Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 28
28 ' • 'TÍMINN Fimmtudagur 4. október 1973 O Beinir skattar marka dálitið sina skattgreiðslu, en sllkur möguleiki er ekki fyrir hendi með beinu skattana I öðru formi en þvl, að takmarka sína vinnu, en slikt er þjóðhagslega séð óhagstætt. Lækkun beinna skatta og tak- mörkun innlendrar veröbólgu, tel ég stærsta kjaraatriði launa- manna I dag. Mér, sem launa- manni, er óskiljanlegt ef forusta launamannasamtakanna viður- kennir þetta ekki. Mér er ljóst, að sú grunnkaupshækkun sem ég fengi nú, og þá ekki síður sú krónutöluhækkun er fylgir óheftri visitöluskrúfu, myndi skiptast þannig: 55% af hækkuninni færi I skatthólfið I launaumslagi mlnu, en 45% kæmu til eigin ráðstöfunar til að mæta þeim verðhækkunum, er heildar kauphækkunin ylli. Þá er mér og ljóst, að minn hluti af kauphækkuninni myndi vart skila afgangi er verðbólguáhrifunum hefur verið mætt. Ég styddi þvi skaölegan verðbólguleik með kauphækkunarkröfum nú. I sambandi við verðbólguleik- ina er ástæða til að nefna eitt formsatriði, sem getur verið eðli- legt að nota I baráttunni gegn um- ræddum leikjum. Er hér átt við misnotkun verkfallsréttarins. Sú úrelta skoðun virðist hér fyr- ir hendi, að ekki megi stöðva verðbólguleiki hátekjumanna meö lögum eða dómsúrskurði óvilhallra manna. Mér er ekki ljóst með hvaða rökum á að vera auöið að réttlæta slíkt, enda I litlu samræmi við kjaratilgang að hækka háar tekjur, að óbreyttum skattalögum. Ég held, að i þess- um efnum sé þörf á breyttu hugarfari. Hér er ekki lengur til hið svo kallaða atvinnurekenda- vald, heldur aðeins launamanna- vald og opinbert vald. Hvers vegna þarf því fremur að óttast dóm I verðbólguleikjum en öðrum hættulegum leikjum og ýmsum ágreiningsatriðum, sem ein- hverskonar dómstólar fjalla um og leysa?. Nafn eins og „gerðardómur” var fyrir áratugum gert að grýlu, og það með nokkrum rökum þá. Nú er þetta úrelt, og hafa þvi fjöl- mennustu launamannasamtökin I landinu sætt sig við um langt skeið gerðardóm undir nafninu „kjaradómur”, sem vitanlega er eitt og hið sama. Það furðulega á sér þó stað, að enn eru ýms launa- mannasamtök það ihaldssöm, að þau eru enn mótfallin þeirri eðli- legu og lýðræöislegu lausn á ágreiningsatriðum, að tilnefna menn til sátta og úrskurðar um þau. Eru launamannasam- tökin þröngsýn og ihalds- söm?. Sfðastliöinn áratug hefi ég tekið þátt I kjarasamningum við þrjú til fjögur launamannafélög. Vegna veru minnar I Verðlags- nefnd, og áhrifa kjarasamninga á verð og vöru og þjónustu, hefi ég einnig þurft að kynna mér flesta kjarasamninga annarra launa- mannafélaga. Af þessum kynnum hefir mig oft undrað, hve launamannasam- tökin eru fastheldin og íhaldssöm I sínum vinnuaðferðum, málatil- búnaði og gerð kjarasamninga. Að ekki sé nú talað um öfgarnar I kröfugerð, sem oft virðast fremur byggðar á forneskjulegum hugsanagangi en frjálshyggju. Til að finna þessum oröum min- um stað, skulu nefnd nokkur dæmi. 1. I flestum kjarasamningum er ákvæði um, að þeir séu upp- segjanlegir ef gengisskráningu Isl. krónunnar sé breytt I lækkunarátt. Þessu hefir ekki fengizt breytt þótt samið sé um fulla vlsitölu, en full visitala kippir stoðum undan þessu ákvæði. Beinu skattarnir, sem ekki eru I vísitölunni, þykja hins vegar ekki gefa tilefni til sliks ákvæðis, af þvi að sllkt tilefni hafi ekki verið fyrir hendi fyrir nokkrum áratug- um. 2. Þótt beinu skattarnir séu aug- ljóslega einn stærsti þáttur kjaramálanna, þá má hvorki nefna þá né gera tilraun til að hafa áhrif á þá I sambandi við kjaramálin, og virðist ástæðan sú, að forráðamenn launa- mannasamtakanna telji skattamál það flókin, að þeir vilji ekki hætta