Tíminn - 04.10.1973, Side 27

Tíminn - 04.10.1973, Side 27
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 27 urvörninni voru hinir þungu bak- verðir, sem áttu oft i erfiöleikum með hina snöggu útherja Hibs, Arthur Duncan, sem er hreinn snillingur með knöttinn og Alex Edwards. Hibernian leikur mikið upp kantana og byggist sóknar- leikur liðsins upp á snöggum út- herjum, sem gefa háar sendingar inn á markakónginn Alan Gordon, sem er stórhættulegur i háum fyrirgjöfum, þar sem hann er mjög snjall skallamaður. Hornspyrnur Ólafs Júliussonar sköpuðu mikinn usla i vörn Hibs. Þegar hann tók hornspyrnurnar, komu allir leikmenn Hibs i vörn- ina og þá var kallað og skipaö fyrir — leikmennirnir voru greinilega hræddir við hinar öruggu horspyrnur Ólafs. Annars eru hornspyrnur og aukaspyrnur stórhættulegar á blautum og þungum velli, eins og Laugar- dalsvöllurinn var. Leikmenn þurfa ekki annað en að renna og missa jafnvægiö til þess að skapa stórhættu. Vörn Hibs var yfirleitt vel á verði i leiknum og stjórnaði fyrir- liðinn Pat Stanton, vörninni mjög vel. Hann var bezti maður Hibs i leiknum, ásamt hinum snjalla út- herja, Arthur Duncan, sem lék Keflavikurvörnina oft grátt, með góðum fyrirgjöfum og einleik. Keflavikurliðið náði sér ekki vel á strik i leiknum, leikmenn liðsins áttu erfitt að fóta sig á glerhálum vellinum, eins og leik- menn Hibs. Þá hagnaðist Kefla- vikurliðið á þvi, að leikmenn Hibs gátu ekki keyrt á fullri ferö og þeir áttu erfitt með að útfæra list sina. Eftir að Keflavikurliðið náði forustunni, lifnaði heldur yfir þvi. En eftir að liðiö fékk hið ódýra mark á sig, var eins og það dofn- aði yfir leikmönnum liðsins. Ef heppnin heföi verið með Keflvik- ingum, þá áttu þeir að fara með sigur af hólmi gegn Hibs. Steinar gat gert út um leikinn i lokin, en eins og fyrr segir þá fór hann illa með marktækifæri, sem má segja, að hafi veriö bezta tækifæri leiksins. Það er ekki annað hægt en að hrósa Keflvikingum fyrir leikinn, þvi að jafntefli gegn Hibs er m jög góður árangur. Keflvikingar gáfu áhorfendum mikla von um sigur og i hálfleik vár mjög liflegt á áhorfendapöllum. Keflvikingar mega vel við una, að hafa ekki tapað nema 3:1 samanlagt gegn Hibernian þar er þrautæfðir at vinnumenn skipa allar stöður. Leikinn dæmdi D.V. Byrne frá Irlandi og komst hann ásamt linuvörðunum B. Tuohy og R.C. Morley, sem eru einnig frá Ir- landi, vel frá leiknum. Liðin voru skipuð þessum leik- mönnum: KEFLAVtK: Þorsteinn Ólafs- son, Gunnar Jónsson, Ástráður Gunnarsson, Einar Gunnarsson, Guðni Kjartansson, Karl Her- mannsson, Hjörtur Zakariasson, Ólafur Júliusson, Gfsli Torfason, Jón Ólafur Jónsson og Steinar Jó- hannsson. Vilhjálinur Ketilsson kom I staðinn fyrir Hjört i siðari hálfleik og þá kom einnig Friðrik Ragnarsson inná fyrir Jón ólaf. HIBERNIAN: Robertson, Bremner, Schaedler, Stanton, Black, Blackley, Edwards, O’Rourke, Gordon, Cropley og Duncan. Mörkin skoruðu þeir Hjörtur Zakariasson fyrir Keflavik á 35. min. og Pat Stanton fyrir Hibs á 63. min. Maður leiksins: Guðni Kjartansson sos ROBERTSON...sést hér verja skot frá Astráði Gunnarssyni GUÐNI KJARTANSSON... bezti maður vallarins, sést hér I sókn. Þeir voru ekki brosmildir á varamannabekknum hjá Hibs, eftir mark Hjartar. MARKI FAGNAÐ... Keflvlkingar fagna marki Hjartar. KEFLVtKINGAR... sækja að Robertson, markverði Hibs. (Tlmamyndir Róbert)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.