Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 51

Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 51
Undanfarinn áratug hefurframþróun víngerðar íChile verið mikil. Landið nýtur þeirrar gæfu að sjúkdómar hafa aldrei herjað á vínviðinn og fáum vínlöndum hefur verið jafnríkulega útdeilt gæðum af móður náttúru. Andesfjöllin mynda mikið skjól og sólin skín stöðugt þar sem fjöllin soga til sín regnskýin. Regn- vatnið skilar sér síðan niður hlíðarnar og því eru þurrkar ekki vandamál. Mikið hefur verið gert í að auka gæði ræktunarinnar og einnig hef- ur það hjálpað til að stöðugleiki í efnahagslífinu hefur styrkt rekstrar- umhverfi víngerðarinnar. Vina Maipo var stofnsett um 1900 og er staðsett í Central Valley þar sem samspil loftslags og jarðveg- ar skapar ákjósanlegar aðstæður fyrir góð vín. Á áttunda áratug síðustu aldar fór Vina Maipo fyrst að selja vín til Evrópu og á síðustu misserum hafa vinsældir þeirra farið ört vax- andi. Vínin hafa átt miklum vinsæld- um að fagna í nágrannalöndum okk- ar og má nefna að Vina Maipo kassa- vínin eru með söluhæstu kassavínun- um í Svíþjóð. Nýverið hófst innflutn- ingur á vínum þeirra hing- að til lands og fást vínin í Heiðrúnu og Kringl- unni. Vina Maipo framleiðir ákaflega að- gengileg borðvín á hagstæðu verði. Hér á landi fást fjórar teg- undir vína frá þeim, auk þeirra sem fjallað er nánar um hér að neðan má fá vín úr merlot og blandað vín úr cabernet sauvignon og merlot. Afmælis- hnattreisa Torres Spænska víngerð- a r m a n n i n u m Miguel Torres er þakkað það að hafa nánast ein- sömlum tekist að umbylta spænskri víngerð og koma henni í fremstu röð í heimin- um. Um þess- ar mundir er haldið upp á 50 ára af- m æ l i T o r r e s Sangre de Toro og T o r r e s Vina Sol, m e s t seldu vína S p á n a r . Af því til- efni kom hingað til lands full- trúi fyrir- t æ k i s i n s Imma Ll- opar og kynnti vínin frá Torres. Auk hinna geðþekku borðvína Sangre de Toro og Vina Sol bauð hún upp á hið athygl- isverða hvítvín Marimar sem fram- leitt er í Russian River Valley eða Rússaárdal sem er í Kaliforníu. Feitt og smjörkennt vín eins og vera ber um kalifornískt hvítvín en fínlegra og evrópskara í sér en algengt er um am- erísk vín. Vínið er nefnt eftir höfundi þess, Marimar Torres, en hún er systir Miguels. Hún hefur stundað víngerð í Sonoma-sýslu í aldarfjórðung með at- hyglisverðum árangri. Torres-fjöl- skyldan stundar víngerð í þremur löndum, Chile og Bandaríkjunum auk heimalandsins Spánar. „Hjarta framleiðslunnar er á Spáni og vín- gerðin í Chile og Bandaríkjunum er bara örlítið brot af heildarframleiðsl- unni. Hins vegar er það mjög merki- legt að hér á Íslandi seljast Torres- vínin frá Chile nánast jafnmikið og vínin sem eru framleidd á Spáni. Það er til marks um gríðarlegar vinsældir Chile hér á landi því þetta þekkjum við ekki á öðrum mörkuðum,“ segir Imma Llopar. Hún er nú á ferðalagi um heiminn til að fagna afmæli San- gre de Toro og segir tilefnið svo gott að hún ætli að treina afmælið langt fram á næsta ár! Torres sé orðið al- þjóðlegt fyrirtæki en hún þvertekur fyrir að víngerðin sé að alþjóðavæðast, séreinkenni hvers lands hafi aldrei verið mikilvægari en nú þegar til- hneigingin sé að gera öll vín eins. Hið ágæta borðvín Sangre de Toro hefur hlotið mjög góðar viðtökur og vann meðal annars gullverðlaun á International Wine & Spirit Competition. F219FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Vina Maipo Chardonnay Epli og suðrænir ávextir einkenna þetta einstaklega ferska vín sem er í góðu jafnvægi. Mjög gott með sjáv- arréttum, einkum skelfiski. Verð í vínbúðum 3.590 kr. í 3 l kassa og 990 kr. í 75 cl flösku Vina Maipo Cabernet Sauvignon Einkennist af plómum, brómberum, súkkulaði og vanillu. Mjög gott með rauðu kjöti, ekki síst grilluðu, pasta og ostum. Verð í vínbúðum 3.590 kr. í 3 l kassa og 990 kr. í 75 cl flösku Vina Maipo: Ný vín frá Chile

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.