Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 6
6 23. september 2004 FIMMTUDAGUR Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað: Tilboð langt yfir áætlun SJÚKRAHÚS Tvö tilboð bárust vegna endurbóta og viðbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað og eru bæði langt yfir kostn- aðaráætlun. Kostnaðaráætlun vegna verksins nemur rúmum 168 milljónum króna. Annað tilboðið nam tæpum 262 milljónum króna, sem er 55,6 prósentum yfir kostn- aðaráætlun, og hitt um 277 millj- ónum króna, sem er 64 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Annað til- boðið var frá tveimur einstakling- um í Kópavogi og hitt frá Viðhaldi fasteigna í Fjarðabyggð. Byggja á 305 fermetra við sjúkrahúsið en jafnframt verður gamla sjúkrahúsið endurinnrétt- að. Það er alls þrjár hæðir að grunnfleti, samtals rúmir eitt þús- und fermetrar. Í verkinu felst meðal annars að fjarlægja núver- andi þak, byggja nýja hæð og þak og nýtt anddyri utan á húsið, auk ýmissa annarra minni viðgerða og breytinga. Áætluð verklok ásamt frágenginni lóð eiga að vera eigi síðar en 1. apríl 2006. Að sögn Einars Rafns Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Austurlands, munu málin væntanlega skýrast næstu daga en hann segir það ljóst að tilboðin sem eru aðaltilboð og frávikstilboð rúmist ekki innan þeirrar fjármögnunar sem fyrir- huguð var. Málið fer því aftur til ráðuneytis heilbrigðismála. ■ Aftanákeyrslum fjölgar og fleiri slasast á rauðu Árekstrum hefur fjölgað eftir breytingar sem gerðar voru á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í fyrra. Færri virðast þó slasast nú en áður. Langflestir slasast í aftanákeyrslum. Forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra vill mislæg gatnamót sem fyrst. UMFERÐ Aftanákeyrslum hefur fjölg- að á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eftir breyting- ar sem þar voru gerðar á aksturs- ljósum í fyrrahaust, að því er fram kemur í nýjum tölum frá trygginga- félaginu Sjóvá-Almennum. Þá hefur einnig fjölgað árekstrum sem verða þegar ökumenn skipta um akrein inni á gatnamótunum og veltir tryggingafyrirtækið upp þeirri spurningu hvort gul blikkandi ör akstursljósanna kunni að rugla þá. Í fyrra voru sett upp beygjuljós sem eru í gangi á kvöldin og næt- urnar en blikka gul yfir daginn. Þá var gerð betri aðgreining fyrir gangandi vegfarendur, með grind- verki og tvískiptum gönguljósum. „Eftir þær breytingar hafa ekki verið skráð slys á gangandi eða hjólandi vegfarendum,“ segir Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi hjá Sjóvá-Almennum. Aftanákeyrslur eru nú 68 pró- sent allra tjóna við gatnamótin í stað 63 prósenta áður. Svonefndum vinstribeygjutjónum hefur hins vegar fækkað töluvert, úr því að vera 23 prósent allra tjóna niður í 16 prósent. „Alvarlegustu slysin hafa átt sér stað, annars vegar á rauðu ljósi og hins vegar þegar tek- in er vinstri beygja í veg fyrir um- ferð sem kemur á móti,“ segir Ein- ar. Tölurnar sýna einnig að slösuð- um hefur fækkað verulega, úr 17 á tímabilinu september 2002 til ágústloka 2003, í 10 frá því í sept- ember í fyrra og til ágústloka nú. Einar segir óhætt að yfirfæra tölur fyrirtækisins á heildina miðað við markaðsstöðu, en Sjóvá er með um þriðjungshlutdeild á trygginga- markaði. Þannig má gefa sér að eftir breytingar slasist nú árlega um 30 manns á gatnamótunum í stað 50 áður. Einar bendir þó á að ískyggilegt sé hversu mjög þeim fjölgar sem slasast við akstur á rauðu ljósi, úr 10 prósentum í 30 prósent af heildarfjölda. Hann áréttar þó að