Tíminn - 04.10.1973, Page 6

Tíminn - 04.10.1973, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 4. október 1973 Og þar með er draumurinn búinn Þjóðleikhúsið: Hafið bláa hafið eftir Georges Schehadé Þýðing: Jökull Jakobsson Leikt jöld: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Lárus Ingólfsson. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Enda þótt hafið bláa hafið sverji sig óneitna lega nokkuð I ætt viö verk hálfgleymdra skálda eins og Vidracs, Supervielles, en þó einkum við Marius eftir Marcel Pagnol, þar sem útþrá og lifsflótti, sálarklökkvi og viökvæmni haidast 1 hendur ásamt riklegum skammti af væmni, þá býr þessi „hvers- dagslegi” sjónleikur Georges Schehadés þrátt fyrir allt yfir Ismeygilegum þokka og duld- um töfrum, óvenjulegri mynd- auðgi I máli og þrá eftir feg- urra mannlifi. Mörgum finnst viðfangsefn- ið I Hafið bláa hafiö eflaust eiga litt erindi til nútlma- manna, auk þess sem tilfinningasemi sú og tregi, sem eru svo snarir þættir i skapgerð Kristófers, eiga áreiðanlega ekki jafnrakta leið að hjörtum okkar eins og hjörtum þeirrar kynslóðar, er dreymdi sina ljúfu og sak- lausu æskudrauma fyrir fjörtiu árum. Aðalpersónurnar I leikritum Georges Schehadés draga sig gjarnan inn i skel sina, sinn eigin hugarheim, eöa meö öðr- um orðum inn I eins konar helgidóm drauma, sem hryn- ur eins og spilaborg jafnskjótt og veruleikinn knýr á með frekjulegu brambolti og lát- um. Auðsætt er til að mynda, að Kristófer glatar draumnum með jafnsárum söknuði og andlegir hálfbræður hans úr öörum verkum sama höfund- ar. Hversu mótsagnakennt sem það kann annars að hljóma, þá hlýtur sú spurning stöðugt að vakna i huga manns, hvort hafi æðra raungildi,tilbúning- ur Kristofers og tær skáld- skapur eða ljótur veruleiki. Tökum við ekki ósjálfrátt meira mark á framburði hans eða orðum, þótt uppdiktuö séu, heldur en á vitnisburði páfagauks, hversu viti borinn sem hann annars er? Þótt Gunnar Eyjólfsson og Ævar Kvaran. Baldvin Halldórsson sjónleikurinn Hafið bláa hafið verði ef til vill aldrei skipað á bekk meö öndvegisverkum leikbókmennta heims, eru engu að siður svo margir góðir bjórar i þvi, að það verðskuld- ar bæði almenna athygli og góða aðsókn. Það er engu likara en eins konar endurbótaárátta hafi gripið um sig meðal islenzkra þýðenda, skálda og ef til vill lika leikstjóra nú upp á sfökastið. Freklegt skáldaleyfi er tekið, þegar sizt skyldi. Hverer I rauninni ætlunin með þvi að nota nútimaleg fyrir- bæri og orð eins og „örorku- bætur” „rauðsokkur” og „hrognamál veiðiþjófa og landhelgisbrjóta” einkum þegar þess ev gætt, að þau fyr- irfinnast ekki i frumtexta sjónleiksins, sem á að gerast um 1850. Þetta hefur ekki þarfari tilgangi að þjóna en að raska listrænu jafnvægi og rugla áhorfendur i riminu. Ennfremur hefur þetta uppátæki þau neikvæðu áhrif að setja allt úr timaskorðum. Eftirfarandi dæmi, sem hafa verið valin hér af handahófi, bera þvi miður ekki nákvæmni þýöandans og vandvirkni fagurt vitni: ,,.... Et cette houppe?” (þ.e. og þessi skúfur?) er islenzkað með þessum orðum: ,,A þetta að vera fyndið?” „réelle- ment” með danska orðinu „akkúrat”, „je vous en prie” með „ég grátbæni þig”, þott hér færi betur á þvi að segja einfaldlega: „gerðu það fyrir mig” „Slitnir garmar” eða „i slitnum görmum” svo rétt fall sé notaö, er sennilega nokkuð frjálsleg þýðing á „foulard pourri”. Fyrra orðið merkir hálsklútur. Hvaða -ástæða er til þess að þýða: „Depuis longtemps je me prive de tout” á eftirfarandi hátt: „Arum saman hef ég sparað saman” i stað þess að segja: „Ég hef neitað mér um allt i lengri tima...” Aö öðru leyti er þýðingin þjálf, eðlileg og skáldleg. Gunnar Eyjólfsson á heima i hlutverki Kristófers eins og fiskur i sjó. Svipbrigði hans, látbragð og þögull leikur er til fyrirmyndar Margrgrét Guömundsdóttir leikur af hrif- andi stilöryggi og tilgerðar- leysi, enda virðist þessari mikilhæfu leikkonu aldrei skeika, hversu ólik hlutverk sem henni eru falin. Rúrik Haraldsson og Arni Tryggva- son eru báðir i essinu sinu. Ennfremur á Valur Gislason ákaflega glæislegar leikstund- ir i þessari sýningu. Þótt Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Bessi Bjarnason og Baldvin Halldórsson fari hvert sina túlkunarleið, eiga þau öll þrjú þakkir skildar fyrir blæ- brigðarika persónusköpun en ýkjulausa. Ævar Kvaran leikur afdankaðan aðmirál miðlungi vel og það sama er að segja um Þórhall Sigurðs- son I hlutverki sinu. Hvers vegna tók leikstjórinn ekki i taumana og bannaöi honum þessar bannsettar tiktúrur og ankannalæti? Það er leitt til þess að vita, þar sem Þórhall- ur hefur yfirleitt kunnað að stiga báruna á sviösfjölum. Anna Guðmundsdóttir er hins vegar hreint afbragð sem Jane, þjónusta Punts aömiráls. Guömundur Magnússon er hressilegasti og glaðklakkalegasti skipstjóri. Loks lýsa Sigriður Þorvalds- dóttir, Jón Aðils og Róbert Arnfinnsson persónum sinum af talsverðri iþrótt. Tjöld Steinþórs Sigurðsson- ar eru merkilegur kafli i sögu Islenzkrar leiktjaldagerðar. Sveinn Einarsson, þjóð- leikhússtjóri, er leikstjóri. Reykjavik3.okt.73. Halldór Þorsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.