Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR, UM LAND ALLT Allt fé á brott fró Hrísey SF-IIrisey —Unnið er nú af kappi við hitaveituframkvæmdir i eynni. Búið er að ganga frá lögnum, en beðið er eftir dælu, sem von er á frá Bandarikjunum i nóvemberlok. Borað var eftir heitu vatni vestan á eynni, norðan við svonefnt Saltnes. Holurnar eru tvær, en ekki er nema önnur nýtt. Hún er 130 metra djúp og gefur af sér 18-20 sekúndulitra af 67 stiga heitu vatni. Áætlað er að tiu sekúndulitrar fullnæai börfum eyjarskeggja. Skóli er að sjálfsögðu hafinn og hér eru fjórir ágætir kennarar, flestir nýliðar, sem kenna 67 börnum. F ra mh aldsskóla - nemendur eru farnir úr eynni. Þeir voru 10-12 og munar töluvert um þá i atvinnulifinu, þvi að ekki búa nema 305 menn hér. Fiskiriið hefur verið fremur dapurt, en samt er nóg að gera, og mannafli raunar of litill. Allt fé er nú horfið héðan úr eynni vegna væntanlegrar tilraunastöðvar. Það var allt selt á fæti. Ekki eru enn hafnar fram- kvæmdir við tilraunastöðina, en það verður væntanlega gert næsta sumar. Litið er um rjúpu, þótt varp hafi verið mun meira en i fyrra, að sögn Finns Guðmundssonar fuglafræðings, sem komið hefur hingað þrivegis i sumar til rjúpnarannsókna. —HHJ Heitavatns- boranir í Hrunamanna- hreppi AÐ sögn fréttaritara Timans i Hrunamannahreppi, Skúla Gunn- laugssonar, hafa farið fram bor- anir á þremur stöðum i sveitinni á vegum Orkustofnunar i sumar. Borað var niður um 330 m að Flúðum og fengust 20 1/sek. (sekúndulitrar) af 95 gráða heitu vatni. 1 Birtingarholti fengust 4 1/sek. af 60 gráða heitu vatni, en þar var borað niður á 550 m dýpi. A Reykjabóli var hver með rennslið 2 1/sek, en við boranir tvöfaldaðist rennslið af rúmlega 100 stiga heitu vatni. Bændur i Hrunamannahreppi eru nú i eftirleit og hafa fengið gott veður til þessa. Unnið er að stækkun félags- heimilisins á Flúðum. 1 viðbótar- byggingunni eiga að vera fundar- salur, hreppsskrifstofa, einnig stærra leiksvið. gbk Bruni á barnaleikvelli A sjötta timanum á laugardags- morgun var elds vart i gæzluskúr á barnaleikvellinum við Barða- vog i Reykjavik. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn, en skúrinn er tal- inn mikið skemmdur. 1 skýli þessu hafa gæzlukonur haft afdrep og talið er að kviknað hafi i út frá rafmagnstöflu. ímmm SUNDLAUGIN ereitt af mörgu, sem „Hótel Loftleiðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býður líka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM Á HÓTEL LOFTLEIÐIR. V. / Aldrei veiðzt fleiri bleiklaxar hérlendis — rússnesku sleppingarnir segja til sín SKÝRSLUR Veiðimálastofnun- arinnar sýna, að aldrei hefur veiðzt eins mikið af bleiklaxi hér á landi og siðast liðið sumar, en alls er kunnugt um nærri hundrað bleiklaxa. Liklegt er þó talið, að mun fleiri bleiklaxar hafi veiðzt en menn ekki áttað sig á því að um bleiklax væri að ræða heldur álitið fiskinn vera bleikju. Það er aðeins hængurinn, sem hefur hina sérkennilegu kryppu eða hnúð á hakinu og er þess vcgna auð- þekktur. 