Tíminn - 04.10.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Fimmtudagur 4. október 1973
Hans Fallada:
Hvaðnú.ungi maður?
95
Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
ar ætti bara aö voga sér aö stlga
fæti sinum inn I þetta hús fram-
ar!”
,,Þaö þarf frúin ekki aö óttast!
— En þaö voru þessi sex mörk!”
Og þarna koma þau! Tveir
þriggja marka peningar eru lagö-
ir efst á grindina. Pinneberg
veröur aö láta þá liggja þar,
þangaö til frúin er horfin meö
hundum sinum, þvi aö annars
heföu villidýrin rokiö á höndina á
honum. Þegar hann hefir tekiö
peningana, tekur hann hattinn
ofan aftur og hneigir sig meö ýtr-
ustu kurteisi fyrirhinni reiöu frú,
sem stendur fyrir utan dyrnar.
„Jæja, ég þakka yöur hjartanlega
fyrir frú!”
Þegar Pinneberg heldur
heimleiöis með vagninn með
Dengsa I eftirdragi og sex mörkin
i vasanum, veit hann vel, að
Pússer myndi veröa ánægö með
framkomu hans, en hvaö stoðar
þaö, þegar hann kveinkar sér
sjálfur undan meöferöinni, sem
hann hefir oröiö fyrir? Hvert ein-
asta sáryrði, sem frúin I skraut-
hýsinu sagöi viö hann, hvert
augnatillit og hvern andlitsdrátt
hennar man hann. Þaö nagar
hjartarætur hans og kvelur hann.
Ef hann heföi nú veriö
hreinræktaður, stéttvis öreigi
heföi þaö getað styrkt mann-
gildisvitund hans aö kreppa hnef-
ana og bölva I sand og ösku öllu
þessu helvitis stórborgaradóti!
En Pinneberg er ekki annað en
umkomulltill smáborgari, sem
hefir dreymt um þaö ,,að komast
áfram” og veröa einhvern tima,
„annaö meira”. Hvernig er
hægtað búast við þvi, aö hugsanir
hans og tilfinningar séu nú
breyttar — jafnvel þótt hann hafi
alltaf veriö aö smækka og lækka?
Af hverju eiga Pinnebergshjónin
ekki heima þar sem þau eru skrif-
uð? — Myndabúð Jóakims Heil-
butt — Nú er Lehmann búinn að
fá „reisupassa”.
Tveimur stundum siöar hefir
Pinneberg lokiö viö aö búa til
miödegisverö og boröaö hann
ásamt Dengsa. Siðan hefir hann
komiö Dengsa I rúmiö, og nú
stendur hann á bak viö eldhús-
huröina og biður þess, aö Dengsi
sofni. Dálitil stund liður. Dengsi
kallar I sifellu: „Pebb — pebb”
meö sinum mýksta gælurómi.
En Pinneberg stendur grafkyrr
og biöur. Hann er mjög órólegur
og kviöinn yfir þvi, aö hann nái
ekki lestinni i tæka tiö. Ef svo
færi, má hann búast viö, aö búiö
veröi aö loka skrifstofunni, sem
greiöirhonum kreppustyrkinn, og
þá fær hann engan styrk þessa
viku.
„Pebb — pebb!” kallar Dengsi.
Pinneberg gæti farið og ætti aö
gera það. Hann hefir bundiö
Dengsa fastan I rúmiö, svo aö öllu
er óhætt. En Pinneberg er nú
alltaf hálf-hræddur um barnið.
Hann myndi veröa órólegur allan
daginn, ef hann væri ekki viss um,
aö drengurinn væri sofnaður áöur
en hann fer frá honum.
Loksins sofnar Dengsi og
Pinneberg fer hljóðlega út og læs-
ir dyrunum á eftir sér. Hann tek-
ur á rás yfir merkurnar. A hlaup-
unum hossast nýjar áhyggju-
hugsanir upp og niöur i höföi
hans: Þaö var auövitað hreinasta
vitleysa af þeim að halda gömlu
ibúöinni hjá Puttbreese i heilt ár
eftir aö hann varö atvinnulaus. —
Þaö var i rauninni alger
brjálsemi! — En hins vegar var
ekki svo auövelt að flytja sig þaö-
an með þeirri vissu, að næsta
ibúð yrði enn lélegri og fátæk-
legri. En fjörtiu mörk á mánuöi,
þegar maöur fær niutiu mörk alls
— þaö er fullmikiö.
