Tíminn - 30.09.1973, Síða 29

Tíminn - 30.09.1973, Síða 29
Sunnudagur 30. september 1973 TÍMINN 29 geti hafizt í vetur, þannig að fyrstu ibúðirnar verði til- búnar næsta sumar. Það er fleira en húsnæði sem vantar, nauðsynleg þjónusta fyrir ibúa verður að vera á staðnum. Nú er verið að hreinsa nýja sjúkrahúsið, þar er fyrirhugað að koma upp læknamiðstöð og sjúkraskýli til að annast neyðartilfelli. Finnist einhverjum það vera bágborin læknisþjónusta þá minni ég hér með á þá staði úti á landi, sem enga lækna hafa. Ekkert er til fyrirstöðu að barnaheimilið og gæzluvöllurinn verði starfræktur i vetur. Kennt verður i barnaskólum og gagnfræðaskól- um eins og undanfarin ár. 1 athugun er að kennt verði i Iðnskólanum. Vélskólinn eyðilagðist i gosinu, en Stýri- mannaskólinn stendur, en þarfnast hreinsunar og sjálfsagt viðgerðar, þó húsið virðist ekki mikið skemmt og virðist vera litlar likur á að þeir skólar starfi i vetur. Fyrirtæki stór og smá eru nú eitt af öðru að athuga sinn gang með að hefja starfrækslu á ný. Fiskimjöls verksmiðjan var starfrækt mestalla loðnuvertiðina i gosinu og er þvi i fullum gangi, Eyjaberg og Vinnslu- stöðin geta hafið vinnslu eftir mánaðamót september — október og frystihúsin, Isfélagið og Fiskiðjan gera ráð fyrir að viðgerð verði lokið i vertiöarbyrjun. Tvær matvöruverslanir eru nú opnar i Eyjum og inn- an skamms opna fleiri, þar á meðal mjólkurbúð og bakari. Sparisjóður Vestmannaeyja og útibú Útvegs- bankans hafa opnað aftur. Bæjarskrifstofurnar eru fluttar úr Gagnfræðaskólanum i sitt gamla húsnæði. Lögreglustöðin og Flugfélagsafgreiðslan eru komin á sinn stað og opnir eru matsölustaðir. Aðstaða til félagslifs er engin eins og er, og verður þvi hver og einn að skemmta sjálfum sér. Samkomuhúsið þarf að hreinsa og lagfæra, áður en hægt verður að halda þar skemmtanir, en búið er að lagfæra Félagsheimilið fyr- ir kvikmyndasýningar. Báða iþróttavellina er búið að hreinsa, leikfimissalurinn i gagnfræðaskólanum verð- ur notaður undir mötuneyti eitthvað fram eftir vetri, en notast verður við leikfimisal barnaskólans fyrir starfsemi þá, sem farið hefur fram innan veggja leik- fimisalar gagnfræðaskólans. Sundlaugin fór undir hraun og eru Vestmannaeyingar óhressir yfir sund- laugarleysi staðarins. Ein vatnsleiðsla er nú til Eyja, en vonazt er til að við- gerð á hinni leiðslunni verði lokið fyrir veturinn. Eins og er er nóg rafmagn, og viðgerð á rafmagnskaplinum er að ljúka og verður þá nóg rafmagn fyrir Eyjarnar. A öllu þessu má sjá, að staðurinn er i uppbyggingu, en hversu ör hún verður er undir fólkinu sjálfu komið. Þeir Væstmannaeyingar, sem ég tók tali úti i Eyjum, eru yfirleitt ánægðir yfir þvf að vera komnir heim. Þeir gera sér grein fyrir þvi, að veturinn getur orðið þeim erfiður, þó svo að erfiðleikarnir nú séu svipur hjá sjón miðað við þá erfiðleika, sem þetta fólk átti við að etja i byrjun goss og fram eftir gosi. Það væri um að gera sögðu menn, að sætta sig við byrjunarörðugleika, haf- andi i huga, að um stutt timabil er að ræða. Næga atvinnu verður hægt að fá i Vestmannaeyjum i vetur, svo ekki þarf að óttast atvinnuleysi, það er þá frekar um hitt að ræða, að hörgull yrði á mannskap og þá sérstaklega iðnaðarmönnum. Þar sem Vestmanna- eyingar sjálfir geta ekki annað eftirspurn eftir iðn- aðarmönnum, koma þeir til með að þurfa að leita eftir iðnaðarmönnum frá meginlandinu. Hörgull á iðnaðar- mönnum er sjálfsagt alls staðar á landinu, en heyrt hef ég að iðnaðarmenn i Reykjavik vildu ekki fara út i Eyj- ar og vinna, þar sem þeir fá hærra kaup i Reykjavik. Það þykir mér ljótt að heyra, þvi að það styrkir þá trú mina, að fólki standi á sáma um meðbræður sina, svo lengi sem það sjálft getur fyllt vasa sina af peningum. '■ ■■ ‘ . ■ 1 Vöntun á vinnuafli orsakar hægari uppbyggingu. Eftir þvi sem mér skilst hafa Vestmannaeyingar aflað 15-20% útflutningsverðmæta árið fyrirgos, svo það ætti að liggja i augum uppi að það er hagur þjóðarinnar að Vestmannaeyjar byggist sem fyrst. Þrátt fyrir hreinsun og flutninga sjást afleiðingar gossins. Auð, stórskemmd og ónýt hús, ekkert lif i austurbænum er andstæðan við krakka aö leik, konur á búðarrölti, þvott á snúrum, hunda og ketti(fugla og flugur i vesturbænum. Trúlegt þætti mér, að kona sú talaði fyrir fjöldann allan af Vestmannaeyingum er hún sagði: „Fyrir gos sá ég innsiglinguna i góðu skyggni alveg upp á megin- land. Núna sé ég hraun. Ég.er farin að venjast hraun- inu og finnst það fallegt, en ég horfi ekki á, né hugsa um ónýtu húsin. Þau á að jafna við jörðu”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.