Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Katagerft JM.J aft Gránufétagsgötu 4. Þar er saumastofa og verzlun á 800 fermetra góli fleti. Grein og myndir.Jónas Guðmundsson: Jón M. Jónsson hf. Akureyri — Nafn í fataiðnaði Jón M. Jónsson forstjóri á Akureyri. Jón nam ungur klæftskeraiftn, bæfti hér á landi og i Svfþjóft, og hefur siftan árift 1950 veitt forstöftu iftnfyrirtækjum og verziun. Jón er einn þeirra, setn byrjuðu meft tvær hendurtómar á kreppuárunum, en hefur hafizt af sjálfum sér og unnift hörftum hönduin. Hann er í hópi þeirra klæðskerameistara, er snúift hafa frá handverki i vélvæddan. hraftvirkan fataiftnaft, og fram- leiösia hans er seld um allt land. JMJ föt um allt land — og miðin, segir Jón M. Jónsson klæð- skerameistari ó Akureyri. Stofnandi JAAJ fyrirtækjanna EIN þeirra iðngreina, sem farizt hefur I iðnbyitingu nútfmans er klæftskeraiftn, efta hefur breytzt svo mikiö,aft hún þekkist naumast fyrir hina sömu. Fyrr á árum var einvörðungu saumað eftir máli og þá voru klæftskeraverkstæfti mörg og fólkið sat flötum beinum uppi á borði og gerfti I höndum diplomata og Citydress, ellegar 20 únsu spariföt af lystilegri kúnst. Afköst duglegrar stúlku voru tveir jakkar á viku enda allt handavinna, því á verkstæftinu var aðeins ein saumavél: eins- saumsvél fyrir beinan saum. Föt ekki lengur saumuð fyrir útvalda — Vinnustaöurinn var oft dimmur, þar lyktaði af blautri ull, tvinnakeflum og heitum strauboltum og fólkið sat flötum beinum undir ljósi og skrafaði saman, eins og á langri vöku. Við- skiptavinir voru einkum embættismenn, kaupmenn, fjáðir bændur og eignamenn. Alþýða manna gekk í vaðmáls fötum, sem saumuð voru heima, — og bak við þetta allt var klæðskera- meistarinn, sem tók mál og sneið efnið eftir einni kúnst og sjaldan mistókst að láta fötin falla glæsilega að likama viðskiptavinarins og fötin gátu enzt i áraraðir. En nú hefur allt breytzt. Hraðvirkar vélar buna út einni flikinni eftir aðra og ekki tekur þvi að sniða minna en þús- und buxur i einu og flikin gengur frá einni stúlku til annarrar — úr einni hraðvél i aðra og áður en varir eru þúsund flikur tilbúnar til sendingar um allt land, þvi að þetta er iðnbylting, sem bindur sig ekki við embættismenn eða stóreignamenn. Allir menn i landinu skulu bera þau klæði, er til framleiðslu eru tekin. Klæðskeraiðn að hverfa — tæknimenn taka við fataiðnaði Nú læra menn naumast klæð- skeraiðn. Klæðageröin er komin i hendur á „teknikerum” og hefur færzt inn i tækniskóla. Hér á landi hafa málin þróazt svipað og annars staðar i heimin- um. Klæðskeraverkstæði, sem sauma eftir máli, hafa lokað eitt af öðru og nú má telja þá á fingr- um annarrar handar, sem sauma I gamla stilnum. Hinir hafa snúið sér að verksmiðjuiðnaði. Ein þekktasta klæðagerð i karl- mannafatnaði er Jón M Jónsson hf Akureyri, sem rekur hrað- saumastofu og fatagerð JMJ og Timinn kynnir lesendum sinum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.