1 september 1960 veiddist í net i Skjálfandafljóti fiskur, sem menn könnuðust ekki við. Þessi fiskur reyndist vera bleiklax og þegar skýrt hafði verið frá þessu , kom 1 Ijós, að bleiklaxar höfðu veizt nokkrum sinnum áður, þótt menn hefðu ekki áttað sig á þvi hver fiskurinn var. Fyrsti bleiklaxinn mun hafa veiðzt i Hitará i ágúst 1960. Þaðan i frá og til loka veiðitimans hinn 20. september það ár veiddust 20 bleiklaxar á Islandi. Nitján þeirra komu á stöng eða i net i ám á landinu vestan-, norðan- og austanverðu, en einn veiddist i Hrútafirði. Orsök þess, að ekki veiddust fleiri i sjó, er að sjálfsögðu sú, að bannaðar eru laxveiðar i sjó við ísland. Næsta sumar veiddust tveir bleiklaxar hérlendis og árin 1964, 1965, 1967 og 1971 veiddust samtals sjö fiskar þessarar tegundar. Siðastliðið sumar veiddust svo nær 100 bleiklaxar viða um land á stöng eða i net. Flestir þeirra komu á land sunnanlands, eða um 40, á Vesturlandi 12, á Vest- fjörðum 5, á Norðurlandi 25 og á Austurlandi 7. Hin náttúrulegu heimkynni bleiklaxins eru i fljótum á Kyrrahafsströnd Sovétrikjanna. Bleiklaxinn veiðist þar i stórum stil og hefur mikið efnahagslegt gildi. Þess vegna hafa Rússar brugðið á það ráð, að reyna að koma á bleiklaxagöngum i fljót- unum á Kolaskaga við Hvitaahafið. Þeir hafa flutt milljónir bleiklaxahrogna frá heimkynnum fisksins á Kyrrahafsströndinni, klakið þeim, og sleppt seiðunum, þegar þau hafa verið orðin fimm sentimetra löng eða lengri. Arið 1960 varð vart við miklar bleiklaxagöngur i ánum, sem renna i Hvitahafið og svo var einníg árið eftir, þótt ekki væru göngurnar jafn miklar þá. A þingi alþjóðarannsóknaráðs- ins, sem haldið var i Lissabon fyrir skömmu, skýrðu rússneskir fiskifræðingar frá þvi, að i sumar hefði veiðzt meira af bleiklaxi i ánum, sem ranna i Hvitahafið, en nokkru sinni siðan ’60. Þetta kemur vel heim við þann fjölda bleiklaxa, sem veiðzt hefur á Is- landi nú i sumar. Norðmenn hafa lika veitt meira af bleiklaxi en fyrr, eða um fimm smálestir. Framhald á bls. 30. :>I. þing lönnemasambands ts- lands var sett kl 14.00 I dag að Hótcl Esju. Til þingsins voru mættir 94 þingfulltrúar viös vegar að af landinu. F o r m a ö u r sambandsins Itúnar Kachmann, setti þingiö meö ræöu og fjallaöi um þau mál, scm fyrir þinginu liggja, en þaö eru m.a. skipulagsmál sambandsins, kjaramál og félagsmál ásamt iönfræðslu. Siðan ávarpaöi þingiö Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra. Káö- herann fjallaði um skipan verkmenntunar og þær breyt- ingar, sem fyrirhugaðar eru á iönfræöslumálum. Skýrði hann þinginu frá að vænzt væri mikils af starfi nefndar, sem nú vinnur aö endurskoöun á lögum um iðnfræðslu og sagöist vonast til aö hægt væri aö leggja niðurstöður hennar fyrir yfirstandandi Alþingi. Breytingar hjá SVR um mán.mótin 1. NOVEMBER næstkomandi verða nokkrar breytingar á leiðum og akstursáætlunum SVR vegna breyttra samninga við vagnstjóra. Þær breytingar, sem hér um ræðir, eru eftirfarandi: Vegna breyttra samninga við vagnstjóra getur akstur á strætis- vagnaleiöum nú hafizt um kl. 06.45 i stað 06,50 áður. Fyrstu ferðir á morgnana færast þvi fram á flestum leiðum, en mis- munandi mikið eftir atvikum. Leið 1 breytist þannig, að ekið verður um Rauðarárstig, Miklu- braut og Snorrabraut i stað Gunnarsbrautar og Flókagötu áður. Leið 3 er þegar breytt á Sel- tjarnarnesi vegna breytinga á gatnakerfi. Þar er ekið um Norðurströnd i stað þess kafla á Nesvegi, sem lagður hefur verið niður. Milli klukkan 13 og 19 á virkum dögum verður ferðum fjölgað þannig,að 12 minútur verða milli ferða i stað 15 áður. Leið 4. Ferðum er fjölgað milli kí. 13 og 19 á virkum dögum og verða nú með 12 min. millibili i stað 15 minútna áður. Leið 6 er breytt vegna aukinnar byggðar við austurenda Sogavegar og Framhald á bls. 30. Bleiklaxhængur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.