tímabilið sé stutt og því vegi hvert slys þungt í tölunum. Þá bendir hann á að slysum hafi almennt fækkað um 17 prósent á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Hafi fólk umferðaröryggis- og forvarnarsjónarmið í huga segir Einar að taka ætti gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar sem fyrst í mislæg gatna- mót. „Þarna krossast meginumferð- arstraumarnir,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Haldið í tvö ár: Loks laus úr fangelsi EGYPTALAND, AP Egypski klerkurinn Nashaat Ibrahim er laus úr haldi, tveimur árum eftir að dómstóll úrskurðaði hann saklausan af þeim ákærum sem hann var hand- tekinn fyrir. Ibrahim var einn af 94 mönn- um sem voru sakaðir um að hafa stofnað vígasveit sem hafði það að markmiði að ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum. 43 sakborningar voru sýknaðir af ákærum 9. september 2002. Ibra- him var þeirra á meðal en þrátt fyrir það var honum ekki sleppt úr haldi fyrr en á þriðjudag, rúm- um tveimur árum síðar. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Vantagepoint Venture Partners hefurkeypt sig inn í Oz. Hversu mikið fé leggur það í fyrirtækið? 2Hvað heitir forstjóri Brims sem komstí fréttirnar þegar sérstakt félag var stofnað um rekstur togarans Sólbaks? 3Frá hverjum fékk Halldór Ásgrímssonforsætisráðherra hjólbörufylli af les- efni? Svörin eru á bls. 51 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ Tilboðin tvö sem bárust vegna endurbóta og viðbyggingar sjúkrahússins voru langt yfir kostnaðaráætlun. 17 10 33 15 33 17 37 10 Þróun tjóna fyrir og eftir breytingar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar haustið 2003. Sept. ‘00- ágúst ‘01 Sept. ‘01- ágúst ‘02 Sept. ‘02- ágúst ‘03 Sept. ‘03- ágúst ‘04 Fjöldi slysa Fjöldi slasaðra ÁREKSTUR Á HÆTTULEGUM GATNAMÓTUM Síðasta haust voru gerðar breytingar á öku- og gönguljósum við gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Síðan hefur slysum á fólki fækkað en árekstrum hins vegar fjölgað. EINAR GUÐMUNDSSON Einar, sem er forvarnafulltrúi hjá Sjóvá-Al- mennum, segir að ráðast ætti sem fyrst í gerð mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. HERBÍLAR Í LOGUM Nató sér um þjálfun íraskra hermanna sem eiga að berjast gegn uppreisnar- mönnum. Herþjálfun Nató: Þjálfar dáta fyrir Íraka BRUSSEL, AP Ríki Atlantshafsbanda- lagsins hafa komist að samkomu- lagi um að senda 300 herforingja til Íraks til að setja á fót og reka herskóla í nágrenni höfuðborgar- innar Bagdad. Fyrir höfðu 40 leið- beinendur verið sendir til Íraks en ekki var hægt að ráðast í frek- ari aðgerðir þar sem Frakkar stóðu, þar til í gær, á móti því. Niðurstaða Atlantshafsbanda- lagsins er málamiðlun milli Bandaríkjanna, sem vildu að Írak- ar fengju sem mesta aðstoð við þjálfun hermanna, og Frakka, sem vildu ekki senda lið á vegum Nató til Íraks. Í ræðu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti þjóðir heims til að gera meira til að styð- ja við bakið á Írökum. Einn liður í því er þjálfun hermanna til að auðvelda íröskum yfirvöldum að koma upp hersveitum sem geta barist gegn vígamönnum. ■ GÆÐAVERKEFNI STYRKT Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, veitti í gær 13 styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, samtals hálfri þriðju milljón króna. 30 styrkumsóknir bárust, en hæsti styrkurinn var upp á 350 þúsund krónur. Styrkt voru verkefni í heilbrigðisþjónustunni víðs vegar um landið. ■ HEILBRIGÐISMÁL 06-07 22.9.2004 21:54 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.