Tíminn - 04.10.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 04.10.1973, Qupperneq 19
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 19 Kirkjugarösveggurinn aö Saurbæ á Hvaifjaröarströnd, hlaöinn af Marteini Davfössyni, listmúrara. Þeir standa þarna hjá garöinum, Marteinn (t.v.) og Aöalsteinn (t.h.) Ein er sú starfsemi i landi okk- ar, sem ekki er neitt mjög oft i sviösljósinu. Það er umsjón, hrið- ing og skipulagning kirkjugarða. Þó er þarna mikið verk unnið, iðulega af óeigingjörnum söfnuð- um i fámennum sóknum, — fólki, sem ekki lætur sér á sama standa um útlit þess reits, þar sem for- feður, frændur og nágrannar hafa verið til hvildar lagðir. Til okkar er kominn Aðalsteinn Steindórsson. Hann hefur á hendi yfirumsjón með kirkjugörðum á öllu Islandi, það er að segja þeim görðum, sem eru á snærum þjóð- kirkjunnar. Aðalsteinn varð góð- fúslega við þeim tilmælum að svara hér nokkrum spurningum, og liggur þá fyrst fyrir að spyrja um verkefni þess sumars, sem fer nú senn að kveðja okkur. Verkefni liðins sumars — Hvað bar helzt til tiðinda hjá ykkur i sumar, Aðalsteinn? — Þvi er fyrst til að svara, að það hefur sjaldan verið eins mikið lif i tuskunum hjá okkur og ein- mitt i sumar. Þetta hófst með þvi — eða orsökin er i raun og veru sú, — að ég komst i samband við ágætan mann, Martein Daviðs- son, listmúrara. Siðan hefur hann unnið að lausn þeirra verkefna, sem fyrir hendi voru, og stein- smið þurfti til þess að fram- kvæma. I Miklabæ var vigð ný kirkja i vor. Séra Sigfús hafði mikinn hug á að umhverfi hennar yrði engu siðra en hún sjálf og bað mig þess vegna að koma norður og vera sér innan handar við tiltekt og skipu- lagningu, svo og að leggja gang- stéttir og gera vissa afmörkun innan lóðarinnar. Þetta tókst. Ég fékk Martein með mér til verks- ins, við unnum þarna saman i nokkra daga, en siðan varð hann eftir, þegar ég fór, lauk verkinu og skilaði þvi þann veg af sér, að ég held, að allir megi vel við una. Það eru ekki heldur neinar öfgar, þótt sagt sé, að Miklibær hafi bók- staflega endurfæðzt i höndunum á séra Sigfúsi. Næst vil ég nefna það, að við byggðum upp tröppurnar að hin- um fræga heiðursgrafreit á Þing- völlum, þar sem þeir hvila Einar Benediktsson og Jónas Hall- grimsson. Þessar tröppur eru gerðar úr islenzku helluhrauni. Marteinn sagaði þær til og felldi saman, svo þær eru mjög auð- veldar yfirferðar og auk þess einkar náttúrlegar og falla vel inn i umhverfið. Frá Þingvöllum fórum við að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar þurfti að byggja sérstakan vegg við stórkostlegt sáluhlið, sem þar er, gert úr dönskum múrsteini, en teikningu af þvi hafði Finninn Lennart Segerstrále, gert. Venju- leg, islenzk girðing hefði ekki far- ið vel við þetta geysimikla hlið, sem minnisstætt mun verða flest- um, er séð hafa. Það stóð dálitið i mér, hvernig bezt væri að ráða fram úr þessu, en svo þóttist ég um siðir hafa dottið niður á sæmilega hugmynd og bar hana undir Martein og séra Jón Einarsson, prest i Saur- bæ. Upp úr þvi var ákveðið að hefjast handa, að sjálfsögðu i fullu samráði við sóknarnefndina. Það var fenginn ágætur meður til þess að steypa undirvegginn, en siðan tók Marteinn verkið að sér. Handbragði hans ætla ég ekki að fara að lýsa hér. Sjón er sögu rikari. Þeir, sem hug hafa á þvi að kynna sér, hvernig