Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 24

Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 24
24 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Hans Fallada: Hvaðnú,i ingi maður? 92 . r Þýðing Magnúsar Asgeirssonar stööugt: „Krymna er fyrir utan. A ég að fara með honum?” „Nei! nei” hvislar Pússer æst. „Það er útkljáð mál. Ég geri mér ekki að góðu, að þú fáist við þess háttar. Við getum lifað án þess að stela”. Nú er barið, og röddin i Krymna heyrist, lágmælt og kumpánleg: „Pinneberg, komdu, við erum að fara”. Pinneberg er stokkinn fram úr rúminu. „Ég var nú hálfpartinn, búinn að lofa honum að koma með þeim”, segir hann og er á báðum áttum”. Pússer svarar engu oröi. „Pinneberg! Heyrirðu ekki, svefnpurkan þin?” Krymna er að verða óþolinmóður. Pinneberg þreifar sig fram til dyranna og sér hinn stóra skrokk bera svartan við rúðuna. „Nú, loksins!” rymur Krymna fyrir utan. „Heyrðu, Krymna! Svo ég segi þér nú eins og er, var ég að tala um þetta við konuna mina og hún vill ekki — ”. „Þú vilt það þá ekki!”. „Þú skilur það, Krymna, að ég vildi þaö gjarnan sjálfur, en konan min — ”. „Sittu þá heima!” kallar Krymna. „Við hinir björgum okkar án þin”. Pinneberg stendur um stund kyrr við kyrnar og sér hatta fyrir Krymna, stórum og þreknum, unz han hverfur i myrkrið. Nú marrar aftur i garðshliðinu. Hann er farinn. Pinneberg starir samt enn út i myrkrið og stynur þungan nokkrum sinnum. Honum er kalt, en þá fyrst þegarhann heyrir að Dengsi er vakandi snýr hann sér við og læðist inn aftur. Dengsi þarf að f>á pottinn og Dengsi vill fá brúðuna sina, þegar hann er kominn niður i rúmið aftur. „Búa min!” hvislar hann i syngjandigælurómi: „Búamin!” Pinneberg tritlar um á tánum i stuttu skyrtunni sinni og fullnægir ýmsum smáóskum sonar sins. Hann nostrar við drenginn, ekki eins og hann væri mamma hans, heldur lika með þeirri alúðlegu lagsmennsku, sem tengir saman alla karlmenn. Pússer sefur vært, og nú sofnar Dengsi lika. Pinnéberg skriður varlega upp I rúmið. Hann er orðinn kaldur i gegn, en gætir þess þó vandlega, að snerta ekki við konu sinni. Ef hún yrði þess vör, að honum er kalt, myndi hún strax vefja hann i faðm sér til að hlýja honum og þá væri útséð um svefninn hennar. Þarna liggur hann nú með nötr- andi tennur og getur ekki sofnað. Það borgar sig ekki heldur héðan af. Þau verða bráðum að fara á fætur. Hann er fullur af áhyggjum. Fyrst og fremst kvelur það hann, að nú hefir hann kannski gert Krymna að óvini sfnum. Ef Krymna vill, getur hann vel spillt fyrir Pinnebergsf jölskyldunni hjá hinum hérna i garðahverfinu „Framtiðarvonir” — og i öðru lagi spyr hann sjálfan sig, hvar hann eigi nú að fá eldivið. Ef hann hefði farið i leiðangur með hinum eftir eldivið, þá hefðu þau vel getað sparað kolatöflurnar. Og i þriðja lagi á hann að fara inn I borgina i dag til að sækja kreppu- styrk og þaðan til meistara Putt- breese, sem ennþá á sex mörk eftir af húsaleiguni. Ekkert gremst Pinneberg meira en að þurfa að láta peninga af höndum við Puttbreese. Hann drekkur þá bara undir eins upp. Þá er það annað mál með Heilbutt. Hann á eiginlega að fá afborgun i dag. Ef Pinneberg lætur hann hafa tiu mörk, þá er heldur ekkert eftir af kreppustyrknum. Pinneberg hugsar með sér: Það má guð vita, hvar