Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 10
23. september 2004 FIMMTUDAGUR Æsispennandi forsetakosningar fram undan: Ráðast í Flórída og Arkansas BANDARÍKIN Úrslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum ráðast af því hvernig kjósendur í Flórída og Arkansas greiða atkvæði, að því er segir í kosningaspá Zogby- fyrirtækisins sem kannar fylgi forsetaframbjóðendanna eftir ríkjum Bandaríkjanna. Samkvæmt nýjustu spá fyrir- tækisins myndi demókratinn John Kerry fá 264 kjörmenn ef kosið yrði í dag og George W. Bush Bandaríkjaforseti 241. Of litlu munar á fylgi þeirra í Flórída og Arkansas til að hægt sé að dæma öðrum frambjóðandanum sigur- inn. Því myndu úrslitin ráðast í þessum ríkjum. Bæri Kerry sigur úr býtum í Arkansas myndi hann tryggja sér samtals þá 270 kjör- menn sem þarf til að tryggja sér forsetaembættið. Skipti þá engu hvort Kerry eða Bush fagnaði sigri í Flórída. Mjótt er á munum í fleiri ríkj- um og að sögn Zogby gæti farið svo að Bush og Kerry fengi hvor um sig 269 kjörmenn og þá þyrfti fulltrúadeild Bandaríkjaþings að höggva á hnútinn. Til að svo fari þyrfti Kerry að vinna í Arkansas og Bush í Flórída auk þess sem úr- slit breytist í tveimur ríkjum. Kerry er spáð naumum sigri í Minnesota og Bush í Missouri. Snúist þetta við fá frambjóðend- urnir jafn marga kjörmenn. ■ GEORGE W. BUSH Fyrir fjórum árum fékk Bush færri atkvæði en Al Gore en vann samt. Nú gæti hann fengið fleiri atkvæði en John Kerry en samt tapað. GJALDÞROT Tvö fyrirtæki, Rekstrarfélag Véla og þjón- ustu hf. og nýstofnað fyrir- tæki, Vélar og þjónusta ehf., reyna að tryggja sér sömu um- boðin og sömu viðskiptavini, að sögn Stefáns Bjarnasonar, fjármálastjóra Véla og þjón- ustu ehf. Fyrrnefnda fyrirtæk- ið hefur verið lýst gjaldþrota. Talið er að heildarskuldir þrotabúsins nemi um milljarði. Hið nýstofnaða fyrirtæki er í eigu sömu manna og áttu fyrra fyrirtækið. Arnar Bjarnason, forsvars- maður rekstrarfélags Véla og þjónustu hf., segir KB banka reyna að hámarka verðmæti þrotabúsins: „Það er ljóst mál að það verður eitthvað til úr þessu félagi. Framtíðarrekstur þess skýrist á næstu dögum,“ segir Arnar. Verið sé að flytja vörur og varahlutalager þrota- búsins úr verslun hins nýja fyrir- tækis í annað húsnæði. Stefán segir KB banka hafa óverðskuldað sett fyrra fyrirtækið í þrot. Eigendurnir hafi því stofnað annað fyrir- tæki og vinni að því að semja aftur við erlendu umboðin með hjálp Ís- landsbanka og Glitnis. Hann segir heildar- skuldir fyrirtækisins um milljarð en fyrirtækið hafi átt eignir í birgðum og útistandandi kröfum og öðru fyrir 600 milljón- ir. „Gjaldþrot fyrirtækis- ins er því að hámarki 300 til 400 milljónir,“ segir Stefán. Búið sé að semja við marga fyrri lánadrottna svo hægt sé að hefja starfsemi hins nýja fyrirtækis. ■ Íslandsbanki og Glitnir fjármagna Vélar og þjónustu ehf: Umboðin ráða úrslitum VÉLAR OG ÞJÓNUSTA Fjármálastjóri Véla og þjónustu segir KB banka hafa óverð- skuldað sett fyrra fyrirtækið undir sama nafni í þrot. Eigendurn- ir hafi því stofnað annað fyrirtæki og vinni að því að semja aftur við erlendu umboðin með hjálp Íslandsbanka og Glitnis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MISSA SKAMMTÍMAVIST Meðan á kennaraverkfallinu stendur missa fötluð börn í Öskjuhlíðarskóla missa skammtímavist sem þau eiga kost á, því hún er byggð upp með tilliti til skólatímans. Á myndinni eru þrjár mæður með börn sín sem svo er ástatt um, f.v. Karlotta Finnsdóttir með Ásdísi, Guð- rún Árnadóttir með Árna Kristján og Guðrún Bergmann með Birgi. MENNTAMÁL Fötluð börn sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla missa í kennaraverkfallinu skammtímavist á vegum Svæðisskrifstofa um mál- efni fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi. Þá hefur stærstur hluti þeirra enga skóladagvist. Verkfallið kemur því afar hart niður á viðkom- andi fjölskyldum, sagði Karlotta Finnsdóttir, móðir stúlku sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla. Stór hópur barna í skólanum hef- ur átt kost á skammtímavist á þeim tíma dagsins sem þau eru ekki í kennslustundum. Hún er því ein- ungis milli klukkan þrjú og hálf- fjögur á daginn og átta á morgnana, nokkra samliggjandi daga í senn. Það þýðir að foreldrar barnanna þyrftu að sækja þau klukkan átta að morgni og vera með þau allan dag- inn. Grundvöllurinn fyrir vistinni, sem á að gefa foreldrunum kost á að hvílast í nokkra daga, er því brost- inn í kennaraverkfallinu. „Fötlun minnar dóttur er þannig að hún vill ekki fara mikið að heim- an, nema þá í rútínu sem hún er vön,“ sagði Karlotta. „Hún fer ekki í skammtímavistunina Í Eikjuvogi núna, því þá þyrfti að sækja hana klukkan átta á morgnana, hafa hana heima á daginn og aka henni svo aftur í vistunina síðdegis. Það geng- ur ekki upp, þótt ekki væri nema vegna þess að hún yrði enn erfiðari ef meira rót kæmist á hagi hennar en orðið er með því að kennslan hennar í skólanum félli niður.“ Karlotta sagði að staðan sem nú væri komin upp bitnaði mjög hart á foreldrum fötluðu barnanna. Sjálf væri hún þrisvar búin að stytta sinn vinnutíma vegna dóttur sinnar og nú væri hún meira eða minna bund- in yfir henni eða með hugann hjá henni, ef einhver gætti hennar. „Þetta er orðið spurning um hversu lengi maður heldur vinn- unni,“ sagði hún. „Fötlun dóttur minnar er þannig að henni hefur gengið afskaplega illa í skólanum, þar til í haust. Þá varð hún svo ánægð og leið svo vel, en þá skall verkfallið á.“ Karlotta sagði foreldra fatlaðra skólabarna reyna að leysa sín mál með öllum mögulegum ráðum. Í einu tilviki vissi hún til þess að afi á níræðisaldri væri að reyna að gæta fatlaðs barnabarns sín, svo foreldr- arnir kæmust í vinnuna. jss@frettabladid.is Missa skammtíma- vistun í verkfallinu 10-11 22.9.2004 21:17 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.