sér út á slikt svell, heldur halda sig við gömlu krónutöluregluna I kröfugerð. Virðist Ihaldssemin þannig skyggja á nútímann I þessu efni. 3. í þeim samningum, sem ég hefi þurft að koma nærri, eru veik- indafrlðindi manna I svo köll- uðu akkorðsformi, en það þýð- ir, að veikir menn og hraustir menn hafa sömu veikindafríð- indi. Þótt þetta atriði sé I and- stöðu við allarnútíma hugsanir og reglur um samhjálp við veika menn, hefir þessu frá- leita ákvæði ekki fengizt breytt I 18 ár. Astæðan fyrir þessari fastheldni virðist aðallega sú, að fyrst þetta ákvæði hafi flotið inn I kjarasamninga fyrir 18 árum, þá hijóti þaðenn að vera gott. Hvað eru ihaldssjónar- mið ef ekki sllkt?. 4. Hafi ósamræmi skapast I samningum milli hliðstæðra aðila fyrir mörgum árum, t.d. um orlof eða önnur atriði, þá má helzt ekki leiðrétta það. Þetta gildir jafnt þótt leið- réttingin sé i þvi formi að skerða ekkert, heldur bæta að- stöðu þeirra, sem á eftir hafa orðið. Slík virðist ihaldssemin gegn jafnrétti. 5. 1 kjarasamningum og samningaviðræðum hefi ég aldrei séð örla á skilningi um skaðsemi verðbólguáhrifa. Þessu atriði er venjulega visað frá á þeim forsendum, að vinnulaun þurfi ekki að hafa áhrif á verð vöru og þjónustu, heldur eigi atvinnurekendurn- ir að mæta auknum launa- kostnaði án bóta. Þótt stað- reyndirnar hafi sannað hið gagnstæða I áratugi um þessi efni, þá er nefnd frávlsun enn byggð á sömu rökum og nothæf þóttu fyrir um það bil 35 árum, en þá var verðbólga þvl nær óþekkt. Slik er ihaldssemin I meðferð mála. 6. Launajöfnuður, án þess að auka verulega launakostnað, virðist yfirleitt ekki hafa hljómgrunn hjá launamanna- samtökum. Ósamræmi til að benda á og elta I kröfugerð, þykir hins vegar æskilegt, eða sú viröist reynslan. Slíkur eltingarleikur I kröfugerð og tilh. tilraunum til að viðhalda ósamræmi, er vitanlega úrelt- ur, en sakir þess að hann er gamall, skal ihaldssemin vernda hann. Umræddur eltingarleikur I óbreyttu formi þýðir vitanlega, að skipta köku, sem ekki er til og þar með mikinn hraða I verðbólgu- leikjum. 7. 1 nútima þjóðfélagi og jafn sósíölsku og hér er, virðist frá- leitt að gera kröfur um al- menna kauphækkun I landinu án þess að einhver rökstuðn- ingur fylgi um, að krafan mið- ist við að auka kaupmátt launa, en ekki aðeins við hækk- un skatta og aukna verðbólgu. Mér er ekki kunnugt um að slikar greinargerðir hafi enn þekkzt hér, hvorki frá einstök- um launamannafélögum né heildarsamtökum þeirra, enda slikt ekki I samræmi við gaml- ar og ihaldssamar venjur. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, ætla ég að nægi til að afsaka þá skoðun mina, að óviða sé að finna þrengri og Ihalds- samari vinnuaðferðir en i kjara- baráttu launamannasamtakanna hér. Ég vildi þó gjarnan, að þessi skoðun min væri röng. Væri því vel séð af mér, að henni væri mót- mælt með rökum. Vald án ábyrgðar er hættulegt. Ég held, að flestir verði að viöurkenna, að I okkar þjóðfélagi séu tæpast til nema tvö áhrifarik völd, og er þar um að ræða hið opinbera vald og vald launa- mannasamtakanna. Samtök at- vinnurekenda eru of vanmáttug til aö teljast vald, hins vegar eru þau nauðsynleg sem einskonar tengiliður milli hinna valdanna tveggja. Þótt deilt sé um stefnur og opin- bera stjórn, þá ber að viður- kenna, að hið opinbera vald er ábyrgt, enda hefir það stöðugt að- hald frá borgurunum og fær þann dóm á fjögurra ára fresti, sem á að gefa til kynna hvernig með valdið hefir verið farið. öðru máli gegnir með launa- mannavaldið. Umræður I blöðum og öðrum fjölmiðlum um meðferð þess valds heyrist tæpast. Er þvi aðhaldið og þær leiðbeiningar sem I þeim felast, mjög litið. Vinnudeilur I formi verðbólgu- leikja