Fréttablaðið - 05.12.2004, Qupperneq 14
Morgunblaðið hefur kosið að nota
dálka sína til að veitast að mér úr
skjóli nafnleyndar vegna þess að ég
hef tjáð skoðanir mínar um Íraks-
stríðið á spjallvefnum malefn-
in.com. Ég er mjög ósammála Morg-
unblaðinu um þessa styrjöld, og
svara því fullum hálsi þegar það
ræðst á mig. Það er engin sérstök
reisn yfir ritstjórn eins stærsta dag-
blaðs landsins sem um margra ára
skeið hefur notað nafnlaus leiðara-
skrif og aðra dálka til að vega að
þeim sem leyfa sér að vera á önd-
verðum meiði við hana og Sjálf-
stæðisflokkinn. Ég veit ekki um
nokkurt dagblað sem vinnur með
þessum hætti. Skömm mína á Íraks-
stríðinu hef ég tjáð oft áður. Bæði
með greinaskrifum og í þingræðum.
Ekkert nýtt hefur komið fram þar
að lútandi á ofangreindum spjall-
vef. Frjálslyndi flokkurinn hefur
andmælt þessu stríði kröftuglega
frá fyrstu stundu.
Morgunblaðið hefur stutt þetta
ólöglega árásarstríð með ráðum og
dáð. Einnig ráðherrar og þingmenn
Sjálfstæðisflokksins. Þetta sama
fólk studdi Víetnamstríðið á sínum
tíma. Við vitum öll um hrylling
þeirrar styrjaldar. Ömurlegt er að
hlusta á málflutning Davíðs Odds-
sonar utanríkisráðherra á Alþingi
þar sem hann hreykir sér af stuðn-
ingi ríkisstjórnarinnar við árásina á
Írak. Þó er ljóst að ráðist var á Írak
á grundvelli lyga og blekkinga.
Davíð Oddsson uppnefnir okkur
sem andvíg erum þessu stríði
„meinfýsnishlakkandi úrtölumenn“.
Allt í lagi. Ég fylli þá þann hóp fyrir
þá sök að þykja ömurlegt að horfa
upp á að ungir Bandaríkjamenn
falla eða örkumlast unnvörpum í
Írak, og fyllast reiði þegar ég sé
myndir af börnum, konum og karl-
mönnum sem fallið hafa eða særst.
Til hvers allar þessar þjáningar og
fórnir?
Hvað sjáum við á nýjustu frétta-
myndum frá hryllingnum í Írak?
Auðvelt er að nálgast þær á netinu.
Við sjáum illa útleikin lík og borgir
í rúst. Við sjáum bandaríska her-
menn búna öflugustu skotvopnum
sem völ er á. Þeir eru klæddir í
skotheld vesti, með hjálma og í
góðum búningum. Her þeirra hefur
brynvarða bíla, skriðdreka, fall-
byssur, árásarþyrlur og sprengju-
þotur. Þetta er best búni her heims.
Við hverja eru þeir að berjast?
Íraka tötrum klædda í venjuleg föt.
Þeir hafa ekki yfir að ráða ofur-
vopnum Bandaríkjamanna. Ójafn-
ari leik er vart að finna. Samt hefur
þessu fólki tekist að veita innrásar-
hernum öfluga andspyrnu í 20 mán-
uði. Ef vanbúinni andspyrnuhreyf-
ingu á að takast að standa gegn
slíku ofurefli í jafn langan tíma, þá
þarf hún að njóta víðtæks stuðnings
meðal alþýðu fólksins í landinu.
Hreyfingin verður einnig að búa
yfir miklu baráttuþreki. Skyldi það
ekki vera skýringin á því hvers
vegna Bandaríkjamönnum gengur
svo hörmulega að koma á ró í Írak,
að íraska þjóðin vill verjast þessum
her sem hefur ráðist inn í landið
þeirra á fölskum og upplognum for-
sendum? Hver er skýringin á því að
þetta fátæka fólk er enn þúsundum
saman að berjast gegn Bandaríkja-
her þrátt fyrir allar þær þjáningar
sem yfir það hafa gengið?
Ég lýsi yfir samúð með þeim sem
standa gegn innrásinni í Írak. Fólk
hefur rétt til að verja hendur sínar ef
á það er ráðist af erlendum óvinaher,
eins og með þeim ólöglega hætti sem
Bandaríkjamenn gerðu. Þessi her
drepur menn, konur og börn og legg-
ur land þessa fólks í rúst. Bandaríski
herinn er að mæta þeirri andspyrnu
sem hann á skilið í Írak. Á fölskum
forsendum hófu þeir þessa viðbjóðs-
legu styrjöld sem kostað hefur Íraka
ómældar þjáningar. Villimennskan
ræður ríkjum eins og alltaf þegar
styrjaldir eru háðar. Íraskir and-
spyrnumenn stunda sjálfsmorðs-
árásir og myrða fanga sína með
hrottalegum hætti, á meðan Banda-
ríkjamenn hafa orðið uppvísir að
pyntingum á stríðsföngum, því að
skjóta særða hermenn andstæðing-
anna, hafa drepið tugþúsundir sak-
lausra borgara og lagt landið í rúst.
