Tíminn - 04.10.1973, Page 9

Tíminn - 04.10.1973, Page 9
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN Enda dæmir hann ekki í mann- legum dómstóli. En nú skal tekið stórt stökk, þvi hér er ekki timi til að segja sögu kirkju i Flatey. Af þeim 20 prestum eða nálægt þvi, sem hægt er að nefna frá sr. Oddleifi á Múla og fram til vorra daga gnæfir hæst sr. Ólafur Sivertsen sá 15. i röðinni og var prestur i Flatey frá 1823-1860, eru þó margir ágætir i þeim hópi. Ævisaga hans og athafnir, hug- sjónir hans og framkvæmdir eru sannarlega efni i langt mál. Lik- lega er það hann, sem reisir fyrstu timburkirkju Flateyjar og þá uppi á hólnum, þar sem nú- verandi kirkjugarður er. Og sam- kvæmt rituðum samtlma- heimildum er hún vigð til helgi- athafna af sr. Bjarna Simonar- syni, prófasti á Brjánslæk hinn 19. des. 1926. í þessa kirkju kom ég fyrst við hátiðahöld Flateyinga á 10 ára af-. mæli sjálfstæðis Islands 1. des. 1928. Mun sá dagur fæstum gleymast, sem viðstaddir voru. En kirkjan og skólinn voru þá einu samkomuhús eyjabúa. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld var þá læknir i Flatey. Mun sá söngur, sem nær hefur varpað þjóðsöngnum i skugga „ísland ögrum skorið”, þá hafa verið fluttur i fyrsta sinn opinberlega i nýju kirkjunni i Flatey við messu hjá sr. Sigurði Einarssyni skáld- klerki. En á samkomunni I skólanum var flutt og sungið minni Eggerts Ólafssonar, sem vissulega var einn af morgunmönnum og blys- berum islenzkrar endurreisnar. Og ljóðið, sem flutt var undir lagi Kaldalóns var ort af Sveini Gunn- laugssyni kennara i Flatey þá. „Hefjum einróma söng hyllum árroðans son, minnumst eyjanna frægasta manns, sem i ánauð og þröng glæddi úr kula von, sem var eldgjafi þjóðar og lands. Tengjum hönd við hönd. Færum strönd að strönd. Brúum stormhrakin eyjasund þennan merka dag bindum bræðralag. Hrækjum brott sérhvern kala úr lund” Það var vissulega enn þá til vaxtarbroddur islenzkrar menn- ingar bæði i verki og list, ljóöi og tónum I Flatey, eins og raunar lengi áður. En það var einmitt þessi vaxtarbroddur sannrar menn- ingar, sem talað var þá um að vernda og varðveita. Og þrátt fyrir allt var enginn krepputónn i kvæðum þeim. Vikingablóð á vlgðum brautum logaði þá glatt i þrjú hundruð manna þorpi þar sem nú óma raddir minninganna einar. Steinkirkjan, sem þá var nefnd nýja kirkjan I Flatey, hélt áfram að vera helgidómur eyjar- innar i gleði og sorgum. Margir komu einmitt þangað til að kveðja hinzta sinni og gengu til hviluikirkjugarðinum á hólnum. Hún átti ekki mikið af helgi- gripum. Það var likt og aldirnar hefðu svo ótrúlega litið skilið eftir handa henni. Samt var þar og er mynd af munki eða dýrlingi grafin úr jörðu, jadesteinsmynd kannski, en þó vigð dul aldanna úr djúpi gleymskunnr.r og hangir á vegg inni við grátur. En á altarinu er annar gripur, for- kunnarfagurt listasmið, gert af einum af sonum eyjarinnar og gefiö til minningar um Jóhann Arason skipstjóra i Bentshúsi, en sonur Jóhanns Sigurjón, gerði þessa gersemi. Það er tákn dyggðanna þriggja. Trú, von og kærleikur. Akkeri, hjarta og kross vandlega og listalega samanfellt úr gulli, silfri og göfgum steini. Hef ég hvergi