Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN n Björg Thorberg, Kolbrún Leifsdóttir og Sigurlfna Sveinsdóttir, einar af fjölmörgum Reykvikingum, sem drýgja matarpeningana meö þvi aö taka slátur á haustin. Sláturtíðin hafin SLATURTIÐIN er hafin og fólk farið að viða að sér matarforða fyrir veturinn. Þó munu fáir vera farnir að taka viö sér ennþá, en sala sláturs hófst fyrir tæpri viku, og mun standa yfir næstu tvær tii þrjár vikurnar. Algengt mun vera, að fóik taki 10-15 slátur allt eftir stærð fjölskyldunnar. Þó eru dæmi til þess að menn hafi tekið allt að 40 slátur. I einu slátri mun vera inn- matur, (lifur, hjarta og 2 nýru) 1 kg. mör sviðahaus, hreinsuð vömb, hálsæð og þind, ásamt einum litra af blóði. Algengast mun vera að fólk geri blóðmör og lifrarpylsu, sumir hnoða lfka mörin- og búa til hamsatólg. Slátursalan minnkar ár frá ári, sagði Vigfús Tómasson sölustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands i viðtali við Timan, — þegar Reyk- vlkingar voru ekki nema u.þ.b. 35 þúsund voru-um 60 þús. slátur seld I hverri sláturtið. Núna eru Reykvikingar 100 þús. og ekki seld nema um 30 þús. slátur á hverju hausti. Aðspurður hver ástæðan væri — Fólk nennir ekki að vera að búa til slátur, þegar hægt er að fá þetta soðið i búðunum allt árið um kring. — Bætti siöan við — Fólk á að kaupa miklu meira slátur en það gerir, þetta er svo mikil búbót. t fyrrahaust kostaði eitt slátur 226kr. en.hefur hækkað siðan um 101 kr. Kostar slátrið núna 327 kr. Hjá Kaupfélagi Borgnesinga fengum við þær upplýsingar að þeir hefðu fyrir fjórum árum komið með nýjar pakkningar, sem mikið væru keyptar. Væri allt slátrið innpakkað og sér brúsar fyrir blóðið. Ekki er þá hægt að kaupa i minni einingum en 5 kilo og væru þessar pakkn- ingar dýrari, Kosta 5 kg. 1700 kr. Gerðu Reykvikingar mikið að þvi Mikil rækja fyrir vestan SB—Reykjavik — Rækjuvertið hófst á þriðjudaginn á Vestfjörð- um. Um 50 bátar fóru til veiðanna og mokfiskuðu. Rækjan var stór og góð og fengu sumir bátarnir allt að 40 lestir fyrsta daginn. Einn maður á litlum báti fékk hálfa aðra lest. Fjórar rækjuvinnslustöðvar eru á Isafirði og ein i Hnifsdal og er þar nóg að gera um þessar mundir. öll rækjan sem veiddist nú, fór i fyrsta flokk. að panta hjá þeim og fá slátrið heimsent. Ljósmyndari og blaðamaður Timans fóru inn á Kirkjusand, þar sem Afurðasalan er með sölu á slátri. Var aðallega eldra fólk þar á ferðinni. Þó hittum við þar tvær ungar stúlkur, þær Kolbrúnu Leifsdóttur og Björgu Thorberg. Voru þær i fylgd með ömmu Bjargar, Sigurlinu Leifs- dóttur. Þær sögðu okkur að þetta væri i þriðja skiptið sem þær tækju slátur. Ætluðu þær bara að taka 8 slátur saman, enda með litlar fjölskyldur. Hafði Sigurlina kennt þeim að búa til slátur, en hún tekur slátur á hverju hausti, Sigmar Guömundsson tekur slátur á hverju ári. Timamynd: Róbert. þóekkinema svið og lifur til að búa til lifrapylsu. — Við tökum aukalega mör til að búa til hamsatólg, sagði Björg okkur — Hann er svo góður út á saltfisk. — Sigmar Guðmundsson var að taka 8 slátur. — Við erum svo fá i heimili að þetta nægir okkur yfir árið — Sagði hann þetta mikla búbót og fannst hækkunin ekki vera mikil miöað við annað. Ekki sagðist hann hjálpa til við að verka þetta. Keyrði aðeins slátrið milli staða. Kris. Menntamálaráðuneytið 1. októbér 1973. ytyrkur til háskólanáms i