Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 21. október 1973.
TÍMINN
37
Æskulýðsráð ríkisins:
Kynning á störfum og stefnu
Lög um æskulýðsmál voru
samþykkt árið 1970 og er tilgang-
ur þeirra laga að setja reglur um
opinberan stuðning við æskulýðs-
starfsemi. 1 lögunum er kveðið á
um stofnun Æskulýðsráðs ríkisins
og ráðningu æskulýðsfulltrúa.
Æskulýðsráð rikisins var fyrst
kjörið í desember 1970 til tveggja
ára og siðan að nýju i desember
1972. 1 æskulýðsráði eiga sæti 5
aðalfulltrúar og jafnmargir vara-
menn Þeir, sem nú skipa ráðið
eru: örlygur Geirsson, formaður
tilnefndur af menntamálaráð-
herra, Unnar Stefánsson, til-
nefndur af Sambandi isl. sveitar-
fél. Pétur Einarsson, Hannes Þ.
Sigurðsson og Tryggvi Gunnars-
son, kjörnir af landssamtökum
æskulýðsfél.
Varamenn eru: Indriði H. Þor-
láksson, Hermann Sigtryggsson,
Hafsteinn Þorvaldsson, Arnbjörn
Kristinsson og Þorbjörn Brodda-
son.
Hinn 1. sept 1971 var Reynir G.
Karlsson skipaður æskulýðs-
fulltrúi til næstu 5 ára.
Hlutverk
Hlutverk æskulýðsráðs er m.a.
að skipuleggja og samræma opin-
beran stuðning við æskulýðsstarf
I landinu, og leitast við að örva
starfsemi þeirra samtaka, sem
að æskulýðsmálum vinna, að
stuðla að samvinnu og
samræmingu æskulýðsstarfs
félaga skóla og sveitarfélga, að
gera tillögur til menntamála-
ráðuneytisins um fjárveitingar
til æskulýðsmála, að efna til um-
SKREFI FRAMAR
Plastefnin taka miklum
framförum — lika í þak-
rennum.
Nú getum við boðið sterkar
og seigar plastrennur, sem
eru auðveldar i uppsetn-
ingu — jafnt sumar sem
vetur.
Þakrennur, sem gefa eftir
í frosti, þurfa ekki málunar
við, tærast ekki af salti eða
raka — og endast hússins
æviskeið.
Þakrennur fyrir öll þök,
nýjar og gamlar bygging-
ar.
Gerið góð kaup í þakrenn-
um.
Geislaplastsf.
ARMÚLA 23 SÍMI 82140
Mest seldu
þakrennur í
Evrópu.
ræðufunda um æskulýðsmál,
safna gögnum og láta i té um-
sagnir til stjórnvalda um æsku-
lýðsmál o. fl. Rikissjóði er jafn-
framt með lögunum gert skylt
að styðja fjárhagslega þjálfun
leiðbeinenda og menntun æsku-
lýðsleiðtoga, auk ákvæða um
stuðning við sumarbúðir, úti-
vistarsvæði og einstök verkefni i
þágu æskufólks, þ.á.m. nýjungar
og tilraunir i æskulýðsstarfi.
Gagnasöfnun
Á vegum æskulýðsraðs fer nú
fram umfangsmikil gagnasöfnun
varðandi æskulúðsmál hér á landi
og meðal næstu nágrannaþjóða. A
þennanhátt erleitazt við að gera
ráöinu kleift að móta tillögur til
frekari uppbyggingar æskulýðs-
starfs i landinu á itarlegum og
haldgóðum upplýsingum og
þekkingu á þeirri reynslu, sem
þegar er fengin með fjölbreyttri
starfsemi.
Stefna ráðsins og helztu
viðfangsefni
Æskulýðsráð rikisins motaði
sér i upphafi stefnu og valdi
viðfangsefni með tilliti til laga um
æskulýðsmál og með hliðsjón af
niðurstöðum umræðna við for-
ystumenn æskulýðshreyfingar-
innar, skólamenn, sveitar-
stjórnarmenn og hópa ungs fólks.
Helztu atriði i stefnu og verkefna-
vali ráðsins eru, sem hér segir:
Æskulýðsráð rikisins mun ekki
reka umfangsmikla starfsemi á
eigin vegum, en leggja áherzlu
á að örva starfsemi æskulýðs-
samtaka meö þvi að hafa frum
kvæði að beinum og óbeinum
stuðningi hins opinbera við starf-
semi þeirra.
Til þess að takast megi að éfla
æskulýðsstarf i landinu og auka
þátttöku ungs fólks i félags- og
tómstundastarfi skortir greini-
lega betri aðstöðu til starfsins,
aukið fjármagn og fleiri hæfa
leiðtoga og leiðbeinendur.
