Tíminn - 30.09.1973, Side 3
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
3
Mengun Norðursjávar
— Sannarlega ekki orðin tóm. Baðstrendur Þýzkalands í æ
meiri hættu vegna baktería. Olíuleki vegna borana á borni
Norðursjávar getur komið til með að nema 60 þúsund tonnum
árlega, álítur v-þýzki haffræðingurinn Weichart.
300 tonn af DDT —
30 tonn af kvikasilfri
Milljónir tonna af ýmsum
óhreinindum berast nú á ári
hverju út i Norðursjó, sem orðinn
er eitt mest mengaða haf heims-
ins. Mest kemur mengunin frá
stóriðnvæddu löndunum við
strönd Norðursjávarins. t nýjasta
hefti timarits Visindaakademi-
unnar sænsku um umhverfismál,
Ambio, er m.a. grein eftir vestur-
þýzka haffræðinginn Giinther
Weichart.
í grein Weicharts kemur fram,
að áin Rin ein saman ber árlega
með sér 25.000 tonn af fosfór,
400.000 tonn af köfnunarefni,
80.000 tonn af járni, 1.000 af
krómi, 6.000 tonn af mangan,
2.000 tonn af nikkeli, sama magni
af blýi og um 1.000 tonn af arse-
niki, auk smærra magns annarra
efna.
Skólpræsi iðnaðarlandanna og
frárennsli frá verksmiðjum eru
leidd i stórum stil út i Norðursjó
án nokkurrar einustu hreinsunar.
Enn verra er þó, hve mikið af úr-
gangs- og/eða eiturefnum berst
með stórfljótunum Rin, Elbu,
Wesser og Ems.
Aftur á móti er það fyrst og
fremst fyrir tilverknað skólps
strandbæjanna, sem bað-
smátt og smátt að mengast af
bakterium, er geta verrð alvar-
legir smitberar.
Vegna vatnaskipta við Atlants-
hafið helzt vatn Norðursjávar-
ins, enn sem komið, nokkurn veg-
inn hreint. Vatnsstraumar frá
Ermarsundi og Eystrasalti verða .
hins vegar tæplega til að gera
Norðursjóinn hreinni, þar sem
vatnið af þessum slóðum er orðið
mjög mengað, segir Weichart
Vatn mengað geislavirkum úr-
gangsefnum frá Norður-Frakk-
landi hefur um árabil streymt út i
Ermarsund og þaðan út i Norður-
sjó. Mörg tankskip koma einnig
þessa leið frá oliulöndunum. Seg-
ir Weichart, að árlega missi þessi
skip af ýmsum orsökum milli 50
og 100 þúsund tonn af svartoliu i
Norðursjóinn. Siðustu 10 árin
hafa þýzku baðstrendurnar verið
illa mengaðar af oliu um þriðjung
þess tima samtals, sem þær eru
opnar, segir Weichart.
Arabarnir
slepptu
gíslu
num
NTB-Vin.— Arabarnir, sem
rændu þremur Gyðingum og
einum austurriskum tollverði i
Austurriki áttu á föstudagskvöld
viðræður við austurrisk yfirvöld
og sendiherra ýmissa Araba-
rikja, sem kvaddir höfðu verið á
vettvang. Austurrisk stjórnvöld
neituðu Aröbunum um að fara úr
landi með Gyðingana, eins og þeir
kröfðust.
Bruno Kreisky, forsætisráð-
herra Austurríkis, hélt útvarps-
ávarp, þar sem hann sagði, að hér
eftir yrði lokað þeim búðum i
Austurriki, þar sem dvalizt hafa
sovézkir Gyðingar á leið til
Israel, þvi að þeir myndu ekki
verða óhultir i Austurriki eftir
þessa atburði.
Að svo búnu héldu Arabarnir
með flugvél áleiðis til Miðaustur-
landa eða Libiu.
Ákvörðun Kreiskys, sem
sjálfur er af Gyðingaættum,
hefur valdið óánægju i Israel, og
sendiherra tsraels i Austurriki
hefur verið kallaður heim til
viðræðna.
Fjöldi Gyðinga, sem er á leið
frá Sovétrikjunum til nýrra heim-
kynna i Israel, fer að jafnaði um
Austurriki og kemur þangað með
hinni svonefndu Chopin-hraðlest.
Arabarnir höfðu tekið sér far með
henni og lögðu til atlögu við
austurrisku landamærin.
Gislanir eru sagðir vera tiltölu-
lega vel haldnir.
Hann reiknar og með þvi, að
vinnsla oliu og gass úr botni
Norðursjávar hafi i för með sér
árlegan oliuleka, er árið 1975
nemi allt að 30.000. tonnum og ár-
ið 1980 helmingi meira!
Á tiu stöðum i Norðursjó, sem
allir eru tiltölulega nálægt landi,
er sökkt niður miklu magni af úr-
'gangsefnum, aðallega efnaúr-
gaWgi. 700.000 tonnum af titandi-
oxiði og fleiri efnum steypir
Belgia árlega i hafið, og V-býzka-
land 650.000 af sömu efnum úti
fyrir smáeyjunni Helgoland við
býzkalandsströnd. Frá Englandi
koma 2 milljónir tonna af úr-
gangsefnum frá kolavinnslu, og
með klóökum Lundúna berast 4,5
milljónir tonna af sorpi og drullu
borgarinnar út i ána Thames. 1
þessu eru mörg eiturefni. Út i
Norðursjóinn berast þannig ár-
lega um 10 tonn af hinum mjög
svo hættulega þungmálmi
kadmium frá klóökum Lundúna,
segir Weichart.
Weichart gleymir ekki þeim
efnum, sem berast i lofti og hafna
i Norðursjónum. Telur hann, að
árlega hafni þannig i Norðursjón-
um 3 milljónir tonna af brenni-
steinsdioxiði, 1 milljón tonna al'
köfnunarefni, hvorki meira né
minna en 300 tonn af I)I)T, eitt
þúsund tonn af blýi og 30 tonn af
kvikasilfri.
k’urðar nokkurn á þvi, þótt vis-
indamenn séu uggandi (svo ekki
sé meira sagt) um íramtið lifs i
hafinu.
(lausl. þýtt,—Stp)
RUSSNESKIR
DÓMAR MILDADIR
NTB-Moskv.u. — Sovézku and-
spyrnumennirnir Pjotr Jakir og
Viktor Krasin, sem fyrr i þessum
mánuði voru dæmdir i þriggja
ára langelsi og útlægir gerðir til
Siberiu, hafa nú fengið dóm sinn
mildaðan.
Fangavist Jakirs var minnkuð
um eitt ár og átta mánuði og
refsing Krasins um 13 mánuði.
bað var hæstiréttur rússneska
sovétlýðveldisins, sem mildaði
dórhana.
Samkvæmt rússneskum
heimildum vildu sakborningarnir
ekki fá verjendur og lýstu sig
seka um öll atriði ákærunnar, en
þeir voru ákærðir fyrir
andsovézka starfsemi.