og verkfalla eiga sér þvi stað án upplýsinga og umræðna. Oftast eru þó kröfurnar nefndar, en málefnaleg rök um gagnlegan tilgang eru oftast undir hulins- hjálmi. Verðlagsyfirvöldin I landinu eru nú I höndum rikisstjórnarinn- ar og heildarsamtaka launa- manna og hefir svo verið um nokkurtskeið. Hafa þessi tvö völd meirihlutann I þeim nefndum er með verðlagsmálin fara og eru þvl sameiginlega ábyrg fyrir þeim. A þessum málum hefir ver- ið haldið þannig, að almennt er viðurkennt, að til atvinnurekenda sé nú ekkert að sækja, án þess að kauphækkanir hafi sin fullu áhrif á innlent verðlag til viðbótar hin- um erlendu vöruhækkunum, sem koma sjálfkrafa inn I verðlagið. Af þessu leiðir, að atvinnurekend- ur geta nú ekki samið um kaup- hækkanir, nema þau tvö völd er fara með verðlagsmálin lýsi yfir fyrirfram, að kauphækkanirnar verði bættar með hækkun á inn- lendri framleiðslu og þjónustu. Iðnaðarmálaráðherra hefir nú fyrir skömmu lýst yfir, að innlend iðnfyrirtæki, sem starfa I sam- keppni við erlend fyrirtæki um verö, séu nú rekin með halla. Hann hefir og látið i ljósi þá skoð- un sina, að hið hagstæða verð, sem nú er á útfluttum sjávar- afurðum, eigi að skerða með gengishækkunum i stað þess að láta það valda verðbólgu. Þegar aðstæður eru þannig i verölagsmálunum, að rikisvaldið og launamánnavaldið bera alla ábyrgð á þeim I sameiningu og samvinnu, þá vakna spurningar eins og þessar: Hvaða rök eru nú fyrir launahækkunum á grunn- launum I krónutölu ef þær þýða aöeins hækkun á beinum sköttum og verðlagi nauðsynja án kjara- bóta?. Teljast það málefnalegar vinnuaðferðir af öðru þessu valdi, að hækka skatta og verðlag I stað þess aðlækka skatta og draga þar meö úr skaðlegri og heimatil- búnni verðbólgu?. Er ekki kom- inn timi til, miðað við þann undir- búning, sem nefnd völd hafa skapað I verðlagsmálum, að koma sér saman um að stöðva skaðsama innlenda verðbólgu- leiki? Er hægt að rökstyðja það, að gera kröfu um launahækkanir, sem skiptast þannig milli hólf- anna I launaumslaginu, að 55% fara I skatthólfið án vlsitölubóta, en aðeins 45% komi til að mæta verðhækkunum er fylgja heildar hækkununum? A hvaða rökum er það byggt, að auðið sé á raunhæf- an hátt, að hækka laun og launa- tengd friðindi á sama tima og þjóðartekjur vaxa aðeins um ca. 3%, eða sem svarar þvi, sem þarf að eiga sér stað vegna fólks- fjölgunar I landinu?. ARISTO léttir námið Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmannl nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna f huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóia- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. Getum afgreitt með stuttum fyrirvara háþrýsti-oliudælur, oliumótora og ventla fyrir hverskonar vinnuvélar og skip. Veitum einnig allar tæknilegar upp- lýsingar. Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnsson h.f., Arnarvogi, Garðahreppi. Um fleiri atriði mætti spyrja, en að framan eru greind, en greindar spurningar nægja til að sanna, að vald og ábyrgð verður að fylgjast að, jafnt I efnahags- málum, sem öðrum málum, ef vel á að fara. An sliks verður tæpast til lengdar auðið að forma og við- halda þingræðisþjóðfélagi á jafn- réttisgrundvelli. Þeir, sem eru á annari skoðun, ættu að láta frá sér heyra. Reykjavlk, 1/10. 1973. Stefán Jónsson Slöngur og stútar fyrir smursprautur I ’ ;'*5 I • ! POSTSENDUM UM ALLT LAND rz u 4\ o ARMULA 7 - SIMI 84450 Á HÆSTA LEITI ■ HÁALElfl HÁALEITISBRAUT 0 Háaleitisútibú Samvinnubankans er staðsett miðsvæðis í austur- borginni. GREIÐ AFGREIÐSLA NÆG BÍLASTÆÐI Afgreiðslutimi kl. 13-18,30 SAMVINNUBANKINN Háaleitisútibú-Austurveri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.