Fréttablaðið - 23.09.2004, Page 9

Fréttablaðið - 23.09.2004, Page 9
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 59 27 09 /2 00 4 Hausthátíð Erikur 3 stk. 999 kr. Tilboð á haustlaukum Heimilisvendir 499 kr. Ljósaseríur -nýjar gerðir 790 kr. Aldrei betra verð 10 túlipanar 99 kr. 10 krókusar 99 kr. 15 perluliljur 149 kr. 9FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Fordómar í garð parkinsonsjúkra: Dyravörðum er vandi á höndum FORDÓMAR „Á þeim stöðum sem ég hef unnið á hef ég aldrei vitað til þess að fólki sé mismunað á nokkurn hátt,“ segir Örlygur Trausti Jónsson aðspurður um meinta fordóma í garð parkinson- veikra á vínveitingahúsum, en Ör- lygur hefur unnið sem dyravörð- ur á vínveitingastöðum í gegnum tíðina. Í viðtali við Fréttablaðið á mánudaginn lýsti Héðinn Waage parkinsonsjúklingur því hvernig hann hefði mætt fordómum vegna sjúkdóms síns, og þá ekki síst á vínveitingastöðum þar sem hon- um hefur verið vísað út vegna grunsemda um ölvun, en Héðinn riðar og á erfitt með tal. „Sjálfur hef ég lent í þeirri aðstöðu að hafa þurft að vísa fólki út af skemmtistöðum sök- um drykkju, en síðar hefur kom- ið í ljós að fólkið er haldið ein- hverjum sjúkdómi eins og park- inson,“ segir Örlygur. „En því fólki hefur í langflestum tilfell- um verið hleypt inn aftur þegar það hefur kynnt fyrir manni sín- ar aðstæður.“ Örlygur segir þetta vissulega geta skapað óþægindi, og hann útilokar ekki að einhvern tím- ann hafi manneskju verið vísað út án þess að eiga það skilið. En dyravörðum sé hins vegar vandi á höndum. „Fólk segir stundum að það sé haldið einhverjum sjúkdómi og kvilla, þegar það er verið að vísa því út, en síðar kemur í ljós að það er uppspuni frá rótum. Ef t.d fólk með park- insonsjúkdóm gengur um með kort sem segir að það sé haldið sjúkdómnum, eins og Héðinn Waage er með, þá ætti þetta að virka vel fyrir báða aðila.“ ■ Á VÍNVEITINGAHÚSI Dyravörður segir það vissulega koma fyrir að fólki með parkinson hafi verið vísað út vegna grunsemda um ölvun, en slíkt hafi vanalega verið leiðrétt. AUKIN GÆSLA Líbanskir hermenn tóku sér stöðu fyrir utan ítalska sendiráðið í Beirút, höfuðborg Líb- anons. Skömmu áður höfðu borist fregnir af því að meintir hryðjuverkamenn sem voru handteknir, sakaðir um að skipuleggja árásir á erlend sendiráð og sendiráðsstarfs- menn, væru í tengslum við al Kaída. Ísraelski herinn: Fær gefins sprengjur ÍSRAEL, AP Bandaríkjamenn ætla að selja Ísraelum nær 5.000 háþróað- ar sprengjur og greiða sjálfir fyrir þær með peningum sem ætlaðir eru til hernaðaraðstoðar við Ísra- ela. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz er kaupverð sprengjanna tæpir 23 milljarðar króna. Auk sprengjanna fá Ísraelar stýribúnað og æfingabúnað en fyrir eiga Ísraelar gervihnött sem þeir geta notað til að stýra sprengjunum að skotmörkum sín- um. Ísraelsher segir sprengjurn- ar ekki verða notaðar gegn Palest- ínumönnum en neitaði að afneita notkun þeirra gegn Írönum sem eru grunaðir um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ■ Skýrslur KGB: Meirihluta gagna eytt LETTLAND, AP Lettar munu eyða stærstum hluta þeirra skýrslna sem sovéska leynilögreglan, KBG, skildi eftir þegar Sovét- menn héldu frá Lettlandi eftir að Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði. Einu skýrslurnar sem verða gerð- ar opinberar eru þær sem fjalla um fólk sem ljóstraði upp um and- óf við Sovétríkin. Nefnd á vegum lettneska þingsins tók þessa ákvörðun og sagði formaður hennar, Mareks Seglins, að ekkert væri á því að græða að gefa upp nöfn fólks sem hefði greint frá raunverulegum glæpum og spillingu. ■ TUGMILLJÓNA SEKT Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS verður að greiða andvirði um 40 milljóna króna í sekt fyrir atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu frá úrslitaleik ameríska fótboltans. Þá sást brjóst söngkonunnar Janet Jackson í skemmtiatriði sem fór að sögn úrskeiðis. Hálf milljón kvartana barst vegna at- viksins. Evrópusamstarf: Mónakó í Evrópuráðið EVRÓPA Mónakó verður 46. aðildar- ríki Evrópuráðsins 5. október næst- komandi, að því er fram kemur í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Umsókn Mónakó um aðild að ráðinu var fyrst lögð fram árið 1998. Að fenginni jákvæðri umsögn þings Evrópuráðsins eftir að breyt- ingar höfðu verið gerðar á sam- starfssamningi Mónakó og Frakk- lands frá 1930 samþykkti ráðherra- nefnd Evrópuráðsins aðildina. Hvíta-Rússland er nú eina Evr- ópuríkið sem stendur utan Evrópu- ráðsins. Ísland varð aðili að Evrópu- ráðinu 7. mars árið 1950. ■ ■ BANDARÍKIN 08-09 22.9.2004 21:47 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.