viö eigum að fá mat og eldsneyti næstu viku! Og guð veit það auðvitað ekki heldur • Svona liður timinn hjá þeim, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð og það eru engar horfur á því að nokkurn tima verði breyt- ing til batnaðar. Það er ömur- legast af þvi öllu saman. Loksins sofnar Pinneberg allt i einu. Hann vaknar og er þá orðinn hlýr og notalegur og langar til að sofa lengur. En klukkan er sjö. Vekjaraklukkan hringir. Pússer sefur eins og steinn. Og Pinne- berg lætur hana sofa. Hann kveikir á litla oliulamp- anum með bláa hjálminum og er þegar önnum kafinn, bæði við það, að kveikja upp i ofninum og búa til morgunmatinn og sjá um að Dengsi fari ekki að veröa órólegur og ónáða móður sina. En það er auðvelt að verða við kröfum Dengsa að þessu sinni. „Ka-ka!” hvislar hann. Það táknar að hann vilji fá uppáhalds- leikfangið sitt, sem er vindlinga- hulstur, fullt af gömlum spilum, i rúmið til sin.‘ Pinneberg fær honum spilin og hvislar i áminn- ingarrómi: „Nú verður þú að vera stilltur, drengur minn. Mamma sefur og pabbi kemur strax aftur!”. Pinneberg hleypur út að vatns- dælunni i garðinum, þvær sér og fyllir kaffiketilinn af vatni. Hann sker brauð og smyr það með smjörliki. Pússer sefur áfram i næði. Hann breiðir vaxdúkspjötlu á borðið og setur bolla á þaö. Hann hellir kaffi á könnuna og gætir þess, að eldurinn deyi ekki I litla ofninum, sem er eins og trumba i laginu. Pússer sefur og sefur. • Skyldi Pinneberg vera alveg búinn að gleyma myndinni, sem þau sáu einu sinni með Jach- mann? Þar var þetta nefnilega alveg eins. Konan lá i rúminu og maðurinn sá um innanhús- verkin! En samt er það nú ekki eins. Þvi að Pússer er sannarlega engin löt stássrófa! Hún verður að þræla allan daginn. Þess vegna er hún þreytt og þarf að njóta þess svefns, sem hún getur fengið. Það er Pússer, sem er orðin forsjón fjölskyldunnar! Það er engin liking með henni og þess- ari ljósrauðu, peningafiknu kvik- myndadömu, með hina frammjóu áfjáðu hofróðufingur. Þegar Pinneberg hefir nærri lokið við að klæða Dengsa, segir hann i hálfum hljóðum: „Pússer, nú verður þú vist að fara að klæða þig”. „Já”, segir hún og er strax glaðvöknuð, og meðan hún klæðir sig i skyndi, spyr hún: „Hvernig i fór þetta með Krymna?” „Hannvarð auðvitað önugur!”. „Jæja, látum hann bara vera það!-----Ég aftek alveg, að þú takir þátt I þess háttar- Pinneberg reynir að klóra i bakkann. „í raun og veru er þetta nú enginn áhætta. Þeir eru sex eða átta saman, þegar þeir fara yfir i skógarteiginn, og þó að ein- hver lögregluþjónninn kynni að koma auga á þa,' myndi hann lik- lega kinokasérvið þvi að leggja i þá svo marga i einu. „Alveg sama!segir Pússer. „Enn erum við ekki svo langt leidd, að við þurfum að stela eldi- , við”. „En hvaðan eigum við að fá peningana fyrir honum?” spyr Pinneberg. „I dag verð ég hjá Kramers- fólkinu að staga og bæta. Þar fæ ég þrjú mörk fyrir utan matinn. Á morgun fæ ég kannske vinnu allan daginn við að staga og bæta hjá Rechlin. Það verða lika þrjú mörk og fæði. Næstu viku hefi ég verið pöntuð þrjá daga aftur. Það litur út fyrir að ég ætli að geta fengið nóg að gera hérna út frá”. „En þetta er allt of mikið útslit fyrir þig”, segir Pinneberg. „Og svo þessi smánarborgun! Þrjú mörk fyrir niu tima vinnu!”