Fréttablaðið - 05.12.2004, Side 4

Fréttablaðið - 05.12.2004, Side 4
4 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Viðskiptaráðherra: Sala stofnfjár ekki bönnuð ALÞINGI Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að þótt löggjafinn hafi aldrei ætlað sér að leyfa að stofnbréf sparisjóða gengju kaupum og sölum á al- mennum markaði væru engin úrræði til að leiðrétta lögin: „Stjórnarskráin heimilar löggjaf- anum ekki að leiðrétta þetta. Þró- uninni verður ekki snúið við,“ sagði hún í utandagskrárumræð- um á Alþingi í gær. Málshefjandinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs, gagnrýndi harðlega sölu stofnfjár í sparisjóðum. „Svæsnastir hafa leiðangrarnir verið til að komast að sjóðum Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis enda er þar mikið að hafa. Það er ótrúlegt upp á það horfa að þar hefur farið einna fremstur í flokki formaður efna- hags- og viðskiptanefndar alþing- is, háttvirtur þingmaður Pétur Blöndal,“ sagði hann. Aðspurð lýsti viðskiptaráð- herra því yfir að hún teldi ólög- legt ef fjárfestar ætluðu að ná yfirráðum yfir tryggingasjóði sparisjóða og greiða síðan úr hon- um himinháar arðgreiðslur. „Slíkt brýtur í bága við lög og gengur augljóslega ekki upp.“ - ás Engar fyrirætlanir um sameiningu aflamarkskerfa Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir alveg fráleitt að af sam- einingu krókaaflamarkskerfisins og aflamarkskerfisins verði og segir að ef einhverjir séu að safna upp kvóta í von um slíkt séu þeir á villigötum. SJÁVARÚTVEGUR „Mér finnst þessi umræða mjög einkennileg og veit ekki hverjir standa fyrir henni, hvort það eru andstæðingar slíkrar sameiningar eða fylgis- menn sem koma þessari umræðu af stað,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um vanga- veltur um mögulega sameiningu krókaaflamarks- og aflamarks- kerfis í eitt stórt kerfi. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að sumir útgerðarmenn söfnuðu kvóta á smábáta í krókaafla- markskerfinu, í von um að verð- mæti kvótans myndi aukast í sameinuðu kerfi. „Það eru eng- ar fyrirætlanir um að þessi kerfi verði sam- einuð, hvorki hjá ráðherra né stjórvöldum, í mínum flokki né samstarfs- flokki okkar í r í k i s s t j ó r n , þannig að svo langt sem minn sjóndeildarhringur nær í þessum efnum er sameining hvergi nærri á dagskrá. Ef menn eru að kaupa upp kvóta í þeirri von að af slíkri sameiningu verði þá er það á röngum forsendum,“ segir Árni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, tók í sama streng. „Þó að við teljum í grund- vallaratriðum rangt að hafa tvö kerfi þá hafa bæði LÍÚ og Lands- samband smábátaeigenda lýst því yfir að það eigi ekki að sameina kerfin og erum á móti því að slík sameining eigi sér stað. Kvóti var fluttur af skipum í aflamarkskerf- inu og yfir í krókaflamarkskerfið á þeim forsendum að hann ætti að fara á smærri báta. Að gera eig- endum báta í krókaaflamarks- kerfinu kleift að selja út- gerðarmönnum þann kvóta aftur væri alveg fráleitt,“ segir Friðrik. „Ef kerfin væru sameinuð væri eðlilegt að veiðiheimildir króka- aflamarksbáta yrðu skertar frem- ur en auknar og að þessum kvóta væri skilað aftur á aflamarksskip- in sem mörg hver eru í dag minni en „smábátarnir“ í krókaafla- markskerfinu. Það er fráleitt að útgerðarmenn ætli sér að kaupa þennan kvóta einu sinni enn. Ég hef hvergi heyrt neinn lýsa yfir áhuga á að þetta verði gert og við hjá LÍÚ viljum frekar að skýrari skil verði gerð á milli þessara tveggja kerfa en að sameina þau.