Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 48
hefur leikurinn að mörgu leyti jafnast,“ segir Björgvin. „Á Íslandi ber mest á þessu í Sjálf- stæðisflokknum því hann hefur verið stórveldi í 70 ár á meðan aðrir flokkar hafa verið bæði smáir og sundraðir. Völd Sjálfstæðisflokksins fara hins veg- ar þverrandi eins og best sést í við- skiptalífinu. Það eitt kallar á enn frekari einkavæðingu í samfélaginu, að stjórn- málaflokkar geti misbeitt áhrifum sín- um eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í gegnum Landsímann og Ríkisútvarp- ið,“ segir Björgvin. Spáir endalokum Sjálfstæðisflokksins Hallgrímur segist sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn muni líða undir lok. „Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að lyppast niður því hann byggir á völdum og hegðar sér eins og mafía. Við sáum til dæmis glitta í fasískar hliðar hans í fyrrasumar þegar flokkurinn neitaði að fara eftir stjórnarskránni. Við erum öll svolítið hrædd við Sjálfstæðisflokkinn og ég held að það eigi eftir að koma sér illa fyrir flokkinn í framtíðinni,“ segir Hallgrímur. Hann segir jafnframt að það muni koma flokknum illa að nýju afreksmenn frjálshyggjunnar eru ekki að moka pen- ingum inn í flokkinn líkt og áður þekktist. „Þeir eru ekki háðir honum að neinu leyti, eru í raun stærri en Sjálf- stæðisflokkurinn. Flokkurinn mun eiga í tilvistarkreppu því hann hefur ekki sama tilgang og áður, að redda sínum mönnum hlut í viðskiptalífinu. Hann er núna bara í því að redda sínum mönn- um inn í Hæstarétt og svoleiðis poti,“ segir Hallgrímur. Fylgispekt ber oft vott um hugleysi Jón segist ekki sérstaklega heillaður af þeim stjórnmálamönnum sem eru í for- ystu fyrir ungu kynslóðina. „Póli- tíkusarnir hafa tilhneigingu til þess að raða í kringum sig fólki sem eru þeim tryggir. Þetta sést mest í valdaflokkun- um, Framsóknarflokknum og Sjálfstæð- isflokknum. Unga kynslóðin þar endur- speglar á margan hátt hugsunarhátt for- ystunnar og viðurkennir það fúslega. Sem dæmi lýsti Guðlaugur Þór Þórðar- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir á fundi hjá okkur í Reykjavíkuraka- demíunni um helgina, að hann væri oft- ast fyllilega sáttur við stefnu og viðhorf flokksforystu sinnar,“ segir Jón. „Ungu stjórnmálamennirnir mæla sig við forystumennina og vilja vera eins, frekar en að þeir skapi sér sjálf- stæða ímynd. Enda er það líklega væn- legra til árangurs að fylgja forystu en að setja sig upp á móti henni. Fylgispekt ber þó því miður oft vott um hugleysi og það væri synd að segja að maður sæi mikið hugrekki frá ungum pólitíkusum innan stjórnarflokkanna,“ segir Jón. Hann segir að í Samfylkingunni sé hins vegar meira umrót og spenna og því sé ófyrirsjáanlegra hvað gerist þar. „Ég vona að pólitísk umræða verði dýpri þar sem það fer saman að fara skynsamlega með vald og leitast við að auka pólitíska þátttöku,“ segir Jón. Hugsunarháttur eldri kynslóðar auðveldar framgang Andri segir að þrátt fyrir breytta hug- myndafræði nýrrar kynslóðar séu sumir einstaklingar af yngri kynslóðinni ávallt reiðubúnir að tileinka sér hugsunarhátt eldri kynslóðar í því skyni að auðvelda sér