Tíminn - 30.09.1973, Side 17

Tíminn - 30.09.1973, Side 17
Sunnudagur 30. september 1973 TÍMINN 17 fórnalaust, sérstaklega þegar litill, ófyrirleitinn sérhags- munahópur eins og brezka tog- arasambandið ræður stefnu heillar rikisstjórnar, eins og staðreyndir sýna i landhelgis- deilunni við Breta. 3. Stjórnmálasambandið hefur fram að þessu ekki verið Bret- um fjötur um fót í ofbeldisað- gerðum þeirra gagnvart íslendingum. Þvert á móti hefur það verið þeim hvatning til frekari óhæfuverka, að svo hefur virzt, sem íslendingar þyrðu ekki að slita stjórnmála- sambandinu, þeir gætu gert hvað sem væri án verðugs and- svars. Það er alvarlegt mál þegar NATO smárikið Island verður að slita stjórnmálasam- bandi við eitt af stærstu NATO rfkjunum vegna hernaðarof- beldis. Þetta er aðgerð, sem eftir verður tekið i tiltölulega áhugalausum heimi um land- helgismál tslendinga. Það er stóráfall fyrir Breta að geta ekki haldið eðlilegu stjórn- málasambandi við öll NATO rikin. Málið kemst á það stig, að NATO neyðist til að láta málið til sin taka. 4. Ef meta á, hvorum aðilanum millirikjaviðskipti tslands og Bretlands séu hagstæðari, er dæmið einfalt: tslendingar kaupa um 33% meira af Bret- um á ári auk ýmissa óbeinna tekna, sem eru Bretum mun hagstæðari greiðslulega en tslendingum, tryggingar og bankar. Ef meta á, hvort al- menningur á tslandi skaðast meira eða minna en brezkur, ef til viðskiptaslita kæmi, er svariðósköpeinfalt: þau skipta ekki það verulegu máli, að þau hafi áhrif á lifsafkomu almenn- ings, viðskiptin beinast einfald- lega annað. 5. Það er fáranlegt að túlka slit á stjórnmálasambandi við Bret- land nú sem viðskiptalegar refsiaðgerðir gagnvart Bret- um.Stjórnmálasamband'ssli'tnú gefur EBE þjóðum tilefni til endurskoðunar á afstöðu sinni til samninganna við tsland, þvi Bretar eru búnir að gera þá aðila að deilu, sem þeim kemur ekkert við og vilja raunveru- lega ekkert hafa með að gera. 6. Stjórnmálaslit við Bretland nú eru ekki af tilfinningalegum toga sprottin, heldur er hér um hefðbundna aðgerð að ræða við þær aðstæður, er nú eru á Islandsmiðum. Sannarleg mun það færa Bretum heim sanninn um að tslendingar lita þessi mál alvarlegum augum, ef það hefur ekki áður verið skilið. Þar af leiðandi eru stjórnmála- slitin nú eingöngu eðlileg af- leiðing af ástandinu. 7. Furðuleg er sú staðhæfing stjórnarmanna verzlunarráðs- ins, að það séu reiðitilfinning- ar, sem ráði nú gerðum rikis- stjórnarinnar i sambandi við stjórnmálaslitin. Stjórnmála- slitin eru kröftugustu mótmæli, sem islenzk þjóð á til að mót- mæla þeim tilburðum hernað- artækja brezku stjórnarinnar, sem geta kostað tugi land- helgisgæzlumanna lifið dag hvern. Ef það þjónar ekkihags munum Islenzks almennings að hafa þessi mótmæli uppi, þá hvað? 8. Það eru staðlausir stafir að halda þvi fram, að allt sam- band rofni við vini okkar i Bret- landi, þótt stjórnmálasamband inu verði slitið. Þótt beint sam- band við Bretland rofnaði, get- um við haft samband við hvern þann aðila i Bretlandi, sem við viljum, gegnum öll nágranna- löndin. önnur atriði skýrð i 4. lið. 9. Þáttur Bretlands i utanrikis- viðskiptum fslending er orðinn svo lítill, að hann gefur Bretum ékki aðstöðu til að valda okkur „stórfelldu tjóni”, hér er um algjörar ýkjur að ræða með áróðurslegu yfirbragði. 10. Þær rekstrarvörur sjávarút- vegs og iðnaðar, sem koma nú frá Bretlandi er vandalaust fyrir islenzka verzlunarstétt að útvega frá öðrum löndum. 11. Kunnátta og reynsla verzlun- arstéttarinnar mun leysa þann vanda að útvega varastykki i brezkar vélar og bila frá* aðil- um utan Bretlands. 