séð slikan grip fegri utan lands né innan. En þá veit ég heldur ekki um helgigripi fleiri utan altaristöflu, sem að visu er fögur mynd, en ekki fágæt og sýnir meistarann með vinunum tveim ’ á leið til Emmaus. Og svo kom Balthazar, Spán- verjinn ungi og vinur hans, Jökull, prestsonur úr Reykjavik. Og meðan annar skrifaði Siðustu ferð suður, málaði hinn myndir á hvelfingu kirkjunnar. Ekki voru né eru allir ánægðir með þessar myndir, sem eru Kórinn f Flateyjarkirkju. Séra Arelíus I predikunarstólnum. — Ljósmynd: Hermann Kinarsson. fjarri þvi að vera i hefðbundnum stil helgimynda. Og við fyrstu sýn virðast þær harla hversdagslegar og þó um- fram allt framandi á svip. Fólkið og hlutirnir ekki islenzkt, eigin- lega ekkert breiðfirzkt algjör- lega, nema fiskurinn eða fisk- arnir, sem eru hreint ekki af hendingu eitt elzta tákn kristins dóms i sögu mannkynsins. En um leið og við hugsum tákn- rænt er gildi þessara mynda fundið. Þær vaxa þá f vitund og augum og verða allt i einu hin göfugasta list. Þær eru fjarri hinu hátiðlega og fjarlæga gloriuformi helgisiða og hefða, sem einkennir flest i kirkjulegri list. Gildi myndanna i hvelfingu Flateyjarkirkju felst sérstaklega i þvi, að þær sýna kristinn dóm I verkl Og þá er mikið sagt. Byrjum fremst til vinstri þegar inn er gengið. Ingjaldur i Hergilsey stendur þar uppi á hamrinum, svo smár á bjarginu. Hann bendir og er að bjóða sig að fórn fyrir „sakamann” þeirrar aldar, dæmdan og hrjáðan. Hann getur verið táknmynd sjálfs Drottins Jesú, og þó ekki siður tákn hinnar sigildu elsku óum- breytanlegri á bjargi aldanna: „Slitin og forn eru föt min og ljót að flika þeim lengur ég skeyti ekki hót” Þá ernæsta mynd af hornsteini islenzkrar hámenningar, þar sem bóndinn i Flatey fylgir bisk- upitilskips og gefur honum Flat- eyjarbók að skilnaði, skráða sögu undir súð við kolu, sálar- gull fólksins úr bergi hins liðna. Hólsbúð i baksýn, höfðingjasetur Flateyjar um aldaraðir. Tveir bátar á siglingu. Þar sem annar táknar hinztu för Eggerts Ólafssonar, manns morgun- roðans, sem trúað var um ára- tugi að mundi koma aftur og gera framtiðardraum einn að veru- leika, hið nýja fsland. Hinn báturinn minnir á annan Eggert, sem alltof margir hafa alveg gleymt, göfugmennið Eggert i Hergilsey, sem flestum fremur hefur sýnt kristilegan kærleika i verki, þegar hann bjargaði með dug og dáðum fisk- veiða og fuglaveiða á skipi sinu fimmtiu manns frá hungurdauða, er þetta fólk leitaði til Breiða - fjarðaeyja eftir móðuharðindin. Hans mætti einnig minnast sem hins sigrandi eldklerks, þótt óvigður væri biskupshöndum. Þá er næst bókasafnið, tákn- mynd menntahallar, sem eyrir ekkjunnar reisti undir forsjá og hvatningu foringjans. Þetta er sr. Ólafur Sivertsen, endurreisnar- maðurinn og brautryðjandinn, tákn Kristsandans i Flatey þá, og konurnar, fólkið, sem kemur með peningana, aurana sina til að hjálpast við að byggja musteri andans, fyrstu bókhlöðu fslands- Og hún stendur enn uppi á eyjunni likt og á minnismerki við veg ald- anna. Forngripur, dýrgripur, sem ekki má glatast, ekki slitna upp. A næstu mynd er fræði- maðurinn, fréttasafnarinn, tákn mannsins undir súð baðstof- unnar, sem