Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 51
Undanfarinn áratug hefurframþróun víngerðar íChile verið mikil. Landið nýtur þeirrar gæfu að sjúkdómar hafa aldrei herjað á vínviðinn og fáum vínlöndum hefur verið jafnríkulega útdeilt gæðum af móður náttúru. Andesfjöllin mynda mikið skjól og sólin skín stöðugt þar sem fjöllin soga til sín regnskýin. Regn- vatnið skilar sér síðan niður hlíðarnar og því eru þurrkar ekki vandamál. Mikið hefur verið gert í að auka gæði ræktunarinnar og einnig hef- ur það hjálpað til að stöðugleiki í efnahagslífinu hefur styrkt rekstrar- umhverfi víngerðarinnar. Vina Maipo var stofnsett um 1900 og er staðsett í Central Valley þar sem samspil loftslags og jarðveg- ar skapar ákjósanlegar aðstæður fyrir góð vín. Á áttunda áratug síðustu aldar fór Vina Maipo fyrst að selja vín til Evrópu og á síðustu misserum hafa vinsældir þeirra farið ört vax- andi. Vínin hafa átt miklum vinsæld- um að fagna í nágrannalöndum okk- ar og má nefna að Vina Maipo kassa- vínin eru með söluhæstu kassavínun- um í Svíþjóð. Nýverið hófst innflutn- ingur á vínum þeirra hing- að til lands og fást vínin í Heiðrúnu og Kringl- unni. Vina Maipo framleiðir ákaflega að- gengileg borðvín á hagstæðu verði. Hér á landi fást fjórar teg- undir vína frá þeim, auk þeirra sem fjallað er nánar um hér að neðan má fá vín úr merlot og blandað vín úr cabernet sauvignon og merlot. Afmælis- hnattreisa Torres Spænska víngerð- a r m a n n i n u m Miguel Torres er þakkað það að hafa nánast ein- sömlum tekist að umbylta spænskri víngerð og koma henni í fremstu röð í heimin- um. Um þess- ar mundir er haldið upp á 50 ára af- m æ l i T o r r e s Sangre de Toro og T o r r e s Vina Sol, m e s t seldu vína S p á n a r . Af því til- efni kom hingað til lands full- trúi fyrir- t æ k i s i n s Imma Ll- opar og kynnti vínin frá Torres. Auk hinna geðþekku borðvína Sangre de Toro og Vina Sol bauð hún upp á hið athygl- isverða hvítvín Marimar sem fram- leitt er í Russian River Valley eða Rússaárdal sem er í Kaliforníu. Feitt og smjörkennt vín eins og vera ber um kalifornískt hvítvín en fínlegra og evrópskara í sér en algengt er um am- erísk vín. Vínið er nefnt eftir höfundi þess, Marimar Torres, en hún er systir Miguels. Hún hefur stundað víngerð í Sonoma-sýslu í aldarfjórðung með at- hyglisverðum árangri. Torres-fjöl- skyldan stundar víngerð í þremur löndum, Chile og Bandaríkjunum auk heimalandsins Spánar. „Hjarta framleiðslunnar er á Spáni og vín- gerðin í Chile og Bandaríkjunum er bara örlítið brot af heildarframleiðsl- unni. Hins vegar er það mjög merki- legt að hér á Íslandi seljast Torres- vínin frá Chile nánast jafnmikið og vínin sem eru framleidd á Spáni. Það er til marks um gríðarlegar vinsældir Chile hér á landi því þetta þekkjum við ekki á öðrum mörkuðum,“ segir Imma Llopar. Hún er nú á ferðalagi um heiminn til að fagna afmæli San- gre de Toro og segir tilefnið svo gott að hún ætli að treina afmælið langt fram á næsta ár! Torres sé orðið al- þjóðlegt fyrirtæki en hún þvertekur fyrir að víngerðin sé að alþjóðavæðast, séreinkenni hvers lands hafi aldrei verið mikilvægari en nú þegar til- hneigingin sé að gera öll vín eins. Hið ágæta borðvín Sangre de Toro hefur hlotið mjög góðar viðtökur og vann meðal annars gullverðlaun á International Wine & Spirit Competition. F219FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Vina Maipo Chardonnay Epli og suðrænir ávextir einkenna þetta einstaklega ferska vín sem er í góðu jafnvægi. Mjög gott með sjáv- arréttum, einkum skelfiski. Verð í vínbúðum 3.590 kr. í 3 l kassa og 990 kr. í 75 cl flösku Vina Maipo Cabernet Sauvignon Einkennist af plómum, brómberum, súkkulaði og vanillu. Mjög gott með rauðu kjöti, ekki síst grilluðu, pasta og ostum. Verð í vínbúðum 3.590 kr. í 3 l kassa og 990 kr. í 75 cl flösku Vina Maipo: Ný vín frá Chile
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.