12. Núverandi flugumferð til Bretlands með Islendinga flyzt til annarra staða. Flugbrottfall með brezka ferðamenn er ekki svo alvarlegt þvi ferðamanna- straumurinn til Islands á sumr- in hefur að miklu takmarkazt af þvi, hvað hægt hefur verið að hýsa af fólki á hótelum yfir sumartimann, svo búast má við, að aðrir fylli I skarðið að mestu leyti, ef miða má við reynslu undanfarinna ára. 13. Bretar hafa ekki sér-eða einkaaðstöðu um menntun á neinu sviði, sem Islendingar þurfa að sækja til annarra þjóða. 14. 1 neyðartilfelli getur islenzka rikið tekið að sér allar endur- tryggingar. 15. Bretar eru ekki i dag þekktir af þvi að skara fram úr á lækn- ingasviðinu. Það er viðurkennd staðreynd, að Bandarikjamenn eru langfremstir á sviði lækna- visinda. Sviar, Þjóðverjar, Frakkar og Svisslendingar eru ■ ekki eftirbátar Breta á lækna- sviðinu. 16. Bretar hafa enga aðstöðu til að koma i veg fyrir að Islendingar geti ekki fengið eðlilega af- greiðslu á aðalpeningamörkuð- um heimsins i New York, Frankfurt, Zilrich, Paris eða Tokyo. London er aðeins einn af hinum alþjóðlegu peninga- mörkuðum, og samkeppni á þessum mörkuðum er mikil. Hinir markaðirnir myndu fagna viðskiptum við Islendinga, enda eðlilegt að Is- lendingar snúi sér frá London. 17. Það er gott og blessað að auka tengslin við brezkan almenning til aukningar á skýringum á málstað Islendinga i land- helgisdeilunni. En það er þvi miður við þá þjóð að eiga, þrátt fyrir allt tal um lýðræði og mál og fundafrelsi, að undirritaður var beðinn að koma til Eng- lands til að flytja úpplýsinga- ræður um landhelgismálið og skiptast á skoðunum við þarlenda, en það fengust þvi miður engir fundarsalir til að halda fundina i. Það er erfitt að auka þekkingu þjóðar á mál- stað, sem ekki er leyfð umræða um. Slík er einangrunarstefnan iBretlandi, i fullu samræmi við afstöðu Morgunblaðsins, sem hefur lokað fyrir frjálsar um- ræður um landhelgismálið á siðum sinum. 18. Allir Islendingar eru sann- færðir um,að sigur vinnst ideil- unni um 50 milurnar. En hvort þessi ályktun Verzlunarráðsins ‘er lóð á þeirri metaskál er meira vafamál. En eins og seg- ir I upphafi greinarinnar, talar stjórn Verzlunarráðsins hér ekki fyrir munn verzlunarstétt- arinnar vegna formgalla i málsmeðferð, enda hefur verzlunarstéttin megnustu skömm á ályktun stjórnar- manna Verzlunarráðsins. 19. Lokist fyrir viss viðskipta- sambönd i Bretlandi, verður það þáttur verzlunarstéttarinn- ar og framlag hennar til land- helgisdeilunnar að ná i ný og hagstæðari viðskiptasambönd i staðinn. Þeir Islenzkir sjómenn, sem dag hvern eru nú I alvarlegri lifshættu i verndar- aðgerðum á fiskimiðum lands- ins, eiga heimtingu á öllum þeim tækjum og öllum þeim að- gerðum, pólitiskum eða efna- hagslegum, sem geta styrkt þá i þessu starfi. Þjóðin stendur einhuga að baki þeim. Islenzk verzlunarstétt mun leysa þau vandamál, sem andstæðingar okkar kunna að valda okkur á viðskiptasviðinu. r Tíminn er peningar | Auglýsitf í Timanum Skömmu eftir að 1 Siggi kemur með 1 sýnin, sem sanna J að lind 14 er eitruð . fara Svalur og Ij Halli þangað út Jj I með virnet til aðl ( girða lindina af.I 1 SVALUR eftir Lyman Young Heldurðu að , Þau dýrin skiiji, að\ grandalausu vatnið er slæmt? villast á þvi. En við verðum að halda^ Ljóna írá vatninu. r Heldurðu. að. jNei, það eru eitthvað hafi verið. senniiega sett i vatnið tii að) bara málm I spilla þvi' 'söltin i iarð I // 7 veginum. Ei’ svo er, verður r Nei, en girðl það kannski 1 ingin verður aldrei gott aftur.íað duga fvrst j um sinn til að’V'| jarga dýrunum. | Við höfum nógan vir til' að loka henni. Þarna erlindin. Hún litur meinlevsisle út.i — ... Þetta finnst þeim ekki 'íallega gert. Heppni, að hér skulu vera/, rHeldurðu að? Ljóni hafi ekki\ séðþau? ’ %

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.