Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 5
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
5
Tímasparnaður
önnum kafinn iðjuhöldur i
Ameriku tók fimm ára dóttur
sina til fyrirmyndar við störf sin
og segist nú spara sér þrjár
klukkustundir á viku. Og i
hverju er svo þessi sparnaður .
fólginn? Jú, hann tók eftir þvi,
að dóttirin, sem hefur ákaflega
gaman af að tala við vinstúlkur
sinar i sima, sagði einfaldlega,
þegar henni fannst samtalið
vera orðið nógu langt: — Nú hef
ég ekki meira að segja, en þú?
Og þessa aðferð segist hinn
störfum hlaðni faðir nota við
viðskiptavini sina með fyrr-
greindum árangri.
*
Sumarleyfisparadís
við Svartahaf
Jalta hefur lengi verið þekktur
staður sem sumarleyfissvæði.
Borgin er á Svartahafsströnd
Krim og þar er um 50 km fögur
strönd, sem liggur i skjóli fyrir
norðlægum vindum undir háum
klettum. Nú hefur verið gerö
mikil áætlun um framkvæmdir
og breytingar á staðnum, og eru
þær mjög aðkallandi, svo að
hinn mikli fjöldi innlendra og
erlendra ferðamanna geti notið
hvildar og hressingar á þessum
fagra stað. Talið er að yfir tvær
milljónir manna eyði árlega fri-
inu sinu á Jalta. t áætluninni er
gert ráð fyrir rúllustigum, lyft-
um og rennibrautum milli
strandarinnar og hinna nýju
gistihúsa, sem verið er að
byggja á grasflötum uppi i i'jalls
hliöunum. Aðal-ibúðarsvæði
Jalta verður byggt hinum meg-
in við fjöllin og samgöngur milli
strandarinnar og ibúðarsvæðis-
ins eftir jarðgöngum, sem eru
næstum 5 km.
Spilamennska
skemmtilegri en
kvennafar
Omar Sharif, kvikmyndaleikari
og kvennagull, er eins og allir
vita, frægur fyrir kvennafar og
spilamennsku, og svo auðvitað
kvikmyndaleik, þótt ekki séu nú
allir á einu máli um hæfileik-
ana. Hann hefur árum saman
leikið bridge af miklum áhuga
og snilld og tekið þátt i
fjölmörgum bridgemótum með
góðum árangri. En fallegt
kvenfólk hefur þó hingað til ver-
ið hans helzta tómstundagam-
an.
Fyrir skömmu lýsti stjarnan
þvi svo yfir i fjölmennu sam-
kvæmi, að núorðið heföi hann
miklu meira gaman af spilunum
en kvenfólkinu.
Trúlega hefur þessi yfirlýsing
vakið harm i brjósti hinna fjöl-
mörgu aðdáenda Sharifs og orð-
ið eiginkonunni til léttis.
★
Saga fyrir
hundavini
Maður nokkur heitir Andrew
Nelson. Hann hefur unnið sem
yfirþjónn eða kjallarameistari
(butler) fyrir fina menn, eins og
t.d. jarlinn af Leicester, sem er
fyrrverandi borgarstjóri i
London, og einnig fyrir leikar-
ann fræga Paul Newman og
fleiri. Þegar Andrew Nelson
fluttist til Englands, þá reyndi
hann að smygla hundinum
sinum, honum Rex, inn i
England —án þess að láta setja
hann i sóttkvi. Eftir brezkum
lögum hefði Rex þurft að vera i
sóttkvi i sex mánuði, og það
gátu Nelson-hjónin ekki hugsað
sér. ,,Hann er eins og barnið
okkar!” sögðu þau. En Rex
varð að fara I sóttkvi og Andrew
Nelson varð að borga 20 ensk
pund i sekt.
*
Oleg Romanishin,
nýr
Evrópumeistari
Oleg Romanishin, sem er tvi-
tugur námsmaður frá Lvuv i
sovétlýðveldinu úkraniu, er nýr
Evrópumeistari i skák i ung-
lingaflokki. Hann nflaði sér
þessa titils i Evrópumeistara-
keppni unglinga i skák, sem
haldin var i Groningen i Niður-
löndum. Fyrir þennan árangur
sæmdi FIDE hann titlinum
alþjóðlegur skákmeistari. Fað-
ir Olegs kenndi honum þessa
fornu Iþrótt, en hann er kennari
vib rafmagnsverkfræði-háskóla
og er mikill skákáhugamaður.