“ - bb Desembermánuður: Ölvunarakst- ur algengari LÖGREGLA Lögregla stöðvaði fimm ökumenn grunaða um ölvun við akstur á aðfaranótt laugardags í Reykjavík. Þrír ökumenn voru, að sögn lög- reglu, undir mörkum en áfengi fannst í blóðinu og voru þeir því kyrrsettir. Einn var yfir mörkum og einn var gripinn með fíkniefni. Sömu nótt voru einnig tveir öku- menn stöðvaðir, grunaðir um ölvun- arakstur á Akranesi. Lögreglan segist leggja áherslu á að hafa strangt eftirlit með ölvunarakstri í desember þar sem fólk virðist freistast enn meira til að aka undir áhrifum á jólaföstunni. ■ RÚSTIR KANNAÐAR Slökkviliðsmenn skoða ummerki í bygg- ingu sem skemmdist í gassprengingu í einu úthverfa Rómar á Ítalíu í gær. Gassprenging: Börn meðal slasaðra ÍTALÍA, AP Sex slösuðust í gríðarmik- illi sprengingu sem varð vegna gasleka í íbúð á annarri hæð í tveggja hæða húsi í úthverfi Rómar á Ítalíu á laugardag. Meðal slasaðra voru þrjú börn, að sögn yfirvalda. Maður og fjögurra mánaða gam- all sonur hans voru sagðir alvarlega slasaðir. Þá sagði slökkviliðið í Róm að í hópi slasaðra hefði einnig verið fjórtán ára gömul stúlka. Gassprengingar eru sagðar eiga sér stað stöku sinnum á Ítalíu, en margir nota frekar gaskúta til hit- unar en dýran vatnshitunarbúnað. Í síðasta mánuði létust þar átta í gas- sprengingu. ■ Spilar þú tölvuleiki? Spurning dagsins í dag: Er rusl flokkað á þínu heimili? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 51% 49% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Innbrotsþjófar: Stálu fimm fartölvum DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt voru, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Mennirnir brutust saman inn í tölvuverslun og stálu þaðan þrem- ur fartölvum samtals að verð- mæti um sex hundruð þúsund króna. Yngri maðurinn játar sök en hann var einnig ákærður fyrir að hafa verið með tæpt gramm af amfetamíni í fórum sínum. Sá eldri neitaði sök. Dómurinn taldi hins vegar lögfulla sönnun fyrir sekt hans. - hrs 100% bók Alma, Emilía, Klara og Steinunn Hverjar eru þær? Hvað dreymir þær um? Hvaðan koma þær? Hvert ætla þær? 100% Nylon - lifandi, litskrúðug, skemmtileg - bók sem þú verður 100% að eignast!!! Allt um Nylonsumarið 2004! Allt um nýju plötuna! 2. prentun væntanleg 1. prentun á þrotum 8. 8–80 ára Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 24. – 30. nóv. Útafakstur á Hellisheiði: Ók út af undir áhrif- um lyfja LÖGREGLA Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um útafakstur á Hell- isheiði um níuleytið í gærmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn. Blóðsýni var tekið úr öku- manninum og í framhaldi af því var bíllinn tekinn af honum. Einnig kom til kasta lögregl- unnar á Selfossi vegna bílveltu í Þrengslum klukkan hálftólf á laugardagsmorgun. Tveir farþeg- ar voru í bílnum og hlutu þeir minniháttar meiðsli. Farþegar fóru sjálfir af vettvangi eftir að lögreglan gerði að sárum þeirra. Bíllinn var fjarlægður með krana- bíl. Þá var einn réttindalaus ökumaður gripinn glóðvolgur snemma um laugardagsmorgun- inn á Selfossi og á sá von á háum fjársektum. - bb Bílvelta í Hrútafirði: Mikil hálka á vegum LÖGREGLA Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku í vestanverðum Hrútafirði í gær með þeim afleið- ingum að bíllinn valt. Fjórir voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir, að sögn lögreglunar á Hólmavík. Bíll- inn er hinsvegar stórskemmdur. Lögreglu barst tilkynning um óhappið um klukkan fjögur á föstu- daginn. Mikil hálka er á þessum slóðum og biður lögregla fólk að fara varlega og aka hægt. Nú hefur snjóað yfir en hált getur verið undir. - bb VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir löggjaf- anum óheimilt að breyta lögum í þá veru að stofnbréf sparisjóða gangi ekki kaupum og sölum á almennum markaði. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON. ÁRNI M. MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra segir sameiningu kvótakerfanna ekki vera í augsýn og finnst undar- leg umræða sem komin sé af stað um mögulega sameiningu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.