Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
23
Á ritstjórnarskrifstof-
ur Timans koma oft
gestir viða að úr heimin-
um. Þó er sjaldgæft að
þeir séu eins langt að
reknir og Pedro Lopez
Diaz, sem leit inn til
okkar hér á dögunum,
þvi að hann var hingað
kominn alla leið frá
Mexikó.
Pedro Lopez Diaz er einn af rit-
stjórum mexikanska stórblaðsins
E1 Heraldo, sem út kemur i
300.000 eintökum daglega. E1
Heraldo er óháð blaö, en styður
rikisstjórnina.
Diaz ritar einkum um
Styrkur fólksins er
mikill, þegar á reynir
suður-amerisk stjórnmál i blaðið,
enda tekur hann virkan þátt i
stjórnmálum og er varaþingmað-
ur i öldungadeild þingsins. Við
báðum hann þess vegna að segja
okkur Jitillega frá flokkaskipan
og stjó'rnmálaástandi i Mexikó.
— 1 Mexikó eru fjórir flokkar.
Stærstur er stjórnarflokkurinn,
sem nefnist á okkar tungu
Partido Revolucionario Insti-
tucional. Þá kemuri hægri
flokkurinn Partido Accion
Nacional. Þriðji stærsti flokkur-
inn er Partido Popular Socialista,
sem er vinstri flokkur eins og
ráða má af nafninu, en minnstur
er miðflokkurinn Partido Auten-
dico Revolucion Mexicana.
Flokkur minn PRI, er vinstri
sinnaður flokkur, en við viljum
ráða fram úr þeim vandamálum,
sem við er að etja á okkar eigin
hátt, en ekki taka okkur önnur
lönd til beinnar fyrirmyndar og
gildir þá einu, hvort um Sovétrik-
in eða Kúbu eða eitthvert annað
land er að ræða. Höfuðvandamál
okkar i Mexikó eins og viðar i Ró-
mönsku Ameriku eru bandarisku
auðhringarnir. Þeir eiga mikil
itök i mexikönsku efnahagslifi, og
má nefna til dæmis atvinnugrein-
ar eins og matvælaframleiðslu,
fata- og lyfjaiðnað, og er þá að-
eins fátt eitt nefnt. Við reynum
hins vegar eftir megni að losa
okkur við auðhringana, enda er
það skilyrði þess, að við getum
talizt óháðir. Reyndar má segja,
að við Mexikanar höfum alla tið
átt i erfiðleikum með nágranna
okkar i norðri og má i þvi sam-
bandi minna á, að Texas, Nýja
Mexikó og Kalifornia, sem nú eru
bandarisk, voru eitt sinn eign
Mexikó.
— Þú hefur farið viöa um Suð-
ur-Ameriku á vegum E1 Heraldo
og átt tal við marga af forystu-
mönnum álfunnar, og þá meöal
annarra Salvador Allende, for-
Rætt við Pedro Lopez Diaz f rá Mexíkó
seta Chile, sem nú liggur nár,
fórnarlamb afturhaldssinnaðra
herforingja. Hvert er þitt álit á
ástandinu i Chile?
— Já, ég hitti Allende að máli i
april siðastliðnum. Hann virtist
þá vera mjög sigurviss og taldi
stjórnina sterka og eiga stuðning
fólksins. Ég held hins vegar að
hann hafi ofmetið styrk sinn.
Arið 1910 myrti herinn i Mexikó
Madeo þáverandi forseta lands-
ins. Það hafði þær afleiðingar, að
fólkið snerist öndvert gegn her-
foringjunum, og næsta áratuginn
á eftir geysaði blóðug innanlands-
styrjöld i landinu, og ein milljón
manns lét lifið. Kannski gerist
eitthvað svipað i Chile, þótt von-
andi sé að ekki þurfi að draga til
svo hörmulegra tiðinda. En vist
er að menn skulu ekki vanmeta
styrk fólksins, þegar á reynir.
— Þú hefur átt tal við Campora,
fyrrum Argentinuforseta?
— Já. 1 þessari ferð minni i
april hitti ég auk Allendes, þá
Alvarado i Perú.Hugo Banzer, for-
seta Bóliviu og svo Campora. Mér
er það minnisstætt, að Campora,
forsetinn sjálfur, sagði við mig,
að hann væri aðeins óbreyttur
hermaöur, en Peron væri herí'or-
inginn! Það var út af fyrir sig al-
um, sem eru okkur einna efst i
huga hér norður i höfum?
— Það er skemmst af þvi að
segja, að Mexikó styður aukinn
rétt strandrikja, og sjálfir ætlum
við að færa út okkar landhelgi,
þótt það leiði ef til vill til ágrein-
ings við Bandarikin.
— Hvert var erindi þitt hingað
til tslands?
— Ég ællaði mér eiginlega að
fara til Grænlands, en uppgötv-
aði, þegar hingaö var komið, að
ferðir þangað voru öllu stopulli en
ég hafði ætlað, svo að likast til
verður ekkert úr Grænlandsíör-
inni. Hins vegar hef ég notað tim-
ann hér til þess að skrifa greina-
flokk um lsland. Ég hef m.a. átt
viðtal við Kristján Eldján forseta,
og svo hef ég farið til Vestmanna-
eyja. Vestmannaeyjagosið vakti
mikla athygli i Mexikó. Og auð-
vitaðmá ekki gleyma landhelgis-
deilunni. Siðan mun ég skrifa
greinar almenns eölis um tsland
og ástand mála hér eins og það
kemur mér fyrir sjónir.
HHJ
Astandiö i landinu var mjög bág-
borið, matvæli litil sem engin og
annað eftir þvi. Hitt er svo annað
mál, að annarlegar orsakir réðu
þessu, en þetta ástand bauð hætt-
unni heim, þótt almenningur i
Chilesé vinstri sinnaður. Fall All-
ende er hræðilegt áfall, en við
skulum vera minnug þess, sem
gerðist á Kúbu. Þar brauzt þjóöin
til valda, þótt við ramman reip
væri að draga, þar sem herinn
var. Stefna Allendes á sér mál-
svara viða i Suður-Ameriku m .a. i
Perú, Argentinu og Mexikó. Þótt
illa horfi nú, er ekki að vita hvað
kann að gerast.
Saga Suður-Ameriku er blóði
drifin eins og ótal dæmi sanna.
veg rétt, þvi að það var Peron
sem réö.
— Hvað geturðu sagt okkur af
landhelgismálum i Mexikó, svo
að við vikjum nú að þeim málefn-
►
Skólinn er strangur.
En vel valið nesti er mikill styrkur í baráttunni
Ostar og smjör innihalda fjörefn:, steinefni og
eggjahvítuefni í ríkum mæli. Efni, sem efla
eðlilega starfsemi taugakerfisins (ekki veitir af
í nær daglegum prófum) og styrkja sjón-
ina, sem mikið mæðir á.
Veljið nesti, sem ekki aðeins mettar I fT'TI
magann, heldur örvar einnig \ Vl,J .
hæfileikana.
4