Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 68
Jón Loftsson skógræktarstjóri
er 59 ára í dag. Tímamótin
hringdu í hann þar sem hann var
á snöggri ferð í höfuðstaðnum
en aðalstöðvar Skógræktar rík-
isins eru á Egilsstöðum eins og
kunnugt er. Við spurðum fyrst
um horfur í skógræktinni.
„Okkur eru nú efst í huga já-
kvæð viðhorf almennings til
skógræktar. Niðurstöður stórrar
Gallupkönnunar leiddu í ljós að
þjóðin er nánast einhuga í af-
stöðu sinni til skógræktar. Þetta
kom okkur skemmtilega á óvart,
því maður gæti stundum haldið,
eftir umfjöllun fjölmiðla að
dæma, að þessu væri ekki svona
farið. Þá er ég að vísa til umfjöll-
unar um skógrækt á Þingvöllum,
deilna um rjúpuna og annað
slíkt. Raunar má segja að um-
ræður um það hvort aukin skóg-
rækt þrengdi að rjúpnastofnin-
um hafi fengið farsælan endi,
því þær leiddu til rannsóknar-
verkefnis um vistkerfi skógar-
ins, sem nú stendur yfir.“
En horfurnar í skógræktinni.
Hvaða áhrif hefur hlýnun and-
rúmsloftsins til dæmis?
„Þröstur Eysteinsson varpaði
því nú fram á afmælisráðstefnu
til heiðurs Sigurði Blöndal um
daginn að kannski ættu menn
ekki að tala um fyrirhugaðan
þjóðgarð norðan Vatnajökuls,
heldur þjóðskóga. Það er ljóst að
hlýnunin getur orðið til þess að
auka mjög víðáttur mögulegs
skóglendis.“
Hvað um plágurnar?
Grenilúsin hefur gert Sunnlend-
ingum og Vestlendingum skrá-
veifur, þótt hún hafi látið undan
síga í bili.
„Það munu alltaf koma ný
kvikindi með nýjum plöntum. En
náttúran gengur í bylgjum og
skógurinn lagar sig að þessum
kvikindum. En það getur tekið
tíma, stundum kynslóðir.“
Heldurðu upp á afmælið?
„Þetta er nú ekki stórafmæli. En
sonardóttir mín, níu mánaða göm-
ul, hefur boðið mér í mat í kvöld.“
Að lokum er ekki hægt annað en
að spyrja mann með þessu nafni
hvort hann sé kominn af stórhöfð-
ingjanum í Odda, nafna hans.
„Því hefur lengi verið haldið
fram í ættinni að við séum Odda-
verjar í beinan karllegg. Reyndar
er nú ekki hægt að staðfesta þetta
í Íslendingabók en ég hef það samt
fyrir satt.“ ■
28 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
MARÍA CALLAS FÆDDIST ÞENNAN DAG 1923
Hún hét reyndar Maria Sofia Cecilia Kalogeropoulos.
Skógurinn lagar sig að þessum
kvikindum á endanum
JÓN LOFTSSON SKÓGRÆKTARSTJÓRI: ER 59 ÁRA Í DAG
“Fyrst missti ég röddina, svo missti ég vöxtinn
og svo missti ég Onassis.“
Þessi frægasta díva óperunnar var svo nærsýn að hún sá ekki sprota
hljómsveitarstjórans. Hún harðneitaði að nota gleraugu eða linsur.
timamot@frettabladid.is
Snemma árs 1950 vakti lítt þekktur
öldungadeildarþingmaður frá
Wisconsin athygli þegar hann lýsti
því yfir í ræðu að hann hefði í fór-
um sínum lista með nöfnum 205
kommúnista sem væru í vinnu í
bandaríska utanríkisráðuneytinu. Á
svipstundu komst Joseph McCarthy,
en sá var maðurinn, í sviðsljós fjöl-
miðlanna. Öldungadeildin setti á
stofn sérstaka nefnd til þess að
kanna fullyrðingar þingmannsins og
nefndin fann litlar stoðir fyrir full-
yrðingum McCarthys. En hann lét
ekki deigan síga, jarðvegurinn var
góður fyrir kommahatur og þótt
sumar ásakanir hans þættu hrein
firra, svo sem þegar hann sakaði
Marshall, fyrrverandi utanríkisráð-
herra í stjórn Trumans, um komm-
únisma var teningunum kastað.
McCarthy varð formaður nefndar
með langt nafn, sem kölluð hefur
verið „Óameríska nefndin“ og hóf
yfirheyrslur yfir grunuðum komm-
únistum sem vöktu geysilega at-
hygli. Fjöldi manna var hrakinn úr
starfi og sumir heimsþekktir lista-
menn fluttu úr landi. Má þar nefna
menn á borð við leikarann Charlie
Chaplin. Hundruð manna áttu um
sárt að binda eftir þessa herferð.