— Auövitaö höfðu þau ekki ver-
iö meö öllum mjalla! Þetta gat
ekki heldur blessazt til lengdar.
Það hlaut að fara svo, að það
drægist fram yfir gjalddaga að
borga húsaleiguna. Og þegar
nokkur timi hafði liðið þannig
sýndi meistari Puttbreese sig lik-
legan til að standa við þau orð,
sem hann sagði, þegar þau fluttu
sig i húsnæöið:
„Ef eitthvað skyldi standa á
borguninni, skuluö þið fá ókeypis
flutning. Ég skal sjálfur sjá um
hann alla leiö út á gangstéttina!”
Þessa fyndni sina endurtók
hann oft meö alls konar viöaukum
og oröabreytingum, unz hann hót-
aöi einn góöan veðurdag að snúa
gamninu upp i alvöru. Þá varö
Pinneberg i örvæntingu sinni
hugsað til Heilbutts, sem hafði
sagt, að ef hann setti nokkurn
tima verzlun á laggirnar sjálfur,
skyldi Pinneberg vera sá fyrsti
sem hann réöi til sin. Annars
haföi Pinneberg ekki dottið i hug I
alvöru, að Heilbutt væri orðinn sá
bógur, þegar hann fór aö leita aö
heimilisfangi hans daginn eftir
hina alvarlegu hótun Putt-
breeses. Hann varö þvi I senn
undrandi og glaöur, þegar hann
komst aö þvi, eftir margvislegar
fyrirspurnir hjá húsmæörum
Heilbutts að frá ýmsum timum og
athugunum á manntalsskránni,
að I hjarta bæjarins, I einu af
beztu verzlunarhverfunum, væri
veglegt spjald, sem gaf til kynna,
að þar væri „Myndabúð Jóakims
Heilbutts”.
Og það stóö heima; Heilbutt
hafði þarna sina eigin verzlun.
Hann lét ekki bugast af fyrstu
raun, karlinn sá. Nú, þegar
Pinneberg hugsar til þess, hvern-
ig Heilbutt tók á móti honum þá,
og hvernig hann hefir reynst hon-
um siöan, er hann upp meö sér af
þvi að geta kallað Heilbutt vin
sinn. Jóakim Heilbutt haföi ekki
gleymt gamla loforðinu. Þaö
fyrsta, sem hann geröi, var aö
bjóða Pinneberg stöðu. Að visu
var ekki um annaö kaup að ræða
en ágóðahlut af sölu. Pinneberg
átti að veröa umferðasáli eða
eins konar umboðsmaður fyrir
myndabúðina. Þegar Heilbutt lét
i ljós hryggð sina yfir þvi, að hið
nýstofnaða fyrirtæki hans gæti
ekki borið þau útgjöld aö hafa
mann á föstum launum, fannst
Pinneberg, að hann yröi að reyna
þetta, bara til aö sýna þakklæti
sitt.
Þvi að málið horfir nefnilega
þannig við, að „vörurnar”, sem
Heilbutt verzlar með, eru nektar-
myndir. Sem elheitur fylgismað-
ur nektarhreyfingarinnar hefir
hann — i stað þess að láta burt-
reksturinn hjá Mandel verða sér
að varnaði — blátt áfram tekið
það til bragðs að skapa sér nýja
atvinnu úr ást og aödáun annarra
á hinu óhjúpaða.
Hið fágæta og frábæra einka-
safn af nektarmyndum, sem
Heilbutt hafði safnað meðan
hann var hjá Mandel, var grund-
völlurinn undir þeirri verzlun,
sem hann rak nú. Það var lfka
tilætlunin, að Pinneberg gengi á
milli væntanlegra skiptavina
firmans og byði þeim eftirmyndir
af þessum dásemdum.
En þvimiður, — hann verður að
viöurkenna þaö andvarpandi nú,
þegar hann lituryfir farinn veg —
að hann var ekki hæfur til starfs-
ins. — Og þó er hann sannfærður
enn I dag um það, að það var
leikur aö hafa peninga upp úr
þessu. Ekki var það samt af þvi,
að Pinneberg væri svo teprulegur
og óframfærinn. Hreint ekki! En
hann hefir hlotið að vanta þann
eldmóð hrifningarinnar, sem
Heilbutt sjálfur var fullur af. Það
fór alveg út um þúfur!