. „En ég fæ allt af vel að borða. f Þegar ég tek kvöldmatinn heim með mér er hann nógur handa I okkur báðum”. | „Þú átt að borða þinn mat sjálf”, segir Pinneberg og reynir að gera sig mjög svo einbeittaní j rómnum. „Ég sé vel hvað þú ert orðin föl og tekin”. Nú er orðið albjart. Sólin er komin upp. Þau geta slökkt á 1 lampanum. Dengsi situr á hnjám y föður sins. Hann drekkur mjólk- i 1514 Lárétt 1) Skaðleg,- 6) Eyja,- 10) Sama.- 11) Tónn,- 12) Kaupstaður.- 15) Vendir,- Láyétt 2) Kalla.- 3) Skrökva,- 4) Tindar.- 5) Vopn,- 7) Vindur.- 8) Spil.- 9) Eins,-13) S fuldur,- 14) Neitun,- Ráðning á gátu No. 1513 Lárétt 1) Rugla,- 6) England.- 10) YY,- 11) ÓÆ,- 12) Starfið,- 15) Gráta,- Lóðrétt 2) Ung,- 3) Lóa.- 4) Leysa.- 5) Ódæði.- 7) Nyt,- 8) Lár,- 9) Nói.- 13) Aur,- 14) Fát. liit Hs IHi i Sunnudagur 30. september 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Þýzkir listamenn flytja veiði- mannalög og skógarsöngva. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Frá Bach- tónlistarkeppninni i Leipzig i fyrrasumar. 1: Vladimir ívanoff verðlaunahafi fiðlu- keppninnar leikur Fiðlukon- sert i a-moll eftir Bach. 2: Lionel Party verðlaunahafi sembalkeppninnar leikur Enska svitu i e-moll eftir Bach. 3: Gyöngyver Szil- vassy leikur Krómatiska fantasiu og fúgu eftir Bach — Soffia Guðmundsdóttir kynnir. b. Pianókonsert nr. 4 i G-dúr op. 58 eftir Beet- hoven. Wilhelm Kempff og Filharmóniusveit Berlinar leika, Ferdinand Leitner stj. 11.00. Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Mér datt það i hug. Gisli J. Ástþórsson spjallar við hlustendur. 13.35 islenzk einsöngslög. Þor- steinn Hannesson syngur. Fritz Weisshappel leikur á pianó. 14.00 A listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið I Vin i júni s.l. Sinfóniuhljómsveit Vinar- borgar og Alfred Brendel leika, Carlo Maria Giulini stjórnar. a. „Litið næturljóð” (K525) eftir Mozart. b. Píanókonsert I C- dúr (K503) eftir Mozart. c. „Gæsamamma”, svita eftir Ravel. 16.10 Þjóðlagaþáttur i umsjá Kristinar ólafsdóttur. 16.15- Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. a. „Ég skai samt iæra að synda” Nokkrar frásagnir af Lalla i Botni. Flytjendur með stjórnanda: Halldór Ingi Haraldsson (9 ára) og Hjalti Aðalsteinn Júliusson (14 ára). b. Barnavlsur Sigriður Hannesdóttir syng- ur visur eftir Böðvar Guð- laugsson og Steinunni Sigurðardóttur frá Hvoli. Undirleik annast Magnús Pétursson. c. Útvarpssaga barnanna: „Knattspyrnu- drengurinn” Höfundurinn, Þórir S. Guðbergsson, les (3). 18.00 Stundarkorn með austur- risku óperusöngkonunni Hilde Guden, sem syngur barnalög frá ýmsum lönd- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35- Svipast um á Hólastað. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ræðu i Hóla- dómkirkju (Hljóðritun frá Hólahátið 29. júli i sumar). 20.00 tslenzk tónlist 20.30 Vettvangur 1 þættinum er fjallað um kynslóðabilið. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 21.00 Frá samsöng Foikunga- kórsins i Selfosskirkju i júli s.i. Söngstjóri: Gerhard Frankmar. 21.20 „Harðsporar”, smásaga eftir Jón Hjalta Guðmundur Magnússon leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. Bænarorð. 22.35 Dansiög. Hreiðar Astvaldsson danskennari velur og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.