Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 34
Áætlaður útgáfukostnaður viðannað bindi HannesarHólmsteins Gissurarsonar íævisöguritröð hans um Halldór Laxness er um fjórar milljónir króna. Þá er ótalinn auglýsingakostn- aður. Útgefandi bókarinnar er Bókafé- lagið, sem stofnað var af Jónasi Sigur- geirssyni, nánum vini Hannesar Hólm- steins. Að gefnu tilefni skal taka það fram að það er ekki Nýja bókafélagið sem gefur út bókina, en það er eitt af forlögum Eddu útgáfu, sem gaf út fyrri bók Hannesar um nóbelskáldið. Jónas sagði í samtali við F2 að hann væri hættur bókaútgáfu en bróðir hans, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, hefði tek- ið við Bókafélaginu og gæfi því út bók- ina. Jónas Sigurgeirsson hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta með Hannesi, svo sem 20. öldina og Maður er nefndur. Þá gaf hann út ævisögu Hannesar um Benjamín H. J. Eiríksson fyrir jólin 1996 og bókina Íslenskar tilvitnanir þegar hann vann hjá Almenna bókafé- laginu. „Hannes er sérstaklega góður vinur minn og ég hef unnið með honum í mörg ár. Aldrei hefur borið skugga þar á enda eru betri samstarfsfélagar en hann vandfundnir. Ég vil taka það fram að ég hef lesið handritið að bókinni og finnst hún frábær,“ sagði Jónas. „Ég er á fullu að vinna í þessu núna því bókin á að koma út 10. d e s e m b e r , “ sagði Sigurgeir Orri. Fyrsta upplag bókarinnar verður í fjögur þúsund ein- tökum og verður hún prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Samkvæmt heimild- um F2 er prentkostnaður við hvert ein- tak bókar sem þessar í kringum 1.000 krónur og heildarprentkostnaður fyrstu prentunar verður því fjórar milljónir. Fyrsta bindið, sem kom út í fyrra, seld- ist í um 2.500 eintökum. Sigurgeir Orri sagðist sannfærður um að forlagið tapaði ekki á útgáfunni. Aðspurður sagðist hann ekki óttast samkeppnina við bók Halldórs Guð- mundssonar um Halldór Laxness sem er nýútkomin. „Samkeppni er svo und- arlegt fyrirbæri og getur komið báðum til góða með því að auka umfjöllun og umstang um bækurnar,“ sagði Sigurgeir Orri. Það getur verið æði notalegt að lauma sér í kaffi-vélina í vinnunni og fá sér heitan sopa. Margireiga það þó til að drekka allt of mikið af kaffi í vinnunni og sumir halda jafnvel að kaffi komi í staðinn fyrir mat. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaþjón- ustunni Selecta eru forritarar og fréttamenn mestu kaffisvelgir allra stétta á Íslandi. Ekki er vitað ná- kvæmlega af hverju þetta stafar en ein skýringin er sú að óreglulegur vinnutími og miklar setur fyrir framan tölvu auki kaffiþorstann. Á mörgum vinnustöðum er farið að bjóða upp á kælt vatn og sódavatn. Sagt er að það dragi stórlega úr kaffidrykkjunni enda sé fólk oft að leita að einhverju frískandi þegar það leggur leið sína að kaffivélinni. Hjá fyrirtækjaþjónust- unni Selecta fengust þær upplýsingar að fólk væri farið að gera mun meiri kaffikröfur og það þýddi ekki lengur að bjóða starfsmönnum fyrirtækja upp á einhverja soðna uppáhell- ingu. F2 2 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR F2 er vikurit sem fylgir Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn: Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Marta María Jónasdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Hönnun Jón Óskar Hafsteinsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Sturla Gunnarsson kvikmynda- leikstjóri, sjá viðtal bls. 12. Ljósmynd: Hari Þetta og margt fleira 4 Dauði myndbandsins orðum aukinn 6 Göturnar í lífi Einars Kárasonar 8 Jagúar á fljúgandi ferð 10 Heimstískan í Kron 12 Viðtal Tveir menningar- heimar Sturlu Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við kvikmyndaleikstjórann vestur-íslenska Sturlu Gunnarsson 14 Úttekt Þau erfa flokkana Býr næsta kynslóð stjórn- málamanna yfir breyttu hugarfari? Sigríður D. Auðunsdóttir skrifar. 18 Rússnesk grænmetisbaka með valhnetukæfu 20 Það sem ber hæst næstu 3 daga 22 Sigurður Gústavsson er margverðlaunaður hönnuður Morgunkaffið: Kíktu við á Kaffitári í Bankastræti áður en þú ferð í vinnuna eða þegar þú vaknar og fáðu þér ljúfan latte. Ekki er amalegt að fá sér rúnn- stykki með osti og sultu með kaffinu. Leikhús- ið: Sýningin Faðir vor eftir Hlín Agnarsdóttur er alveg mögnuð. Hún fjallar um þrjár systur og föður þeirra á mjög kómískan hátt. Næsta sýning er 3. desember í Iðnó og hefst hún kl. 20.00. Dekrið: Komdu ástinni á óvart og bjóddu henni í nudd á Nordica Spa. Eftir nuddtímann er notalegt að slaka á í pottunum og fara í ilmgufurnar. Þetta er frábær leið til að ná úr sér vetrarsleninu í eitt skipti fyrir öll. Kvöldverðurinn: Það er mikil- vægt að fá góða næringu þótt maður nenni ekki að elda. Til- búnu grænmetisréttirnir frá Móður náttúru eru alveg frábær lausn og það eina sem þarf að gera er að hita þá upp. Þeir fást í Heilsuhúsinu, Melabúðinni og Nóatúni. Hittu vinkonurnar: Það er mjög pæjulegt að hitta vinkonur sínar í drykk á 101 hótel. Klæddu þig í pallíettutopp og settu á þig nógu mikið af maskara og glossi. Kvöldið mun ekki klikka. Lesefnið: Drekktu í þig tísku, menn- ingu og mannlíf á dönsku með því að lesa tímaritin Eurowoman og Euroman sem fást í næstu bókabúð. Geisladiskurinn: Brynhildur Guðjónsdóttir sló í gegn í hlutverki Ed- ith Piaf eftir Sigurð Páls- son. Nú eru 12 tónar búnir að gefa lögin úr sýningunni út á geisladiski. Þetta er diskur sem enginn má láta framhjá sér fara. Bíltúrinn: Taktu fjölskylduna í alvöru- sunnudagsbíltúr á Þingvelli. Dragðu alla út úr bílnum við Almannagjá og segðu fjölskyldumeðlimunum heimatilbúna sögu meðan þið gangið um og andið að ykkur fersku loftinu. Eftir göngutúr- inn er málið að fá sér kaffisopa á Val- höll. velurF2 Fréttamenn og forritarar mestu kaffisvelgirnir Miklar setur taldar auka þorstann. Ljósajólatré „Já, við byrjuðum með þetta fyrir tveimur árum og þetta varð mjög vinsælt í fyrra,“ segir Ómar Ellertsson, blómaskreytir hjá Blómaval, en hann skreytti meðal annars svona tré fyrir verslunina Casa í Síðumúla. Ljósatréð er hugsað sem útiskreyting í görðum en hefur líka verið vinsælt í gluggum hjá verslunum. Það er gert úr járni og er alsett ljósum, þannig að það virkar sem al- vörujólatré í myrkri og er því hentugt fyrir þá sem ekki hafa garðpláss fyrir greni- tréð. Hannes bjartsýnn á gott gengi: Fyrsta upplag 4 þúsund eintök „Samkeppni er svo undarlegt fyrirbæri og getur komið báðum til góða með því að auka umfjöll- un og umstang um bækurnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.