framgang í heimi hennar. „Spurningar um þetta hafa einna helst vaknað í málum er varða umburð- arlyndi og mannréttindi og voru breyt- ingar á útlendingalögunum síðastliðið vor gott dæmi um það. Einnig virtust sumir vera furðu fljótir að gleyma yfir- lýstum hugsjónum í fjölmiðlamálinu. Upp vakna spurningar um það hvort viðkomandi einstaklingar geri þetta til þess að ná frama eða vegna þess að þeir búi yfir þessum skoðunum í raun og veru. Hvort tveggja eru slæmar skýr- ingar,“ segir Andri. Þjálfunarprógrömm ala óhæfa leiðtoga “Þeir sem hafa farið í pólitík í gegnum þjálfunarprógrömm flokkanna og þekkja ekkert annað reynast á endanum óhæfir til að vera leiðtogar, en þetta á við um marga af ungum pólitíkusum stjórnarflokkanna,“ segir Jón. „Hins vegar veit maður minna um þau sem eru í stjórnarandstöðuflokkunum því þau eru minna í sviðsljósinu,“ segir Jón „Ef spurt er að því hvaða fólk sé hægt að binda einhverjar vonir við í pólitík myndi ég segja að horfa verði til þeirra sem hafa fjölbreytta reynslu, góða menntun og hafa verið erlendis. Hvorki Halldór Ásgrímsson né Davíð Oddsson hafa neina reynslu af því að búa erlendis. Ég held að það verði ekki mögulegt í framtíðinni að við eigum leiðtoga sem eru jafn takmarkaðir í reynslu sinni og þessir tveir menn eru,“ segir Jón. Gengur ekki lengur að vera heimaalningur í pólitík “Vonandi er fólk að koma inn í pólitík sem er vel menntað og víðsýnt, hefur séð eitthvað af lífinu og er skynsamt. Þorgerður Katrín sker sig til að mynda úr í hópi ungra þingmanna stjórnar- flokkanna, ekki vegna þess að hún er kvenmaður heldur vegna þess að hún er sú eina sem hefur búið í lengri tíma einhvers staðar annars staðar en á Ís- landi. Það má ef til vill vonast til þess að það muni ekki ganga mikið lengur að vera algjör heimaalningur í pólitík,“ segir Jón. Hallgrímur er sömu skoðunar. „Nýja kynslóðin sem hefur haslað sér völl inn- an stjórnmálaflokkanna hefur ekki komið inn með neitt nýtt. Þetta er bara sama, gamla tuggan sem hún étur upp eftir hinum eldri,“ segir Hallgrímur. „Enda er þetta fólk mjög ósjálfstætt í hugsunum, hrætt og algjörlega ósiglt, hefur til dæmis aldrei búið í útlöndum. Fólk er að fara inn á þing einmitt þeg- ar það á að vera að fara til útlanda í nám og dvelja þar í tíu ár og koma svo aftur. Við sjáum þetta sérstaklega í Sjálfstæð- isflokknum, þar sem foringjahræðslan er allsráðandi,“ segir hann. Hallgrímur segir að hann hafi hvatt nokkur ung framtíðarforingjaefni sjálf- stæðismanna í vor til þess að nota tæki- færið til að standa gegn fjölmiðlalögun- um. „Þar var tækifærið til þess að móta sér sérstöðu í flokknum og verða kannski framtíðarleiðtogaefni. Enginn þorði því og er það alveg dæmigert,“ segir Hallgrímur. Hann bendir á að meðal þingmanna Framsóknarflokksins sé ungt fólk sem hefur nýlokið háskólanámi. „Það vill samt ekki hrófla við landbúnaðarkerf- inu. Það er náttúrulega eitthvað að,“ segir hann. Stjórnmálamenn risaeðlur sem tölta á eftir tímanum Hallgrímur bendir á að fram er komin ný kynslóð menningar og viðskipta með fólki sem er að gera nýja hluti og hugsar alþjóðlega. „Við sjáum það að Íslendingar sækja fram á svið