Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 4. október 1973 Frank Sinatra í sviðsljósið á nýjan leik Fyrir röskum tveimur árum dró stórstjarnan Sinatra sig i hlé og hætti aö koma fram opinber- lega. Allt viröist þó benda til þess, aö hann sé oröinn leiöur á aö gera ekki neitt og ætli aö hella sér út i skemmtanaiönaö- inn á ný af fullum krafti. Nýjustu fregnir frá Los Angeles herma, aö fyrst ætli Sinatra aö syngja inn á LP- hljómplötu, síöan hefjist gerö nýrra sjónvarpsskemmtiþátta, og loks sé hann á höttunum eftir góöu kvikmyndahandriti. Slúöurdálkahöfundar 1 Bandarikjunum velta nú vöng- ★ um yfir þvi, hver sé ástæöan fyrir hinni skyndilegu ákvörð- un. Sumir halda þvi fram, að manninum leiöist einfaldlega aö sitja auöum höndum, aðrir tala um peningaleysi. Þriðji hópur- inn er viss um aö hann geri þetta af tillitssemi við aðdáend- ur sina. Ef til vill hefur allt þetta haft sitt að segja, en trúlega hafa nú aðdáendabréfin fimm- tiu þúsund, sem sagt er að hann hafi fengið á þessum tveimur árum, ýtt undir gamla mann- inn. Þessi bréf eru vist ákaflega samhljóða: Allir grátbiðja Frank um að hefja söng aö nýju. ★ Hlý og falleg peysa Þessi mynd þarfnast svo sem engra skýringa, og við ætluðum eingöngu að birta hana vegna þess.aö okkur fannst hún skemmtileg. En viö nánari athugun varð okkur ljóst, aö fingraliprar mæöur gætu auð- veldlega haft af henni nokkurt gagn. Þaö er nefnilega hægðar- leikur að prjóna eftir peysunni þeirri arna. Prjónið er garða- prjón, og ekkert er sjálfsagðara en aö nota i hana garnafganga, sem prjónakonur eru jafnan i vandræðum meö aö koma i lóg. Eftir svipnum að dæma er þetta lika dæmalaust þægileg og góö flik. Hundarnir lifa í lúxus í Flórida Frá Fort Lauderdale i Florida höfum viðfrétt að 73 hundar þar á staðnum þurfi nú ekki lengur aö bera áhyggjur fyrir morgun- deginum, þvi aö nýlega var felldur dómurtsem kvað á um, aö fyrrnefndir hundar mega erfa milljónir dollara. Þetta hafa verið langdregin málaferli. t fimm ár hefur málið farið fyrir ýmsa dómstóla, þar til alrikis- dómari i Bandarikjunum rak endahnútinn á þetta málaþras. Hann dæmdi rétt vera, að hundarnir mættu erfa þessa upp hæð, sem þeim var áætluð i erföaskrá milljónamærings, sem hét Eleanor Richey. Það voru ættingjar frú Richeys, sem komu með málið fyrir dóm- stólana fyrir fimm árum, þá var arfur hundanna fjórar milljónir dollarar, sem átti að skipta milli 150 hunda, en siðan hefur hundunum fækkað um helming, en upphæðin hefur hækkað upp i 14 milljónir dollara. Af þessum peningum fá ættingjar frúarinn- ar aðeins um það bil tvær milljónir dollara, — þaö sem eftir er af upphæðinni á að tryggja hundunum áhyggju- laust og þægilegt lif! Einhentur fiðlusmiður Fiðlusmiði er sögð vera ákaf- lega vandasöm listgrein og mikið nákvæmnisverk, og mætti ætla að ekki veitti af báðum höndum heilum við þá iðju. Maðurinn ámeöfylgjar.di mynd er einhentur, eins og glöggt má sjá, en það hefur þó ekki aftrað honum frá að smiða rúmlega þrjátiu fiðlur. Þetta er Rode Rasmussen, sem býr i Mo i Rana, sögufræg- um bæ I Norður-Noregi. Þótt hann sé kominn yfir áttrætt, heldur hann ótrauður áfram við fiölusmiðina. Og þetta er sannarlega ekkert fúsk hjá hon- um, jafnvel þótt hann vanti hægri höndina, þvi að fiðlurnar hans eru mjög eftirsóttar og hafa hlotið viðurkenningu sér- fróðra manna. kominn aftur.” DENNI DÆMALAUSI Það þýðir ekkert að öskra. Það gerir það ekki verra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.