1517
Lárétt
1) Skipulag,- 6) Alfa.- 10)
Friður.- 11) 45,- 12) Fugl.- 15)
Hanki,-
Lóðrétt
2) Bandalag.- 3) Leyfi,- 4)
Tæplega,- 5) llát,- 7) Þýfi,- 8)
NIÖ.- 9) Kró,-13) Miðdegi,- 14)
Vigt,-
Ráðning á gátu No. 1516
1) Kónga.- 6) Ukulele.- 10)
RR,- 11) Ar,- 12) Sólskin,- 15)
Stara.-
Lóðrétt
2) öku,- 3) GFE.- 4) Þursa.- 5)
Þerna.- 7) Kró.- 8) Lás,- 9)
Lái,- 13) Let.- 14) Kór,-
zmzwl
ii Tr
ama
Hi/ELL
G
Við fáum að ; ^
á Marsbúaskipi
Það er svei mér..
^En erum
við gestir
<t.eða fangar?
É 1 —*x/'Raeninginn, var pao nann
'^Þúslóstviðræningjann.Skot - v sem siappmeð þýfið?
hljóp úr byssunni, kannske hitti
það Jim. Þaö er möguleiki.
" Ég hélt, að ég hefði rotað
hann, en þegar ég sneri mer
við, þá stökk hann út.‘
HeldurðuTaðW'Viö viljum
ég hafi látiðl sannleikann',
hann sleppa?/ V Zokko.
lilÍ II.
I
Fimmtudagur
4. október
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðni Kolbeinsson les
fyrsta hluta sögunnar
„Nafnlausu eyjunnar” eftir
Ingólf Jónsson frá Prests-
bakka. Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunpopp ki. 10.25:
Carole King syngur. Fréttir
kl. 11.00 Hljómplötusafnið
(endurt. þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni Margret
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Hin
gulina framtið” eftir Þor-
stein Stefánsson Kristmann
Guðmundsson les (10).
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tónlist Kammersveit
Bath-hatiðanna leikur Svitu
nr. 4 i D-dúr eftir Bach:
Yehudi Menuhin stj.
Manfred Kautzky og
Kammersveitin i Vin leika
óbókonsert i G-dúr eftir
Karl Ditters von Ditters-
dorf: Carlo Zecchi stj.
Alexandre Lagoya og
Andrew Dawes leika Kon-
sertsónötu fyrir gitar og
fiölu eftir Paganini. Virtuosi
di Roma leika Konsert I a-
moll eftir Vivaldi/Bach:
Renato Fasani stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
17.05 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson
cand.mag. flytur þáttinn.
19.10 Landslag og leiðir: t
ógöngum Erindi eftir dr.
Harald Matthiasson. Ólafur
Haraldsson flytur.
19.35 Gestur i útvarpssaj:
Vera Lengyel frá Banda-
rikjunum leikur á pianó
verk eftir Karl Philipp
Emanuel Bach, Johannes
Brahms, Menaham Avidom
og Ben-Haim.
20.05 Leikrit: „Það er tómt
mál að tala um það” eftir
Don Haworth Þýðandi:
Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri: Gisli Halldórs-
son, Persónur og leikendur:
Georg, Hjalti Rögnvalds-
son., Fred, Þorsteinn
Gunnarsson., Smith, Arni
Tryggvason., Jones
Erlingur Gislason., Harris,
Baldvin Halldórsson.,
Crocker, Hákon Waage.,
Aðrir leikendur: Sigriður
Hagalin, Margrét ólafs-
dóttir, Rúrik Haraldsson og
Harald G. Haralds.
20.55 „Lif og ástir kvenna”,
lagaflokkur eftir Robert
Schumann Christa Ludwig
syngur. Gerald Moore
leikur á pianó.
21.20 Ljóðaþýðingar eftir
Yngva Jóhannesson Herdis
Þorvaldsdóttir leikkona les.
21.35 Ungverskir dansar eftir'-
Johannes Brahms Sinfóniu-
hljómsveit ungverska út-
varpsins leikur, György
Lehel stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill
22.35 Manstueftir þessu?Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
TIMINN
ER
TROMP *