Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 23 bað er mikil fátækt i Indlandi, og það er erfitt fyrir Vestur- Evrópubúa að skilja, að það séu til menn hér á hnettinum sem lifa I svo mikilli fátækt árið 1973. Og ekki hillir undir að indversku þorpin losni úr þeim fátæktar- viðjum, sem þau eru i. Það eru 700.500 þorp i Indlandi. Tveir þriðju af ibúum Indlands búa i þorpum, og þegar manni er kunn- ugt um, að sjöunda hver mann- eskja á jörðinni er þar með, skilur maður hve vandamál Indlands er umfangsmikið. Tveir af hverjum þrem kunna hvorki að lesa né skrifa og i þorpunum er litið upp til þeirra, sem það kunna. Gættu þin á ókunnugum Eitt af mörgum indverskum þorpum er Baukaúli, sem er um eins klukkutima akstur frá höfuö- borg Indlands, Nýju Delhi. Þegar ég fór þangað fyrst, ætlaði ég upphaflega með troðfullum áætlunarbil, þar sem Indverjarn- ir hanga utan á hurðinni eða ryðguðum brettunum. Það er lika hægt að sitja á þakinu. Allt er leyft. En þar sem ég treysti mér ekki til likamsæfinga og vildi heldur ekki koma til þorpsins á leigubil, af ótta við aö vekja tor- tryggni fátækra ibúa, valdi ég gamalt, ryðgað vélhjól. Þannig grip hafði fólkið i þorpinu áreiðanlega séð. Sá fyrsti, sem ég hitti i þorpinu, var mjög gamall maður. Hann vissi ekki hvað hann var gamall, en enginn i þorpinu Baukauli var eldri en hann og hann var álitinn sjötugur, kannski 75 ára. Ég var boðinn heim til hans, og I fyrsta skipti kom ég nú inn á heimili indverskrar fjölskyldu i þorpi. Það er kannske ekki rétt að segja inn á heimili, þvi indversk- ar fjölskyldur eru mest úti við, nema um háregntimann. Ég hafði heppnina með mér. Ég var stadd- ur hjá Banwari fjölskyldunni. Gamli maðurinn var höfuð fjöl- skyldunnar, eins og sá elzti er alltaf hjá hinni indversku fjöl- skyldu, og orð hans voru lög. A óskiljanlegan hátt urðum við beztu vinir, þótt við yrðum að tala með túlk. Sá gamli talaði hindi, eins og flestir gera i þorpum á Norður-Indlandi. Ég talaði ensku. Það er yfirleitt erfitt að nálgast Indverja. Margra ára einangrun, erfðavenjur, yfirráð Englendinga fram til ársins 1947 ásamt fleira gera Indverja tortryggna i garð ókunnugra. Börnin læra af for- eldrum sinum, að umfram allt beri þeim að vera á verði gagn- vart ókunnugum. Það var lfka horft með undrun á hvita mann- inn, sem gekk inn i leirkofann. Með andlitið hulið Mörg börn léku sér á jörðinni. Tvær kýr og nokkrir kálfar drukku úr fötum. Kona gaf lítilli stúlku brjóst. Hún sat á fléttuðum bekk i forsælu trés. 1 horninu á garðinum sat kona i keng yfir eld- stæði og sauð nokkrar baunir i beygluðum potti. Nokkrar konur báru slæðu fyrir andlitinu — ööru hvoru. Ég mátti sjá andlit þeirra, en elztu mennirnir máttu það auðsjáanlega ekki. Hvernig stóð á þvi? Jú, ættarhöfuðiö Banwari átti þrjá syni. Þeir voru allir kvæntir og áttu börn. Hver fjöl- skylda hafði kofa út af fyrir sig, og svo þennan garð sameiginlega. Verið var að byggja nýjan kofa úr INDVERSKU ÞORPI Þessi eru meöal yngstu meðlima Banwari fjölskyldunnar. Börnin hjálpa til á ökrunum, ef þau eru ekki meðal þeirra heppnu, sem njóta skólagöngu. leir og gömlu tré sem uppistöðu. Það var einn af sonarsonum gamla mannsins, sem ætlaði nú að kvænast. Afinn mátti ekki sjá andlit tengdadætranna, og karl- mennirnir I hverri fjölskyldu fyr- irsig máttu ekki sjá andlit kvenn- anna Ihinum fjölskyldunum. Eins og af eðlishvöt vissu konurnar alltaf, ef „rangur” maður var i nánd. Þetta er ekki eingöngu trúaryenja, heldur lfka siðferðis- legt. Hvers vegna ég gat leikið lausum hala án þess að konurnar hyldu andlitin, tókst mér ekki að fá vitneskju um. Mennirnir tæða málin, konurnar vinna Það voru 18 meölimir I Banwari fjölskyldunni, og þeir töluðu ekki mikiö