Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 05.12.2004, Qupperneq 46
34 5. desember 2004 SUNNUDAGUR Við mælum með... ... að Skagamenn og Julian Johnsson fái sér túlk, eða taki með sér orðabók, næst þegar þeir ákveða að setjast niður saman til þess að ræða alvarleg málefni. Þeir virðast nefnilega ekki vera að tala sama tungumálið. „Það lítur út fyrir að hann hafi verið að spila með okkur. Þetta er bara óheiðarleg framkoma og ekkert annað.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Sunnudagur DESEMBER FÓTBOLTI „Þessi tími var frábær í alla staði og ég er virkilega ánægður með það sem ég heyrði og sá hjá Tottenham,“ segir knatt- spyrnumaðurinn Emil Hallfreðs- son. Hann er nýkominn heim eftir átta daga reynslutíma hjá Lund- únaliðinu og var hann himinlif- andi með þær móttökur sem hann fékk þar. Þykja líkurnar meiri en minni á að hann gangi til liðs við liðið innan tíðar. Emil sjálfur er mjög bjartsýnn og segir að bjóðist tækifæri með slíku liði sem Tottenham er þá bíða hann ekki boðanna. „Það verður draumur ef allt gengur eftir og miðað við þær móttökur sem ég fékk þá tel ég slíkt ekkert útilokað. Hins vegar er ekkert víst í þessu á þessu stigi og því vill ég ekki gera of mikið úr þessu. Emil átti tal við knattspyrnu- stjóra liðsins, Danann Frank Arnesen, nokkrum sinnum og lýsti sá yfir ánægju með Emil. „Hann var mjög viðkunnalegur og sama má segja um Martin Jol þjálfara sem eyddi góðum tíma með mér og kenndi mér margt. Til marks um þann metnað sem er hjá liðinu þá fór ég á átta æfingar á átta dögum meðan aðeins voru fjórar æfingar þessa átta daga sem ég var hjá Ev- erton.“ Tottenham er þriðja félagið sem Emil æfir hjá á stuttum tíma. Áður hafði hann verið um tíma hjá E v e r t o n o g e i n n i g Feyenoord og vakti nóga athygli hjá báðum liðum til að honum var boðinn samningur. Everton datt úr myndinni vegna deilna um launamál og tilboð Hollending- anna er ekki lengur á borðinu samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Pétur Stephensen, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH sem Emil er samningsbund- inn, vildi ekki meina að tilboð Feyenoord væri dottið upp fyrir en sagði að hugur Emils stæði miklu fremur til Tottenham. „Það skýrist næstu daga hvað verður og ég vil ekki tjá mig neitt á þessu stigi en það er rangt að tilboð Feyenoord sem fokið út í veður og vind.“ Að sögn Péturs mun draga til tíðinda í málum Emils fyrr en seinna og jafnvel strax í þessari viku. albert@frettabladid.is UNDI SÉR VEL HJÁ TOTTENHAM Emil hefur æft um skeið með Tottenham Hotspur og segir að gefist sér tækifæri með því liði sé það of gott til að vera satt og því ætli hann ekki að klúðra. Hann sést hér fagna með FH gegn KA á Akureyri er FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Fréttablaðið/E.Ól. Ánægður hjá Tottenham Emil Hallfreðsson er kominn heim eftir æfingar með liði Tottenham síðustu daga. Ber hann þeim vel söguna enda metnaður á White Hart Lane. Það verður ekkert úr því að hann fari til Feyenoord. ■ ■ LEIKIR  14.00 Fram og Valur mætast í DHL deild kvenna í Framhúsinu.  14.00 Grótta KR og Víkingur mætast í DHL deild kvenna á Seltjarnarnesi.  17.30 Haukar og FH mætast í DHL deild kvenna að Ásvöllum. ■ ■ SJÓNVARP  12.10 Spænski boltinn á Sýn. Sýnt frá leik Barcelona og Malaga.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Juventus og Lazio.  16.00 Enski boltinn á Skjá Einum. Sýnt frá leik Crystal Palace og Charlton.  17.25 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Villareal og Real Madrid.  20.50 Evrópumótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Volvo Masters Andalucia mótinu.  21.40 NFL tilþrif á Sýn. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar í ameríska fótboltanum.  22.05 Ameríski fótboltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik San Diego og Denver.  22.15 Helgarsportið á RÚV. Það helsta í íþróttum um helgina.  00.40 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá hnefaleikakeppni í Arkansas. Íþróttabækurnar koma frá Hólum GULLKORN ÚR KNATT- SPYRNUHEIMINUM – Hér eru þau saman komin í eina bók skemmtilegustu mismælin og fleygustu setningarnar sem oltið hafa út úr þjálfurum, leikmönnum og knattspyrnulýsendum í gegnum tíðina. Hvert gullkornið rekur annað. ALLTAF Í BOLTANUM – bók sem fær þig til að grenja úr hlátri. BESTU KNATTSPYRNU- LIÐ EVRÓPU – Stórkostleg bók um bestu knattspyrnuliðin í Evrópu. Rakin er saga þeirra í máli og myndum, hver knattspyrnustjarnan af annarri skýst fram í sviðsljósið og útkoman er mögnuð. BESTU KNATTSPYRNULIÐ EVRÓPU er bók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur framhjá sér fara. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Fylkir fær liðsstyrk: Fá Viktor að láni FÓTBOLTI Eins og við greindum frá í síðustu viku þá er unglingalands- liðsmaðurinn Viktor Bjarki Arn- arsson á leið til Fylkis. Hann vildi ekki leika með Víkingum í 1. deildinni næsta sumar og sagðist vilja spila með liði í Landsbanka- deildinni sem væri í Reykjavík. Fylkir var hans fyrsti kostur og hann fékk ósk sína uppfyllta þegar Fylkir og Víkingur náðu samkomulagi um eins árs láns- samning á föstudag. Fylkismenn vildu upphaflega kaupa Viktor en fengu það ekki í gegn. Víkingar ætla að stoppa stutt í 1. deildinni og fari þeir beint upp aftur fá þeir Viktor á ný til liðs við sig. - hbg Skagamenn á veiðum: Íri til ÍA FÓTBOLTI Það hefur lítið farið fyrir Skagamönnum á leikmannamark- aðnum frá því að tímabilinu lauk. Þeir hafa misst nokkra menn en fengið lítið til baka. Það gæti þó verið að birta til því fljótlega eftir áramót kemur ungur Íri, Alan Delahunty, til reynslu hjá ÍA. Sá drengur er tvítugur miðju- maður, örvfættur og leikur sem stendur með bandarísku háskóla- liði. Þessi strákur þykir nokkuð efnilegur enda hefur hann leikið með yngri landsliðum Íra. Hann var einnig á mála hjá Shamrock Rovers og svo lék hann með ung- lingaliði Bristol Rovers fyrir nokkru. - hbg FARINN Í FYLKI Viktor Bjarki Arnarsson leikur með Fylki næsta sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.