Sviss. Svissnesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms i Sviss háskólaárið 1974-75. Ætlast er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandidatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskólanámi. Þeir, sem þegar hafa verið mörg ár i starfi. eða eru eldri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjárhæðin nemur 750 frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 900 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslu- gjöldum. — Þar sem kennsla i svissneskum háskólum fer fram annað hvort á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt, að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þess- ara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6. Reykjavik fyrir 5. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fásl i ráðuneytinu. 6. leikvika — leikir 29. sept. 1973. Úrslitaröðin: 21x — 12x — 221 — 111 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 54,500.00 1248 15884 35391 35661 37825+ 37833 39916 2. VTNNINGUR: 9 réttir — kr. 1.600.00 1641 7958 15235 20699 35942 37346 39235 2030 10129 15402 + 20935 + 36026 37361 39317 2323 + 10246 15668 21053 + 36073 37367 39466 2325 + 10461 15909 21330+ 36230 37401 39504 2950 10581 + 16654 22957 36472 37602 39861 4691 11021 18198 23598 36621 37800 40122 4759 11183 18373 24350 36689 38134’ 40122 4799 11240 18730 24395 36828 38150 40133 + 4974 + 11276 18953 35661 36851 38345 40468 4977 + 11328 18961 35661 36982 38561 40472 5468 11736 19641 35674 36982 38681 40540 5865 12069 + 19649 35731 37083+ 38968 40607 6415 12143 20036 35760 37083 + 39178 + 40734 + 6703 14051 + 20599 35942 37281 39180+ 40799 6922 14765 + nafnlaus Kærufrestur er til 22. okt. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærucyðublöö fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 6. leikviku verða póstlagðir eftir 23. okt. Handhafar nafnlausra seöla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVIK AFL HREYSTI LÍFSGLEÐI Ileilsurækt A11 a s — æfingatimi 10-15 minútur á dag. Kerfið þarfnast engra áhalda. Þetta er álitin bezta og fljótvirkasta að- ferðin til að fá mikinn vöðva- styrk, .góða heilsu og fagran likamsvöxt. Arangurinn mun sýna sig eftir vikutima þjálfun. I.ikamsrækt Jowetts — leiðin til alhliða likamsþjálfunar, eftir heimsmeistarann i lyftingum og glimu George F. Jowfett. Jowett er nokkurs konar áframhald af Atlas. Bækurnar kosta 300 kr. hvor vinsamlegast sendið greiðslu með pöntun. Setjið kross viö þá bók (bækur), sem þið óskiö að fá senda. Vasa-leikfimitæki — þjálfar allan likam- ann á stut.tum tima sérstaklega þjálfar þetta tæki: brjóstið, bakiðog handleggsvöðvana (sjá meðf. mynd). Tækið er svo fyrirferðarlitið að hægt er að hafa það i vasanum. Tækið ásamt leiöarvisi og myndum kostar kr. 500.00. Sendið nafn og heimilisfang til: „LIKAMS- RÆKT”, pósthólf 1115, Reykjavik. NAFN_________________________ HEIMILISFANG- AuglýsúT i Timanum Tilkynning til viðskiptavina Frá og með 6. október 1973 mun öll innritun farþega i milli- landaflugi að undanskildu Færeyjaflugi, fara fram i farþegaaf- greiðslunni á Keflavikurflugvelli. Frá sama tima verður farþegum ekið til Keflavikurflugvallar frá sameiginlegri afgreiðslu félaganna að Hótel Loftleiðum, bifreiðarnar fara frá Reykjavik 1:45 kl.st. fyrir brottför vélanna frá Keflavikurflugvelli. Loftleiðir h.f. Flugfélag íslands h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.