saman. t þess þrjá daga, sem ég heimsótti fjölskylduna — kom og fór eins og ég vildi — kom varla fyrir að karlmennirnir töl- uðu við konurnar. Það eru aðeins mennirnir, sem ræða málin, meðan konurnar vinna þaö sem þarf. Ótrúlegt hverju þær koma i verk. K1.6á morgnana fóru þær á fætur og gáfu yngstu börnunum að borða, en þeim var aldrei þvegið. E.t.v. ofurlitil vatnsgusa úr vatnsdælunni, og svo var frek- ari þvottur látinn eiga sig. Þær bjuggu til mat, meðan karlmenn- irnir hvildu sig á fléttuöum bekkjum, sem eru á hverju ind- versku heimili, hvort sem það er rikt eða fátækt. Eftir morgun- matinn fara konurnar út á akrana. Banwari fjölskyldan átti landskika, sem lá samhliða öðr- um jörðum rétt utan við þorpiö. Landskiki Banwari fjölskyldunn- ar gefur af sér um tvær til þrjár uppskerur árlega, eins og flestir hinir akrarnir i Baukauli þorpinu. En seinasta monsúnregnið brást, og þá þrengdi að fjárhagnum eða réttara sagt matarforðanum. Uppskeran er ekki seld, heldur birgir hver sig upp. Konurnar sjá um akurinn. Börnin, sem eru á brjósti, eru tekin með út á akurinn, en afinn er heima með þau börn, sem ekki eru á brjósti og ekki heldur i skóla. Sjónvarp fyrir karlmennina Uppkomnir synir sjá um að konurnar á akrinum vinni störfin þar rétt. Fyrir kemur aö þeir rétti þeim hjálparhönd, þegar mest er aö gera. Annars ganga þeir yfir- leitt um bæinn og rabba saman. Stundum les einn af þeim fáu, sem kann að lesa, upphátt úr dag- blaðinu, eða þeir hlusta á útvarp- iö. A kvöldin horfa karlmennirnir á sjónvarp á torginu, en þvi er komiö þar fyrir að tilstuðlan for- mannsins i þorpsráðinu. Hann setur tækið fyrir framan dyrnar á húsinu sinu. Baukauli hefur rafmagn, en þar með er ekki sagt, að rafmagn sé leitt i smákofana, en þó er hér um mikla framför að ræða. Nú fyrst heyrist i útvarpi og sjónvarp sést, en það gerir það reyndar aðeins i héruðum i nánd við Bombay og Nýju Delhi. Rafmagnið gerir það kleift, að hægt er að úða yfir akrana með rafmagnsdælu. Þess vegna eru nú tvær til þrjár upp- skerur á ári i Baukauli, i stað einnar áður. Liftrygging foreldr- anna Það eru mörg börn i Banwari fjölskyldunni, eins og reyndar öll- um öðrum fjölskyldum i þorpinu. Þrátt fyrir mikla baráttu fyrir að hver hjón eignist aðeins tvö börn, eiga hver hjón hér i Baukauli, og flestum öðrum indverskum þorp- um, 5-7 börn. í Indlandi öllu fjölg- ar um 40.000 manneskjur á dag, á ári nemur fjölgunin 12-13 milljón- um. Margir spyrja, hvers vegna fólkið skilji ekki nauðsyn þess að halda ibúafjölguninni niðri i svo fátæku landi. Kannski er það vegna þess, að fólkinu finnst það ekki vera fátækt. Þaö er algjör misskilningur að halda að fólkið i Baukauli reiki um og finnist það vera fátækt og óhamingjusamt. Menn vilja eiga mörg börn, af þvi aö þeim þykir vænt um börn og yrðu óhamingjusamir, ef þeir ættu aðeins tvö. Börnin eru lif- trygging foreldranna, og afinn og börn hans gætu ekki lifað, ef þau ættu ekki mörg börn. Indverska rikið borgar engan (elli)lifeyri. Þess vegna sér hver um sig sjálf- ur, og indverska rikisstjornin á i miklum erfiðleikum meö barna- fjöldatakmarkanir sinar. 1 Bau kauli hittum við tvo sendimenn frá „barnatakmörkunarskrifstof- unni”. Þeir ganga kofa úr kofa til að fá karlmennina til að láta gera sig ófrjóa, ef þeir eiga fleiri en þrjú börn, og þeir segja konunum að nota varnir. En sjaldan tekst þeim að sannfæra nokkurn. (þýtt.) Gbk. 1 14444 m/iiFm 14444 » 25555 BÍLALEIGA ImrC ' Auqlýsingastofa Tímans er í ^ Aðalstræti 7 endur Símar 1-95-23 & 26-500 CAR RENTAL BORGARTUN 29 Electrolux Ljósaskoðun stendur yfir samlokurnar dofna ekki með aldrinum Notið það besta 1ILOSSZ Skiphoiti 35 • Simar: 8-13-50 verztun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.