinni er ég síbrosandi. Það var gaman. Ein ástæða þess að ég bý til kvikmyndir er sú að ég fæ að ferðast um leið og ég get sökkt mér ofan í sögu og skilað henni á hvíta tjaldið.“ Bjólfskviða er fjórða bíómynd hans. „Mér finnst skemmtilegast að búa til bíómyndir. Sjón- varpsmyndir eru sýndar í sjónvarpi eina nótt og síðan ekki meir. Kvikmyndin er sýnd lengur og maður horfir á hana í kvikmyndahúsi ásamt fjölda manns. Maður er í meiri nánd við bíómyndina en sjónvarpsmyndina,“ segir hann. Erfiðar aðstæður Bjólfskviða er enskt hetjukvæði, sennilega ort á tímabilinu 800-1000. Þar segir frá dönskum kon- ungi sem þarf að verja ríki sitt fyrir skrímsli. Bjólf- ur frá Gautalandi kemur síðan konungi til bjargar og drepur skrímslið. „Ég heillaðist af þessari skemmtilegu sögu og ákvað að kvikmynda hana. Hún er bæði norræn og ensk og þar blandast sam- an þeir tveir menningarheimar sem ég þekki,“ segir Sturla og bætir við: „Það er eiginlega stórf- urðulegt að enginn skuli hafa kvikmyndað Bjólfs- kviðu áður.“ Bjólfskviða var kvikmynduð á 47 dögum í Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. „Í Hollywood þætti það ekki langur tími. Þetta var erfitt en um leið skemmtileg reynsla. Við lentum í versta veðri sem skollið hafði á í 40 ár og misstum þrjár tjald- búðir. Þegar við komum að tökustað að morgni voru tjöldin fokin. Annan dag töpuðum við átta bílum sem fuku í roki. Við kynntumst rigningu, kulda og foki. En þetta var stórkostlegt veður fyrir myndina. Fyrir vikið er hún mjög falleg en það var erfitt að vinna við þessi skilyrði. Við vor- um að vinna úti við í aðstæðum sem enginn nema brjálæðingur myndi myndi fara sjálfviljugur út í. En það var svo skrýtið, að maður efldist við þetta. Öðlaðist merkilegan kraft.“ Ingvar stelur senunni Myndin, sem byggð er á fyrri hluta Bjólfskviðu, verður um 110 mínútur. Sturla íhugar að gera framhaldsmynd en viðtökur munu ráða miklu um það hvort af því verði. „Við vonum að myndinni verði vel tekið í Bandaríkjunum og þá mun heim- urinn taka við sér,“ segir Sturla. „Viðtökurnar í Bandaríkjunum skipta gríðarlega miklu máli. Fólk hefur áhuga á hetjusögum úr fortíðinni. Það er sérstök fortíðarþrá í nútímanum, kannski af því að það er svo margt slæmt að gerast í heiminum. Margar myndir hafa opnað dyr fyrir þessa mynd, ekki bara Hringadróttinssaga heldur líka Gladi- ator sem er fyrsta stóra nútíma Hollywood myndin þar sem fortíðarhetjur voru í aðalhlut- verki. Fram að því voru kvikmyndaframleiðendur dauðhræddir við að gera myndir um karlmenn í pilsum. En þarna mætti Russell Crowe í pilsi og leit bara býsna vel út.“ Bjólfskviða státar reyndar ekki af stórstjörnum á borð við Russell Crowe. Leikarahópurinn er þó öflugur og miklar vonir eru bundnar við hinn skoska Gerard Butler. Hann er aðalleikari mynd- arinnar The Phantom of the Opera sem frumsýnd verður fyrir jól. Þetta er stórmynd gerð eftir söng- leik Andrew Lloyd Webber. Verði þeirri mynd vel tekið gæti Butler skotist upp á stjörnuhiminin og þannig greitt götu Bjólfskviðu. „Gerard er mjög góður í Bjólfskviðu,“ segir Sturla. „Stellan Skars- gard er rosalegur og Ingvar Sigurðsson stelur myndinni, hann er snillingur.“ En svo er einsog Sturlu finnist hann hafa talað af sér því þegar hann er spurður hvort Ingvar standi sig best segir hann: „Ég má ekki segja það. Það eru mjög góðir íslenskir leikarar í þessari mynd og að vinna með þeim er eins og vinna með færustu leikurum frá Bandaríkjunum og Englandi.“ Sturla hefur unnið með heimsfrægum leikur- um og má þar nefna Christopher Plummer, Willi- am Hurt, Paul Sorvino, Kelly McGillis og Lauren Hutton. Hann segir lítinn mun á að vinna með stjörnum og óþekktari leikurum. „Kvikmynda- stjörnur eru manneskjur og sem leikarar vilja þær leikstjóra sem sinnir þeim og tryggir þeim öruggt vinnuumhverfi. Ég kem ekkert öðruvísi fram við stjörnur en aðra leikara.“ Hefur engin stjarna reynst erfið í samvinnu? „Ef svo væri myndi ég ekki tala um það,“ svarar hann. Þrjár myndir í einni Bjólfskviða verður frumsýnd haustið 2005. Þegar Sturla er spurður hvort hann kvíði viðtökum þar sem mikið er í húfi, segir hann: „Ég er ekki búinn að ljúka við myndina svo ég get ekki verið kvíð- inn. Ég veit ekki enn hvað við vorum að gera. Ég veit reyndar að myndin er vel leikin og falleg. En þegar maður gerir mynd er maður að búa til þrjár myndir: Það er myndin sem maður skrifar, mynd- in sem maður tekur upp og myndin sem maður klippir. Nú hefur myndin öðlast sitt eigið líf og það er komið að mér að fara í klippiherbergið og finna það.“ Hann er ekki farinn að huga að næsta verk- efni. „Ég er að ljúka við myndina og hef ekkert verið að hugsa um annað. Ég hef ekki sofið vel síðustu vikur. Hef vaknað á hverri nóttu, ekki vit- að hvar ég væri staddur og haldið að kvikmynda- tökuvélar væru í herberginu mínu. Ætli þetta verði ekki svona nokkrar vikur í viðbót og svo er það búið. Þá fer ég að hugsa um það sem ég geri næst.“ ● F2 12 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Hann var aðeins sex ára þegar fjölskylda hans tók sig upp og flutti frá Íslandi til Kanada árið 1957. Hann sneri aftur í sumar til að leikstýra dýrustu mynd sem hefur verið tekin upp hér á landi og lét þar með drauminn rætast að búa til kvikmynd á æskuslóðunum. Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir hér við Sturlu Gunnarsson. Ljósmynd: Hari Tveir menningar- heimar Sturlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.