Tíminn - 04.10.1973, Page 5

Tíminn - 04.10.1973, Page 5
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 5 Þægindi í hdloftunum 1 „Jumbó”-þotunum er . rúmt um farþegana, eins og sjá má á þessari mynd. Þessar stóru þot- ur eru að verða allsráðandi á löngum millilandaleiðum, svo sem yfir Atlantshaf, Kyrrahaf, milli stranda i Bandarikjunum og viðar. Annars heita þær Boeing - 747 og eru feikna stórar. Japanir segjast ætla að koma fyrir 600 sætum i þessum þotum og nota þær sem „strætisvagn” milli borga, en þá verður tæpast svona rúmt um farþegana. Þó að hreyflarnir séu kraftmiklir og stórir, þá er þess að geta, að þeir erusamt 40% hávaðaminni en á öðrum og eldri gerðum af þotum. Dýrt spaug að Idta skapið hlaupa með sig í gönur Rúmenska tennisleikaranum Ilia Natase varð hált á þvi á dögunum að missa stjórn á skapi sinu, það kostaði hann hvorki meira né minna en átta hundruð þúsund krónur. Þannig var mál með vexti, að hann varð sigurvegari i alþjóðlegri tennis- keppni, sem fram fór i Ohio i Bandarikjunum, en varð af verðlaununum, vegna þess að hann réðst á dómarann með skömmum i miðri keppni. Natase varð ofsareiður, þegar dómarinn dæmdi sendingu frá honum ógilda, og hótaði að yfir- gefa völlinn. Hann skipti siðan um skoðun, og ákvað að brúka heldur munn, með fyrrgreind- um afleiðingum. Dómarinn, Jim Meakin, stöðvaði leikinn i tiu minútur, á meðan hann ráð- færði sig við meðdómendur, en lét keppendur siðan leika leik- inn til enda. Aö leik loknum kvað hann svo upp dóminn: Natase hélt efsta sætinu, en peningana fékk hann ekki ★ Evrópu-brauðið Frá Brussel höfum við fengið þær fréttir, að nefnd, sem átti að koma af stað framleiðslu á sér- stöku brauði, sem selja átti I öll- um niu Efnahagsbandalags- löndunum, hafi gefizt upp við að láta búa sameiginlega brauð- tegund fyrir öll löndin. Mikill munur er á hvernig þjóðirnar vilja hafa sitt daglega brauð. Frakkar til dæmis eru mjög hrifnir af grófu og hörðu brauði, en Englendingar vilja helzt ein- hvers konar mjúk hveitibrauð. Þetta finnst okkur hér uppi á Is- landi skrýtið i meira lagi, þvi að við köllum hvita hveitibrauðið — franskbrauð —! Jafnrétti í geimnum — Nú alveg á næstunni verður lokið við að þjálfa ameriskar konur til geimflugs, sagði geim- farinn Charles Conrad nýlega i viðtali við blaðamann. Hann sagðist búast við, að innan skamms tima myndi fyrsti ameriski kvengeimfarinn fara i geimferð. — Conrad var foringi I fyrstu Skylabferðinni. Hann segir, að i fyrstu hafi ekki margar konur haft áhuga á að taka þátt i geimferðum en það hefur breytzt, telur harin, og ýmisleg tæknileg atriði og breytingar gera geimferðir nú orðið ekki eins erfiðar og frá- hrindandi fyrir konur sem karla. Þess verður ekki langt að biða, að amerisk kona svifur i geimnum, sagði Conrad. Alvarlegar ósakanir á hendur Brandts Hver er hinn raunverulegi faðir? Sinibaido Apollini, sem er fertugur ttali, heldur þvi fram, að hann sé faðir Carlos Ponti yngra. Móðurina, Sophiu Loren, kannast allir við, og hingað til hefur fólk ekki verið að gera sér grillur útaf faðerninu. Apollini þessi hefur lagt fram kröfu þess efnis, að föðurréttur ★ hans verði viðurkenndur á þeim forsendum, að hann hafi lagt til sæðið, sem siðan hafi verið sprautað i Sophiu. Þar til i september i fyrra var Apollini i itölsku lögreglunni, en eftir misheppnaða tilraun til að ræna „syni sinum”, var hann ★ rekinn úr starfi og hefur siðan dregið fram lifið með þvi að þvo upp leirtau á litlu veitingahúsi. Siðan þetta gerðist hefur drengsins verið vandlega gætt. Og Ponti hjónin eru þögul sem gröfin. Engum hefur tekizt að fá þau til að tjá sig um þetta leiðindamál, hvorki til né frá. ★ Vestur-þýzka tfmaritið Wirt- schaftwoche birti nýlega hneykslisgrein um Willy Brandt. Þar var þvi haldið fram, að maðkar væru i mys- unni I sambandi við veitingu friðarverðlauna Nóbels á sið- asta ári, en sem kunnugt er, var það einmitt Brandt, sem hlaut þau. t þessari harðorðu grein segir fullum fetum, að i það minnsta tveim af fimm nefndarmönnum hefði verið mútað til að greiöa atkvæði með Brandt. Einnig var látið i það skina, að leyniþjónustur nokkurra vest- rænna rikja ynnu nú að þvi að komast til botns i þessu leiðindamáli. Það sakar kannski ekki að geta þess, að ekki var vika liðin frá britingu greinar þessarar, þegar aðalritstjóri Wirtschaft- woche tók sig til og sendi Brandt skriflega afsökunarbeiðni. Nú skal hórið vera stutt Nýjustu fréttir af hárgreiðslu frá miklu hárgreiðslu- meistaramóti i Dússeldorf i Þýzkalandi eru þær, að nú á hárið að vera stuttklippt og greiöslurnar einfaldar. Þetta er ekki ósvipuð greiðsla og var kölluð „drengjakollur” hér 'fyrr á árum og vakti þá heilmikið umtal og hneykslun margra. Þessi greiðsla er á fagmáli kölluð „skyline”. Hún er fyrst komin frá London, en hefur verið tekið tveim höndum i Þýzkalan'di og fá nú margir siöir, fagrir lokkar að fjúka fyrir skærum rakaranna, — og er sagt, að langt sé siðan svo mikið hafi verið að gera á rakarastofum i Þýzkalandi og biða nú rakarar um allan heim spenntir eftir hinni nýju hár- greiðslutizku.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.