Starf Æskulýðsráðs rikisins mun
þvi i upphafi beinast fyrst og
fremst að þvi:
að leita eftir auknum fjárhags-
legum stuðningi opinberra aðila
um æskulýðsmál,
að stuðla að aukinni félagsmála-
fræðslu og þjálfun i félagsmála-
störfum,
að efna til funda og ráðstefna um
hönnun og byggingu húsnæðis og
annarrar aðstöðu til félagsstarf-
semi.
Stuðningur opinberra
aðila við æskulýðsmál.
Þrátt fyrr það, að lög um æsku-
lýðsmál hafi verið samþykkt i -
april 1970, var ekki gert ráð fyrir
fjárveitingum til starfsemi
ráðsins á fjárlögum fyrir árin
1970 og 1971. Það er fyrstá s.l. ári
(1972) að Æskulýðsráði rikisins
eru veittar til ráðstöfunar kr.
700.000 á fjárlögum, og hækkaði
sú upphæð i kr. 1.000.000 á fjár-
lögum þessa árs (1973).Fjárlaga-
tillögur ráðsins námu hins vegar
kr. 3.500.000 fyrir árið 1972 og kr.
3.600.000 fyrir árið 1973, og taldi
ráðið þetta fjármagn þá lág-
marksfjárveitingu, sem það gæti
hugsað sér aö vera þyrfti fyrir
hendi, til þess að unnt yrði að
hefjast handa um framkvæmd
laga um æskulýðsmál. Af
framansögðu má nokkuð ráða,
hve starfsemi Æskulýðsráð
rikisins rer þröngur stakkur
skorinn frá hendi fjárveitingar-
valdsins.
Af ráðstöfunarfé sínu á s.l. ári
veitti Æskulýðsráð rikisins æsku-
lýðssamtökunum kr. 370.000 i
beina styrki til fræðslustarfs og
nýjunga og tilrauna i starfsemi
þeirra. Styrkveitingar af
ráðstöfunarfé þessa árs mun
ráðið afgreiða nú f lok oktober.
Fjárveitingar til æskulýðsfélaga
og samtaka hafa orðið óveruleg-
ar, að undanskildum nokkrum
hækkunum til iþróttastarfsemi og
byggingu iþróttamannvirkja. Til
fróðleiks má geta þess hér, að
heildarfjárframlög til iþrótta-
mála úr rikissjóði fyrir árið 1973
eru kr. 35.873.000 og til æskulýðs-
félaga og samtaka kr. 6.224.000.
Fjárframlög kaupstaðanna til
æskulýðs- og iþróttastarfsemi
samkvæmt fjárhagsáætlunum
fyrir árið 1973 (Vestmanna-
eyjakaupstaður undanskilinn)
eru sem hér segir:
KR.
Til æskulýðsstarfsemi 26.548.000
Til starfsemi iþr.fél. 19.435.000
Til reksturs
Iþr.mannvirkja 54.880.000
Til fjárfestingar i aðstöðu
til æskulýðsiþr.st.semi 96.650.000
Félagsmálafræðsla og
þjálfun i félagsstörfum.
Æskulýðsráð rikisins hefur
stuðlað að samræmdu og yfir-
gripsmiklu átaki i féiagsmála
fræðslu æskulýðsfélaga- og sam-
taka með þvi að standa fyrir
samningu námsefnis fyrir félags-
málanamskeið og veita æskulýðs-
félögum nokkurn fjárhagslegan
stuðning við framkvæmd félags-
málanámskeiöa. Hafa nú þegar
verið haldin 24 námskeið, þar
sem farið hefur verið yfir náms-
efni þetta, og voru þátttakendur i
þeim samtals um 450. Námskeið
fvrir umsjónarmenn slikra nám-
skeiða hélt æskulýðsráð að Leirár
skóla i Borgarfirði i október 1972
og mun efna til framhaldsnám-
skeiðs fyrir sömu menn 26.-28.
október n.k.
Æskulýðsráð hefur haft góða
samvinnu við ýmsa aðila um
þessa fræðslustarfsemi, og hefur
þáttur Ungmennafélags Islands
verið þar stærstur. Nokkur áhugi
hefur vaknað meðal skólamanna
um nýtingu námsefnisins og fara
nú fram ýmsar tilraunir með það
inokkrum skólum, þ.e. I kennara-
skólum, búnaðarskólum, gagn-
fræðaskólum og einum mennta-
skóla. Menntamálaráðuneytið
styrkir þessar tilraunir sérstak-
lega með þvi að taka þátt i út-
gáfukostnaði námsefnisins.
Aðstaða til félags- og
tómstundastarfsemi
Æskulýðsráð hefur á fundum
sinum f jallað um húsnæði og aðra
aöstöðu til félags- og tómstunda-
starfsemi, en hefur þó ekki að svo
komnu máli gert sérstakar
ályktanir i þeim efnum. Rætt hef-
ur verið m.a. um uppbyggingu
framhaldsskóla i þéttbýliskjörn-
um.