Þar kom að McCarthy beindi spjót-
um sínum að hernum, sem hann
taldi eitt kommúnistahreiðrið enn.
Eisenhower forseti beitti sér fyrir
stofnun sér-
stakrar
rannsóknar-
nefndar og
yfirheyrslum
á hennar
vegum var
sjónvarpað.
Þar var leitt
í ljós að flestar ásakanir þing-
mannsins voru rakalaus þvættingur.
2. desember 1954 fordæmdi svo
öldungadeild Bandaríkjaþings Jos-
eph R. McCarthy með yfirgnæfandi
meirihluta. Þessi fánaberi kommún-
istahatursins lést af afleiðingum
drykkjusýki 1957, einangraður og
vinafár. ■
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1804 Napóleon Bonaparte krýnd-
ur keisari.
1902 Frakkinn Levavasseur fær
einkaleyfi á fyrstu V-8 vél-
inni.
1929 Minnsti loftþrýstingur sem
mælst hefur hérlendis,
919,7 millibör, mælist í
Vestmannaeyjum.
1941 Togarinn Sviði frá Hafnar-
firði ferst úti af Snæfellsnesi
með allri áhöfn, 25 manns.
1942 Enrico Fermi kemur af stað
keðjusprengingu í úran-
íumatómi.
1961 Castro Kúbuleiðtogi lýsir því
yfir að hann sé marxisti.
1985 Mafíuforinginn John Gotti
verður höfuð Gambino-fjöl-
skyldunnar. Hann var
dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir morð 1992.
McCarthy fordæmdur
AFMÆLI
Soffía Jakobsdóttir
leikkona er 65 ára.
Ármann Reynisson vinjettu-
höfundur er 53 ára.
Logi Bergmann Eiðsson
fréttamaður er 38 ára.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður er
49 ára.
Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður er
37 ára.
Hallvarður Einvarðsson, fv. ríkissak-
sóknari, er 73 ára.
Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður
er 41 árs.
ANDLÁT
Sigrún Einarsdóttir, Heiðarhjalla 35,
Kópavogi, lést sunnudaginn 28. nóvem-
ber.
Ingunn Björnsdóttir, Brekkukoti, lést
mánudaginn 29. nóvember.
Jón Sigbjörnsson lést mánudaginn 29.
nóvember.
Kristín Guðlaugsdóttir frá Hokinsdal í
Arnarfirði, síðast til heimilis í Furugerði
1, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. nóv-
ember.
JARÐARFARIR
11.00 Minningarathöfn verður um Þor-
steinu Kristjönu Jónsdóttur frá
Hanhóli, Bolungarvík, í Fossvogs-
kirkju.
13.00 Sólborg Júlíusdóttir, áður til heim-
ilis á Hörpugötu 4, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju.
13.00 Ragnheiður Finnsdóttir, fyrrv.
kennari og skólastjóri, verður jarð-
sungin frá Langholtskirkju.
13.00 Gísli Friðrik Þórisson læknir, Sól-
túni 28, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Digraneskirkju.
15.00 Jón S. Erlendsson verkstjóri, Dala-
landi 12, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík.
15.00 Jóhanna Björnsdóttir, Hringbraut
50, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Jóhann Kristinsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Ránargötu 9, Akureyri,
sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð, sunnudaginn 21. nóvember s.l.,
verður jarðsunginn föstudaginn 3. desember kl. 13.30 í Akureyrarkirkju.
Guðrún Aspar, Kristinn Halldór Jóhannsson, Margrét Alfreðsdóttir,
Elín Björg Jóhannsdóttir, Sævar Sæmundsson, Ingunn Þóra Jóhanns-
dóttir, Skúli Eggert Sigurz, Björn Jóhannsson, Sigrún Harðardóttir,
Jóhann Gunnar Jóhannsson, Ragna Ósk Ragnarsdóttir, Ásta Hrönn
Jóhannsdóttir, Gísli Agnar Bjarnason, Magnús Jóhannsson, Sólveig
Jóhannsdóttir, Þröstur Vatnsdal Axelsson, afa- og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
Sigrún Einarsdóttir
Heiðarhjalla 35, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 28. nóv-
ember. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn
7. desember kl. 11.00.
Jón Kristfinnsson, Guðrún Björk Jónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir,
Jón V.Guðmundsson og Einar Kjartan Jónsson.
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn
hér að ofan má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma
550 5000.
2. DESEMBER 1954
JÓN LOFTSSON SKÓGRÆKTARSTJÓRI Viðhorf almennings gríðarlega jákvæð.