Tíminn - 30.09.1973, Síða 12

Tíminn - 30.09.1973, Síða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg „Augun voru blóðhlaupin og slefan lak úr munnvikjunum" Adolf Hitler — þannig leit hann út ámektardögum sinum. — Þjóðin og varnarkrafturinn hafa fórnað öllu i þessari löngu og hörðu baráttu. Það hefur verið mikil fórn. En margir hafa mis- notað traust mitt. Svik og ótryggð hafa gegnum allt stríðið, grafið undan varnarmættinum. Þess vegna hefur mér ekki auðnazt að leiða þjóð mina fram til sigurs. Fest segir i lok bókarinnar: — Hitler eyðilagði ekki aðeins Þýzkaland, hann batt einnig endi á tilveru hinnar gömlu Evrópu, með þjóðerniskennd sinni, deil- um, erfðaóvild og hræsni, glæsi- leika sinum og mikilfengleika. Bók Joachims Fest er söguleg heimild, sem á það fyllilega skilið að verða lesin af sem flestum. SB bók um Hitler eftir Joachim Fest ,,Það var hörmulegt að sjá hið likamlega ástand, sem hann var i. Þungum skrefum dróst hann úr herbergi sinu fram i fundarher- bergið i neðanjarðarhýsinu. Það var eins og hann fleygði efri hluta likamans fram og drægi fæturjna á eftir sér. Hann hafði tapað jafn- vægistilfinningunni, og ef einhver stöðvaði hann á þessari vega- lengd, sem ekki var nema 20-30 metrar, varð hann að setjast nið- ur til að detta ekki. Augun voru blóðhlaupin og þó aö öll þau skjöl, sem hann þurfti aö lesa, væru skrifuð með óvenju- stóru letri, gat hann aðeins lesið þau með sérstökum gleraugum. Slefan rann iðulega úr munn- vikjunum” Þessi óhugnanlega lýsing á manni, sem horfist i augu við endalokin, er úr ævisögu eftir Joachim C. Fest, „Hitler”, sem nýlega er komin út. Segir þar frá siðustu ævidögum Hitlers I neðanjarðarhýsinu, átta metrum undir rikiskansellii hans i Berlín. Bók þessi er áhrifamikil lesn- ing. Hinn eitt sinn svo mikli for- ingi, stjórnandi milljóna manna og sigurvegari I hverri orrustunni af annarri, var nú kominn á leið- arenda, öðruvisi þó, en hann hafði búizt við. öll vitni frá þessum vikum vor- ið 1945 eru sammála i lýsingum sinum á Hitler, sérstaklega veittu þau athygli hversu lotinn hann var orðinn, hve andlitið var grá- bleikt og röddin lág. Augun, sem eitt sinn höfðu haft næstum dá- leiðandi afl, voru nú þokukennd af þreytu. Sifellt bar meira á þvi, að maðurinn var búinn að missa vald á sjálfum sér. Það var eins og pressan af margra ára erfiði, krefðist nú loks þess, að eitthvað léti undan. Föt hans voru oft útöt- uð I matarsulli, og þegar hann hélt á gleraugum sínum á fund- um, glömruðu þau við borðplöt- una. Það var aðeins viljinn, sem hélt honum uppi, og skjálftinn angraði hann sérstaklega, vegna þess að að hans dómi sæmdi ekki manni með járnvilja að geta ekki hætt að nötra, ef hann vildi það. Bók Joachims Fest er mikið verk, og þessi ævisaga Hitlers er án efa greinarbezta lýsing til þessa, bæði á persónugervingi nazismans og foringjanum sjálf- um. Fest lætur að þvi liggja, að hvergi i mannkynssögunni finnist maður á borð við Hitler. Enginn hefur stofnað til jafnmikilla fagnaðarláta, móðursýki og til- hlökkunar til framtiðarinnar og hann, og enginn hefur heldur nokkru sinni vakið slfkt hatur. Enginn hefur heldur á svo fáum árum né I svipuðum mæli flýtt fyrir þróun heimsmálanna, breytt ástandinu, og enginn hefur heldur skilið eftir sig jafnmargar rústir. Það var ekki fyrr en sam stéypa nær allra stórvelda heims- ins tók til, að hann var yfirbugað- ur. „Drepinn eins og óður hund- ur”, svo notuð séu orð yfirmanns i þýzku andspyrnuhreyfingunni. Hinn sérstæði mikilleiki Hitlers fólst einkum i hinni ýktu skrpgerð hans, segir Fest. Skapið var þannig, að það sprengdi alla kunna mælikvarða. Þegar eitt- hvað var að, þá greinlega gaus Hitler, og alveg fram til endalok- anna lét hann járnvilja sinn stjórna, þvi að likaminn var orð- inn ónýtur. 1 mörgum ræðum talaði Hitler um það með bljúgum undirtóni, að hann hefði byrjað með ekkert, ekkert nafn, enga peninga, engin blöð, alls ekkert. Hann lagði áherzlu á að hann hefði unnið sig algjörlega upp af sjálfsdáðum, orðið æðsti maður Þýzkalands og siöar hluta heimsins. „Þetta hef- ur gengið kraftaverki næst,” sagði hann oft sjálfur. Hvað sem annars má segja um þetta, var ævi Hitlers stórfengleg. Fest fylgir i bókinni einræðis- herranum i smáatriðum, bókstaf- lega frá vöggu til grafar, gegnum barnæsku hans, æskuár i fátækt, þar til hann um siðir stóð við markið og var leiðtogi þýzka rikisins. Að lokum striðsárin sex, þar til hringurinn lokaðist og Hitl- er endaði ævi sina utan við neðan- jarðarhýsið i Berlin. Allra siðasta boðskap Hitlers, sem hann skrifaði 29. april 1945, lauk með þessum orðum: Allir vita, að sumir virðast yngri en þeir eru, Æskan virðist hafa tekið ástfóstri við þá, og þeir njóta þess í virðingu og vinsældum. En hefurðu tekið eftir því, hvernig þeir klæðast, þessir lukkunnar pamfílar? Föt eftir nýjustu tízku, sem fara vel - gefa persónu þinni ferskan blæ, svo að þú virðist ekki ári eldri en þú ert, jafnvel yngri. Reyndu sjálfur. Sýndu heiminum þínar - yngstu hliðar. Fáðu þér ný Kóróna föt, og sjáðu hvernig brosunum til þín fjölgar,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.