menning- ar og lista og viðskipta. Hins vegar sitja stjórnmálamennirnir eftir – hugarfars- breytingin hefur ekki náð þangað. Stjórnmálamenn eru eins og risaeðlur sem tölta á eftir tímanum. Þetta er ekki ný kynslóð. Þetta er bara gamla kyn- slóðin sem er búin að fara í fegrunarað- gerð,“ segir hann. Jón segir það mjög dapurlegt á að líta, sérstaklega hjá framsóknarmönn- um, að ungu mennirnir sem náð hafa langt innan flokksins hafi að því er virðist ekkert fylgst með heiminum. „Þeir hafa bara verið að stúdera ein- hverja heima- og hreppapólitík. Þarna liggur helsti munurinn,“ segir Jón. Hallgrímur segir að greina megi smá breytingu í áherslunum hjá stjórn- málamönnunum sem eru að taka við í R-listanum, og nefnir hann Stefán Jón Hafstein, Steinunni Valdísi Óskars- dóttur og Dag B. Eggertsson. „Þetta er fólk sem er til í að hlusta á öll sjónar- mið, er með almennilegheit og er til- tölulega opið. Það er ekki í föstum skorðum fortíðarinnar eins og kyn- slóðin þar á undan, sem ræður Sam- fylkingunni. Það er kannski smá fram- tíðarlykt af þessu fólki,“ segir Hall- grímur. ● F2 16 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Jón Ólafsson: „Ungu stjórnmálamenn- irnir mæla sig við forystumennina og vilja vera eins, frekar en að þeir skapi sér sjálfstæða ímynd.“ Björgvin G. Sigurðsson: „Það er orðið alviðurkennt í jafnaðarmannaflokkum í dag að hlutverk ríkisvaldsins sé fyrst og fremst bundið við rekstur á heil- brigðiskerfi og menntakerfi og það eigi alls ekki að vera í samkeppnisrekstri“ Framsóknarflokkur Frálslyndi flokkurinn Samfylking Sjálfstæðisflokkur Vinstri grænir Árni Magnússon Vonarstjarna flokksins sem spáð er miklum frama. Eftirlæti Halldórs Ásgrímssonar. Dagný Jónsdóttir Oft kölluð yngri systir Valgerðar Sverris. Ef hún tileinkar sér taktík hennar nær hún eflaust langt. Margrét Sverrisdóttir Einn nánasti samstarfsmaður Guðjóns A. og líkleg til frama innan flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson Vakti miklar væntingar en þykir kannski ekki hafa staðið undir þeim á þingi. Dagur B. Eggertsson Tvímælalaust eitt mesta foringjaefni sinnar kynslóðar. Hlýtur að enda í Samfylkingunni. Helgi Hjörvar Geysilega framagjarn og þykir gríðarlega snjall og hættu- legur. Ætlar sér stóra hluti. Þorgerður K. Gunnarsdóttir Hefur ef til vill ekki verið nógu sterk í ráherra- starfinu en á mikið inni. Bjarni Benediktsson Krónprins flokksins. Hefur þroskast hratt sem stjórnmála- maður. Sverrir Jakobsson Nýtur mikils trausts innan flokksins en er ekki fyrir að trana sér fram. Katrín Jakobsdóttir Mikil hugsjóna- kona. Metnaðargjörn og stefnir hik- laust á toppinn. Leiðtogaefni framtíðar? Hallgrímur Helgason: „Ég spái því að það muni taka tíu ár að endurbyggja Sjálfstæðisflokkinn þegar Davíð Oddsson fer frá.“ Andri Óttarsson: „Upp vakna spurning- ar um það hvort viðkomandi einstak- lingar geri þetta til þess að ná frama eða vegna þess að þeir búi yfir þessum skoðunum í raun og veru.“ Þeir sem hafa farið í pólitík í gegnum þjálf- unarprógrömm flokkanna og þekkja ekkert annað reynast á endanum óhæfir til að vera leiðtogar. “ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.