En Oleg sýndi fyrst hæfileika
sina að fullu, þegar Viktor Kart,
sem er reyndur kennari, fór að
segja honum til. Oleg hefur náð
góðum árangri á skóla- og ung-
lingamótum, svo og i margri
borga-, lýðvelda- og iþrótta-
félagskeppni, undankeppnum i
Sovétrikjunum og alþjóðlegum
skákmótum.
☆
Hraðar
en eldingin
Hópur visindamanna i Moskvu
hefur fundið upp aðferð til að
framkalla eldsnögga ljós-
glampa á aðeins 0.0000000000004
sekúndum. Leiftur frá ljós-
myndaflassi eða eldingu verður
langvarandi i samanburði við
þessa glampa. Foton-bergmál-
ið, eins og þeir eru kallaðir, eru
nú notaðir á ýmsum stöðum i
Sovétrikjunum til að sannreyna
mikilvæga eiginleika málma og
annarra efna, einkum þar sem
um er að ræða að komast að
snöggum breytingum i efninu.
&
Galvaskar
til leiks
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd, einskorðar Spegillinn sig
ekki við Soffiu Lóren og
Elisabetu Taylor. Myndin var
tekin, þegár leikarar Þjóðleik-
hússins mættu til leiks i haust að
loknu sumarleyfi.
Þessar þrjár heiðurskonur þarf
vart að kynna, en til vonar og
vara birtum við hér nöfn þeirra.
Þær eru, talið frá vinstri: Nina
Sveinsdóttir, Auður Guömunds-
dóttir og Þóra Friðriksdóttir.
CO
Frd Ítalíu
— landi
þvottavélanna
Þaö er sagt svo að i ttaliu séu
flestar þvottavélar framleiddar
nú til dags, en þetta er vist al-
geng sjón þar ennþá, að konurn-
ar þvoi við svona frumstæð skil-
yrði. Þessi mynd sýnir þvotta-
dag hjá itölskum frúm i smábæ
á Suður-ttaliu.
*
Heimsfræg
sjónvarpsstjarna
Hver man ekki eftir Fleur
Forsyte úr sjónvarpsþáttunum
frægu? Sú sem lék hana heitir
Susan Hampshire og varð
heimsfræg fyrir frábæra túlkun
á Fleur. Að lokinni upptöku
þáttanna, sem voru fjölmargir,
var Susan auðvitað spurð að
þvi, hvernig henni hefði likað.
— Mér fannst þetta ákaflega
skemmtilegt, og við erum eigin-
lega orðin eins og ein fjölskylda
eftir þennan langa tima, sem i
upptöku hefur farið. Og stund-
um finnst mér ég vera Fleur en
ekki Susan, svaraði hún. Það
kemur lika oft fyrir, að
ókunnugt fólk ávarpar mig með
þvi nafni, og yfirleitt kippi ég
mér ekkert upp við það. En
stundum verð ég dálitið þreytt á
Fleur, og ég er hrædd um að það
taki mig langan tima að losa
mig algjörlega við hana, ef mér
tekst það þá nokkurn tima til
fullnustu. Ég er lika hrædd um
að það verði erfitt að fá hlutverk
aftur á næstunni, þvi að fram-
leiðendur og leikstjórar lita lika
á mig sem Fleur, og virðast
halda að ég geti ekki leikið neitt
annað. Og ég held, að það sé
ekki ráðlegt fyrir mig að leika
aftur i svona langloku, að
minnsta kosti ekki næstu árin.
En Susan virðist vera búin aö
skipta um skoðun. Að minnsta
kosti undirritaði hún nýlega
samning við BBC um að leika i
framhaldsþáttum. En þeir eru
nú reyndar ekki nema þrettán.
t þetta skipti á hún að leika
fremur leiðinlega persónu,
eigingjarna og forrika frú.