Telur ráðið, að i tillögum um
þessar byggingar sé ekki nægi-
lega yel séö fyrir hinni félagslegu
aðstöðu væntanlegra nemenda
með byggingu félags- eða æsku-
lýðsheimila i beinum tengslum
við skólana eða á annan hátt. Við
undirbúning að byggingu slikra
skóla telur æskulýðsráð, aö eðli-
legt sé, að upp vakni þær
spurningar, hvort ekki væri bæði
rétt og hagkvæmt, að þeir tækju
að sér ýmsa þætti félags og tóm
stundastarfs væntanlegra nem-
enda sinna i mun rikari mæli en
gért hefur verið ráð fyrir til
þessa. Einnig að það hljóti að
vera þjóðhagslega hagkvæmt að
nýta sem best húsnæði skólanna
til hvers konar félagsstarfssemi
ungra og fullorðinna eftir þvi
sem unnt reynist hverju sinni.
Að sjálfsögðu verður nauðsyn-
legt, að gera sér ljósa grein fyrir
þvi i upphafi hvers konar starf
semi gæti verið hér um að ræða,
hvaða aukið húsnæði þyrfti til og
Enn morð
í Chile
NTB—Reuter, Santlago. —
Fimmtán vinstri-sinnar voru
teknir af lifi I Chile á þriðjudaginn
var, að þvi er segir i opinberri
tilkynningu þar i landi. Sagt var i
tilkynningunni, að hér hefði verið
um hættulega öfgamenn að ræða,
sem hefðu verið vopnum búnir og
haft i hyggju að gera skemmdar-
verk á herstöðvum.
hvernig sá stofn- og rekstrar-
kostnaður verði greiddur.
Þessar umræður urðu til þess,
að Æskulýðsráð rikisins boðaði
til ráðstefnu um aðstöðu til
félags- og tómstundastarfsemi i
tengslum við húsnæði skólanna,
og fór sú ráðstefna fram i Haga-
skólanum i Reykjavik föstu-
daginn 7. september s.l.
Ráðstefnuna sóttu 30 fulltrúar
úr röðum sveitarstjórnarmanna,
stjórnarráðsfulltrúar úr röðum
sveitarstjórnarmanna, stjórnar-
ráðsfulltrúa, skólamanna, arki-
tekta, og æskulýðsfulltrúa.
111—
gil
5911
Félagsmálanámskeið
í Búðardal .
Félagsmálanámskeið verður haldið i Dalabúö i Búðardal
dagana 2-8 nóv. n.k. Leiðbeinandi verður Kristinn Snæland.
Upplýsingar gefur Kristinn Jónsson Búðardal.
Félagsmálanámskeið
á Snæfellsnesi
Félagsmálanámskcið verður haldið 25. til 30. okt. fyrir
Ólafsvik, Hcllissand og nágrenni. Tekið veröur fyrir ræöu-
mennska, fundarreglur og fundarstjórn. Leiðbeinandi
verður Kristinn Snæland. Upplýsingar gefa Þorgeir Arna-
son Iiellissandi og Stefán Jóhann Sigurðsson, ólafsvik.
Viðlagasjóður
auglýsir
Það tilkynnist hérmeð að frá og með 1.
nóvember n.k. lýkur ábyrgð Viðlagasjóðs
á húseignum i Vestmannaeyjum, sem
liggja vestan linu, sem hugsast dregin
eftir miðjum Skildingavegi, Heiðavegi og
Srembugötu þar til gatan beygir við hús
nr. 15, en þar heldur linan áfram i beina
stefnu.
Jafnframt hættir Viðlagasjóður allri um-
sjá með húsum þessum. Tjón eða
skemmdir, sem á húsunum verða eftir
þann tima, eru ekki á ábyrgð Viðlaga-
sjóðs.
Húseigendum, sem eiga hús á ofan-
nefndu svæði, ber þvi að taka við húsum
sinum úr umsjá Viðlagasjóðs eigi siðar en
31. október n.k. Húseigendur skulu taka
við húsum sinum i þvi ástandi, sem þau
eru, en fá viðgerðarkostnað bættan
samkv.mati.
Mati á skemmdum er hinsvegar ekki lokið
og verða þvi ýmsir að taka hús sin i sina
vörslu og notkun áður en mat getur farið
fram. Geta þeir þá eigi að siður hafist
handa um nauðsynlegar viðgerðir og
verður kostnaður við þær þá tekinn inn i
matið, enda hafi þeir haldið glöggvar
skýrslur um hvaða viðgerðir hafi verið
framkvæmdar áður en matið fór fram og
kostnað við þær.
Einnig getur húseigandi þá fengið bráða-
birgðalán til að standa undir viðgerðar-
kostnaði, og endurgreiðist það af bótafénu
þegar matið liggur fyrir.
Húseigendur á framangreindu svæði snúi
sér til skrifstofu Viðlagasjóðs i Vest-
mannaeyjum og fái upplýsingar um
ástand húsanna.
Viðlagasjóður.