ritar, skapar hand- ritin við bjarmann frá lýsislamp- anum, grútarkolunni eða hvað það nú nefndist ljóskerið við leið kynslóðanna á fslandi. Vissulega var það geisli frá ljósi heimsins, hvort sem það lýsti Snorra við að skrifa Eddu eða Hávamál eða Oddi við þýðingu Nýja-testa- mentisins i Skálholtsfjósi. Og hér er það Gisli Konráðsson, fræða- þulurinn i Norskubúð, með yl vermisteinsins við fætur og hand- ritin að Flateyjarsögu á hnjánum. Sfðasta mynd Balthazars á hvelfingunni vinstra megin, þegar inn gólf kirkjunnar er gengið er tákn tónasmiðsins. En tónarnir hafa verið annað megin- mál kirkjunnar alla tið. En túlkunin var jafnan þriþætt: Orð, tónar, myndir. Og þarna er það læknirinn Sig- valdi Kaldalóns, sem látinn er tákna þennan þátt. Og hann leitar tónanna á tali við alþýðuna, hlustar eftir ómunum á hjarta- strengjum fólksins; Og þaðan koma lögin: „Kirkjan ómar öll” við ljóð dalaskáldsins Stefáns frá Hvita- dal, „fsland ögrum skorið” við ljóð eyjamannsins, sonar árroðans I isl. þjóðlifi Egg erts Ólafss. Bæði fyrst flutt i þessari kirkju i Flatey i desember 1928. Annað um jólin, hitt 1. des. Og þaðan bárust hljómarnir til hvers einasta hjarta á íslandi og munu enn orna þar um aldir. kannski eftir að kirkjan á hólnum I eyjunni er gleymd. Þá litum við á hvelfingu kirkjunnar hægra megin, þegar inn er gengið, og byrjum innst. Þar mætti telja leyniþráðinn, sem tengir myndirnar, vera at- vinnulifið i eyjunni. En tákn og hugsun byggir þó myndirnir af grunni, þótt vissulega séu þessi norrænu vinnubrögð suðræn á svip. Það er ekki islenzkt skip eða breiðfirzkur bátur, sem fólkið er að smiða á innstu myndinni næst predikunarstólnum. En táknin eru söm við sig. Skipið er tákn kirkjunnar. Hún er báturinn, sem viö erum aðsmiðaog i henni erum við öll i sama báti, hvar sem hann er i veröldinni. Og vissulega er þetta skip frá Ararat, örkin sjálf, sem ein getur bjargað i synda- flóði grimmdar, heimsku og haturs. Og vissulega má það vera suðrænt á svip alla leið frá Genezaretvatninu með meist- arann frá Nazaret innan borðs, sem hastar á vind og sjó og kyrr ir allar öldur úr sinum predikun- arstóli i stafni skipsins. Og vissu lega voru það fiskimenn og sjóar- ar, sem voru hans fyrstu fylgis- menn og lærisveinar, verkamenn á strönd, i vör og á bryggju, rétt eins og fólkið i Flatey eða hvaða eyju heimsins sem vera skyldi. Og svo kemur fiskvinnan og búningarnir. Fiskurinn „ygþys” var tákn Krists sjálfs, leyni- merkið, sem mátti nefna upphátt i þeirri neðanjarðarhreyfingu á nútimamáli, sem kirkjan var upphaflega i félagslegu tilliti. Þar fólst fangamarkið stafirnir hans: Jesús Kristur Guðs son! frelsi, auk þess sem fiskimyndin minnti á upphafið, fiskimennina, fiski- veiðar, bátstefnið, hinn fyrsta predikunarstól. Og búningarnir, helgiklæðin, áttu hvert um sig að tákna hinar heilögu hugsjónir, hvit skikkja tákn hreinleika og helgi, rauð og gullin skikkja kærleika og dýrð Framhald á 35. siðu. A siglingu um Breiðafjörð — séðtil Elliðaeyjar. — Ljósmynd: Hermann Einarsson. Margt manna kom með flóabátnum til Flateyjar, og þaö er ös á bryggjunni. — Ljósmynd: Hermann Einarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.