þetta litur út, ættu ekki að fara þarna fram- hjá, þegar þeir eiga leið um, held- ur stanza um stund og virða það fyrir sér, sem þar hefur verið gert. ' — Hvað um fleiri verkefni i sumar? — Jafnframt þessu, sem ég hef veriö að tala um, höfum við nú i sumar unnið talsvert aðþvi að þvo og hreinsa grafskriftir og leiða þannig i ljós gamalt letur, sem orðið var ólæsilegt. Við fórum að Staðarfelli i Dölum. Þar er merkisgarður, sem hefur verið i fremur lélegu ásigkomulagi, og er það að visu enn, þótt hann hafi fengið þessa heimsókn okkar. Viö reistum við gamlar marmara- plötur, limdum þær saman, sem brotnað höfðu, þógum og hreinsuðum letur eftir þvi sem föng voru á. önnur minnismerki voru sett á stall, hreinsuð og þvegin. — Voruð þið ekki lengi að þessu öllu? — Það tók okkur ekki langan tima. Að visu eru þetta alltaf dýr verk, bæði efnið og vinnan, en það er nú ekki nýtt, að það þyki dýrt, sem kirkjum við kemur. Hellan hans Bjarna amtmanns Næst fórum við að Möðruvöll- um I Hörgárdal. Séra Þórhallur Höskuldsson var búinn að biðja mig að koma og hressa upp á gömul minnismerki. Við þessu varð ég að sjálfsögðu, fór norður og var á Möðruvöllum i þrjá daga ásamt Marteini og öðrum manni til. — Var ekki margt fróðlegt þar að sjá? — Jú. Það fundust þarna stein- ar, en ekki hafði verið hægt að lesa á um langt árabil, jafnvel áratugum saman. En á Möðru- völlum eru grafnir margir merkir og þjóðkunnir menn, sem of langt yrði upp að telja hér, en ég leyfi mér að visa til ágætrar greinar i blaöinu Degi á Akureyri frá 22. ágúst s.l. Það er viðtal við séra Þórhall Höskuldsson á Möðru- völlum. Frá Möðruvöllum fór Marteinn Daviðsson að Bolungarvik og blátt áfram reisti þar skrautvegg við Hólskirkju — á hinu gamla menningarsetri. Þennan skraut- vegg þurfa menn að sjá með eigin augum. Það er ekki nóg að skoða myndiraf þeim, að minnsta kosti, ef ekki er um litmyndir að ræða. Steinarnir geta nefnilega litið út eins og hinn fallegasti gróður, ef þeireru þannig settir saman. Hóll gefur ekki tilefni til að vera þar meö stór skjólbelti eða mikla mergð skrautblóma, þess vegna ber að leggja áherzluna á annað og reyna að vera i sem mestu samræmi við umhverfið. Það er reyndar þetta, sem allar sóknar- nefndir á landinu eiga sifellt að hafa I huga og keppa að: Að hafa varnir kirkjugarðanna og allan frágang þeirra i nánu samræmi við landslag og veðurfar, eins og þetta er á hverjum stað. Næst vil ég nefna Kotströnd i ölfusi. Þar var i fyrra lokið fram- kvæmdum, sem voru mjög mynd- arlega af hendi leystar, bæði af hálfu sóknarnefndarinnar og af garðyrkjuverktakanum, Þór Snorrasyni. Þess má geta, að hann hlóð lika garð i Grindavik i mjög liku formi. A Stórólfshvoli hefur verið hlaðinn veggur við sáluhlið ný- lega, og á Olfljótsvatni voru framkvæmdir i sumar, og eins á Mosfelli i Grimsnesi. Þetta hefur verið hlaðið af heimamönnum, að visu með hjálp. A Mosfelli vann aö framkvæmdum Sigurþór, sá er hlóð garðinn á Hjalla, og á Úlf- ljótsvatni vann Guðmundur, fyrr- um bóndi á Nesjavöllum. Hann er nú kominn á niræðisaldur og get- ur enn vel lagt stein I vegg. — Hefur ekki gerzt eitt og ann- að skemmtilegt hjá ykkur i sumar? Hluti af kirkjugarðsvegg I Boiungarvik. Unninn af Marteini Davíðssyni, sem styðst upp að veggnum, rétt við sáluhiiðið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.