Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 25 Eyja- menn töpuðu í Vestur- Þýzka- landi Mönchengladbach vann þá 9:1 Vestmannaeyingar töpuöu 9:1 fyrir v-þýzka meistara liðinu Borussia Mönchengladbach i gær- kvöldi í Evrópubikar- keppni bikarmeistara. Leikurinn fór fram í Vestur-Þýzkalandi. Þessi órangur er nokkuð góður hjó Eyjamönnum. ef það er haft í huga, að þeir töpuðu 7:0 fyrir Þjóðverjum ó Laugardals- vellinum. Ekki gótum við aflað okkur nónari upp- lýsinga um leikinn í gær- kvöldi og verður því sagt nónar fró honum í blaðinu ó morgun. augnablikum. Tvivegis hafbi is- lenzka landsliðið tvö mörk yfir i siðari hálfleik, og þegar u.þ.b. 7 minútur voru til leiksloka skildu þrjú mörk á milli liðanna, 13:10. Virtist þvi fátt geta komið i veg fyrir islenzkan sigur, jafnvel ekki, þótt Norðmenn minnkuðu bilið með þvi að skora 11. mark sitt. Þá voru 3 minútur eftir og tveggja marka munur. En Norðmenn áttu ,,hauka i horni”, þar sem sænsku dómar- arnir voru. Er ástæðulaust að rekja aftur þátt þeirra á siðustu minútum leiksins. Mörk islenzka landsliðsins i gærkvöldi skoruðu: Axel 4, Jón H. 3, Ólafur og Hörður 2 hvor, Jón Karlsson og Viðar 1 hvor. Norska landsliðið átti hauka í horni, þar sem sænsku dómararnir voru — björguðu Norðmönnum frá tapi, en síðari landsleik íslendinga og Norðmanna lauk með jafntefli, 13:13. íslenzka liðið hafði tveggja marka forskot, er þrjár mínútur voru til leiksloka. ÍSLENZKA landsliðið i handknattleik var að- eins feti frá sigri gegn Norðmönnum i siðari landsleiknum i hand- knattleik, sem leikinn var i Moss i gærkvöldi. Þegar aðeins tæpar 3 minútur voru til leiks- loka stóðu leikar 13:11 islenzka liðinu i vil, og Björgvin Björgvinsson i dauðafæri á linunni, en brotið á honum. Áhorf- endum til mikillar furðu dæmdu sænsku dómar- arnir á Björgvin i stað þess að dæma vitakast á Norðmenn. Og upp úr þessu ranglega dæmda aukakasti skoruðu Norðmenn og minnkuðu bilið i eins marks mun, 13:12. En þetta var ekki eina „afreksverk” sænsku dómaranna, þvi að varla hafði islenzka liðið hafið leik á miðju, fyrr en þeir höfðu dæmt knöttinn af þvi. Og þannig tókst Norðmönn- um með hjálp Svianna að jafna stöðuna rétt fyrir leikslok og urðu lokatölur 13:13. Frammistaöa islenzka lands- liðsins í gærkvöldi var góð, langt- JÓN HJALTALIN... átti góðan leik i gærkvöldi gegn Norðmönnum. um betri en i fyrri landsleiknum. Mestu munaði, að nú voru fleiri leikmenn en Axel virkir. Til að mynda nýttist Jón Hjaltalin vel sökum þess, að Norðmenn settu mann til höfuðs Axel, en þrátt fyrir það varð hann markhæstur islenzku leikmannanna, eins og i fyrri leiknum, en hann skoraði 4 mörk. En það, sem ánægjulegast var við leik islenzka liðsins i gær- kvöldi var sú staðreynd, að varnarleikurinn var góður, en þaðer nokkuð, sem ekki var búizt við fyrirfram. Sömuleiðis sannaði Gunnar Einarsson, markvörður, að hann er verðugur arftaki Hjalta Einarssonar & Co., en i leiknum i gærkvöldi varði hann ekki siður vel en i fyrri lands- leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og i hálfleik stóðu leikar svo, að hvort lið um sig hafði skorað 8 mörk. En i siðari hálfleik lék ekki vafi á þvi, að islenzka liðið var sterkara. Nokkuð losnaði um Jón Hjaltalin, þegar norsku leik- mennirnir höfðu sérstakan gæzlu- mánn til að reyna aö stöðva Axel ’Axelsson, skoraði Jón tvö gull- falleg mörk á þýðingarmiklum Vertíðarlok hjd golfmönn- um um næstu helgi Bændagliman í golfi hjá flcstum golfklúbbum landsins fcr fram n.k. laugardag. Þegar þcssi keppni fer fram er jafnan mikið um að vera á völlunum enda er þetta sfðasta keppni ársins. Frá þvl að fyrst var farið að leika golf hér á landi, hefur það verið hefð I öllum golfklúbbum að Ijúka keppnistimabilinu ár hvert með stóru móti, sem frá upphafi hefur borið nafnið BÆNDA- GLÍMA. í þetta mót hafa allir kylfingar, sem kylfu geta valdið, mætt og þá jafnan verið glatt á hjalla. Þessi árlega Bændaglima fer að þessu sinni fram n.k. laugardag og nú I fyrsta sinn fer hún fram hjá öllum golfklúbbunum — a.m.k. á Suður- Iandi — á sama degi og sama tima. 1 Bændaglimu er skipt i tvö !ið og fer einn bóndi fyrir hvoru liði. Er honum m.a. falið að gefa liðs- mönnum sinum stuðning á allan hátt og nota til þess öll tiltæk ráð. Keppnin á laugardaginn hefst hjá öllum klúbbunum um kl. 13.00. Hjá þeim klúbbum, sem vitað er að hafa Bændaglimuna, þá verða þessir menn bændur: Hjá Golfklúbbnum Nessf Hauk- ur Jónasson iæknir og Pálmi Theodórsson verzlunarmaður. Hjá Golfklúbbi Reykjavikur, Halldór Sigmundsson tæknifræð- ingur og Guðjón Einarsson skrif- stofustjóri. Hjá Golfklúbbi Suöur- nesja Jóhann Benedikstsson mál- arameistari og Brynjar Vilmund- arson útgerðarmaður. Hjá Golf- klúbbnum Leyni Akranesi Þor- steinn Þorvaldsson vélstjóri og Alfreð Viktorsson húsasmiður, og hjá Golfklúbbnum Keili i Hafnar- firði þeir Ingimundur Arnason skrifstofumaður og Ólafur H. Ólafsson matsveinn. Ekki er búið að ákveða hverjir verða bændur hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, en Bændaglima GV fer fram á velli GR i Grafar- holti að þessu sinni. Þar sem allir klúbbarnir halda mótið á sama tima hefur verið á- kveðið að halda lokahóf eða ,,töðugjöld” allra klúbbanna i Atthagasal Hótel Sögu .á laugar- dagskvöldið. Þar munu kylfingar kveðja golfárið 1973 með glensi og gamni og er búizt við húsfylli, þvi menn hafa margs að minnast og frá mörgu að segja að lokinni ver- tið og einnig frá „afrekum” dags- ins, sem eflaust verða glæsileg, eins og alltaf i BÆNDAGLIM- UNNI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.