Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 8
8 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Leikarar og fræðamenn: Konur með hærri laun en karlarnir KJARAMÁL Konur eru með hærri heildarlaun en karlar í tveimur stéttarfélögum, Félagi íslenskra leikara og Félagi íslenskra fræða. Í Félagi íslenskra leikara er mun- urinn 7,1 prósent. Konurnar eru með 244.895 krónur á mánuði en karlarnir 227.456 krónur. Munur- inn er hins vegar minni í Félagi ís- lenskra fræða eða aðeins 1,1 pró- sent. Konurnar eru þar með 276.171 krónur í heildarlaun á mánuði og karlarnir 273.370 krón- ur. Þetta er niðurstaða í kjara- rannsóknum KOS. Hjá Félagi íslenskra leikara fengust þær upplýsingar að kynjamunurinn hefði komið veru- lega á óvart og væri sennilega að- eins tímabundinn. Almennt sé ríkjandi sú skoðun innan félagsins að konur hefðu borið skarðan hlut frá borði. Skýringarnar á þessum mun nú geti verið ýmsar, t.d. að miklu fleiri konur hefðu verið í stórum hlutverkum þetta árið og fengið þar af leiðandi hærri sýn- ingalaun en karlarnir eða tekjur leikara verið skoðaðar nokkur ár aftur í tímann. - ghs Notendur rukkaðir þótt bandbreidd sé næg Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice-sæstrengsins í byrjun ársins. Ekki er verið að nýta nema hluta af flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal umfram ákveðin mörk. UPPLÝSINGATÆKNI Verðlagning inter- nettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að tak- marka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að not- endur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmál- ar kveða á um. Nú gætir nokkurs titr- ings meðal fyr- irtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og f j a r s k i p t a - stofnunar, telur að ef til vill þyrfti að endurskoða verðlagningu band- breiddar hér. „Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana,“ segir hann, en með tilkomu Farice-sæ- strengsins, sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar, margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengur- inn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice-strenginn. „Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn,“ segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. „Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice.“ Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðun- ar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. „Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverj- um meðan kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi,“ segir hann og bendir á að á meðan kostn- aður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða. olikr@frettabladid.is Vinnumarkaður: Atvinnuleysi talið aukast ATVINNULEYSI Í október síðastliðnum voru skráðir 81.459 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Hjá stofnuninni kemur fram að fjöldi atvinnuleysisdaga í október jafngildi því að 3.880 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða um 2,7 prósent af áætlun efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysið mældist 2,6 prósent í september og 2,8 prósent í október 2003. Líklegt þótti að atvinnuleysi myndi aukast lítillega í nóvember og verða þá 2,7 til 3,0 prósent. - ghs ■ ÍRAK TUSKUDÝR SEM KOMUST AF Íbúar sem flúðu heimili sín á Filippseyjum vegna storma hafa tekið að snúa aftur heim. Lítil stúlka gat glaðst í gær yfir því að finna hluta tuskudýra sinna í rústum heimil- isins í Dingalan í norðurhluta landsins. Hjálpargögn tóku að berast um leið og veð- urhaminn lægði, en hann kostaði um 640 manns lífið og um 400 er enn saknað. jólagjöf Hugmynd að fyrir börnin Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Mikið úrval af húfum og vettlingum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 UPPLÝSINGATÆKNI „Okkar verð er jafnt til allra og svo keppa menn í þjónustu,“ segir Jón Birgir Jóns- son, stjórnarformaður Farice-sæ- strengsins, og telur umræðu um gjaldtöku fjarskiptafyrirtækja og internetveita fyrir niðurhal frá útlöndum ekki koma fyrirtækinu við. „Við pössum okkur á að blandast ekki í þessi mál. Ríkið á 40 prósent í þessu fyrirtæki og við höfum mjög opna stefnu í þessum málum þannig að við mismunum engum,“ segir hann. Jón Birgir segir að aðgangur að sæstrengnum sé seldur á föstu verði í heildsölu og að sem standi hafi Farice bara þrjá viðskipta- vini, Símann, Og Vodafone og svo símafyrirtæki Færeyinga. „Hægt er að kaupa minnst svokallaða DS3-einingu, en það eru 45 mega- bit. Svo er hægt að fara í það sem kallast STM1, sem eru 155 mega- bit, og svo í fjórföldun á því. Við erum í sjálfu sér ekki í neinni samkeppni, nema við Cantat-3 strenginn. Verðskráin er opin og hver sem er getur komið og keypt af okkur fyrir alveg sama verð og eigendur fá,“ áréttar Jón Birgir. - óká RÚNAR FREYR GÍSLASON Rúnar Freyr Gíslason er formaður Félags íslenskra leikara. Samkvæmt kjararann- sóknum KOS eru leikkonur með hærri tekjur en leikarar. SCHEFFER Í BAGDAD Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í fyrradag. Hann lagði áherslu á að kosið yrði í Írak í næsta mánuði svo stjórnmálalíf þar gæti þróast og Írakar tekið stjórn mála í eigin hendur. Í TÖLVUVERI Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, bendir á að fjarskiptafyrirtæki beri nokkurn kostnað af því að bjóða upp á varaleið. GUÐMUNDUR KR. UNNSTEINSSON Guðmundur telur að netþjónustur fari í auknum mæli að bjóða meiri bandvídd í áskriftarsamningum sínum. AP M YN D /J O C KE L FI N C K JÓN BIRGIR JÓNSSON Jón Birgir, sem er stjórnarformaður Farice og fyrrum ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, segist ekki geta gert upp á milli fyrirtækja í verðlagningu. Farice-sæstrengurinn til Skotlands: Segjast ekki mismuna neinum Samtök atvinnulífsins: Hlutverkið endurskilgreint HÚSNÆÐISMÁL Bein samkeppni hins opinbera við einkafyrirtæki á frjálsum markaði, sem fær eru um „að sinna þörfum langflestra þeirra sem hyggjast fjárfesta í íbúðarhúsnæði hlýtur að stuðla að því að hlutverk Íbúðalánasjóðs verði endurskilgreint og að ríkið dragi úr lánveitingum til íbúða- kaupenda.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Sam- taka atvinnulífsins um frumvarp til laga um húsnæðismál. - ghs

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.