Stríðsglæpir hafa verið framdir í
Írak. Við berum öll ábyrgð á því
ástandi sem þar ríkir. Þökk sé þeim
Íslendingum sem styðja þetta stríð. ■
5. desember 2004 SUNNUDAGUR14
Mogginn segir, Mogginn segir....
Þráinn virðist halda
að trúleysi sé undir-
rót neysluhyggju samtímans
og áhrifanna sem vísinda-
hyggjan hefur á nútímann.
Skilaboð til „séra“ Þráins
Þráinn Bertelsson er góður pistla-
höfundur, en eins og öðrum dauð-
legum mönnum verða honum
stundum á mistök. Breyskleiki Þrá-
ins kom berlega í ljós í bakþönkum
hans um „trúarofstæka trúleys-
ingja“, sem birtist nýlega á baksíðu
Fréttablaðsins. Þráinn virðist halda
að trúleysi sé undirrót neyslu-
hyggju samtímans og áhrifanna
sem vísindahyggjan hefur á nútím-
ann, en ef betur er að gáð gengur
þetta orsakasamhengi ekki upp.
Í nýlegri könnun, sem gerð var
fyrir Þjóðkirkjuna á trúarlífi al-
mennings, kom fram að trúleysi,
samkvæmt fræðilegri skilgrein-
ingu á hugtakinu, er frekar fátítt
hér á landi. Þráinn telur því rang-
lega að leggja megi að jöfnu áhuga-
leysi almennings til þess að iðka trú
sína opinberlega og trúleysi, og er í
því sambandi rétt að minna á að
kjarninn í mótmælum Lúthers var
að trúin verður til hjá einstaklingn-
um en hvorki hjá presti né stofnun-
inni sem hann vinnur fyrir. Meint
„trúleysi“ almennings virðist því
eiga lítið skylt við trúleysið sem
birtist t.d. á vantru.net, sem er
heimasíða Vantrúar, félagsskapar
trúleysingja á Íslandi.
Ég tel að hugtakið „trúaraf-
skiptaleysi“ lýsi betur afstöðu al-
mennings til trúmála enda virðist
fólk fyrst og fremst leita á náðir
kirkjunnar er skírnir, fermingar,
giftingar, veikindi eða dauðsföll ber
að höndum.
Orsakatengslin á milli neyslu-
hyggju og trúleysis verða að engu
þegar litið er til Bandaríkjanna, því
á sama tíma og einkaneysla Banda-
ríkjamanna er sú mesta í heimi eru
þeir langtrúaðasta Vesturlanda-
þjóðin; staðreynd sem virðist gefa
tilgátu Webers um tengsl mótmæl-
endatrúar og upphafs kapítalisma á
Vesturlöndum byr undir báða
vængi.
Að þessu gefnu virðist pirringur
Þráins út í trúleysi í raun endur-
spegla andstöðu hans við einstakl-
ingshyggjuna, sem nú tröllríður
samfélaginu. Það er ekki nóg með
að við búum í samfélagi þar stjórn-
málamenn eru sífellt að vega að
samhjálparhugsjóninni, sem rekja
má til sósíalismans eða kristinnar
trúar, heldur elur vinsælasta sjón-
varpsefnið í dag, hinir svokölluðu
„raunveruleikaþættir“, með fólki
að eina leiðin til þess að komast af
sé sjálfselska og að nota náungann
til að ná markmiði sjálfselskunnar.
Þráinn virðist því hengja bakara
fyrir smið þegar hann atyrðir „trú-
arofstæki trúleysingjanna“. Raun-
ar ætti hann að taka skrifum þeirra
opnum örmum því þau gefa þeim
sem annt er um kristna trú, og gild-
in sem hún boðar, tækifæri á því að
leiðrétta „ranghugmyndir“ trúleys-
ingjanna opinberlega og stuðla
þannig að upplýstri umræðu um
trúamál. Það sama gildir um trúmál
og önnur opinber umræðuefni, að
ómálefnalegar og illa rökstuddar
alhæfingar gagnast engum þegar
til lengri tíma er litið. ■
STEINDÓR J. ERLINGSSON
VÍSINDASAGNFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
TRÚ OG TRÚLEYSI
,,
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
ÞINGFLOKKSFORMAÐUR FRJÁLSLYNDA
FLOKKSINS
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
OG ÍRAK