Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. október 1973 TÍMINN 15 Búðir vegavinnumanna á Skeiðarársandi. Fimm ráðskonur elda ofan i vegavinnumennina á Skeiðarársandi. Vinnudagur þeirra hefst klukkan sex á morgnana og honum lýkur oft ekki fyrr en klukkan er langt gengin eliefu á kvöldin. Samt likar okkur prýðilega, segja þær Sigurjóna Sigurjónsdóttir (t.v.) og Dóróthea Emilsdóttir. Seðlabankamenn spóka sig á brúnni yfir Núpsvötn og Súlu. Helgi hafði lokið frásögn sinni. — Það má segja , að Seðlabank- inn hafi dregið saman nauðsyn- legt fé til þessara framkvæmda, en Vegagerðin jafnóðum grafið það i sandinn, sagði Svanbjörn og kimdi, en við þurfum samt áreiðanlega ekki að sjá eftir þvi. Fjárins hefur að miklu leyti verið aflað með sölu rikisskulda- bréfa. Alþingi samþykkti 1971-72 lög, sem heimiluðu útgáfu happ- drættisskuldabréfa að upphæð 330 milljónir. 1 marzmánuði 1972 og april siðastliðnum voru sam- kvæmt þessari heimild seld skuldabréf fyrir 230 milljónir króna. Þau voru seld i bönkum og sparisjóðum um land allt og seld- ust upp á örfáum dögum. Nú i seþ.ember voru svo sett á markaðinn skuldabréf, sem svar- aði þvi sem eftir var af heimild- inni eða 100 milljónir. Salan hefur verið öllu tregari en i fyrri skipt- in, þannig að óseldir eru tveir þriðju hlutar bréfanna. Ekki er þó ástæða til þess að óttast, að þau seljist ekki upp fremur en fyrri daginn. Fólki er mikill hagur að þvi að kaupa þessi bréf, þvi að þau eru annars vegar verðtryggð með visitölu framfærslukostnaðar, þannig, að þegar hinn tiu ára lánstimi er á enda runninn fá menn endurgreitt lánsféð að við- bættri visitöluhækkun. Þannig hafa þau bréf, sem út voru gefin i april 1973 gefið af sér 14,8%. Hins vegar er vonin um happ- drættisvinning, þvi að ákveðið var að hafa bréfin vaxtalaus en draga þess i stað um myndarlega happdrættisvinninga ár hvert. Eigendur skuldabréfanna geta þvi gert sér vonir um tvo vinninga að upphæð ein milljón króna, einn vinning á-hálfa milljón, tuttugu eitt hundrað þúsund króna vinn- inga og 250 tiu þúsund króna vinn- inga. Það fé, sem inn kemur með sölu happdrættisskuldabréfanna, er annars vegar ein megin stoðin undir lokaframkvæmdunum á Skeiðarársandi, sem koma öllum landsmönnum til góða og hins vegar er það hin ágætasta fjár- festing að kaupa skuldabréf. Það er ekki sizt athugunarefni fyrir þá, sem vildu tryggja börn- um sinum álitlega upphæð, þegar þau komast á þann aldur, að þau fara að huga að heimilisstofnun eða langskólanámi eða einhverju öðru, sem fjárfrekt er, að kaupa handaþeim skuldabréf. Hér við bætist, að það fé, sem lagt er i skuldabréfin er skattfrjálst. Hvernig væri að hafa skulda- bréfin i huga, þegar farið verður að huga að jólagjöfum? En þá er betra að láta það ekki dragast úr hömlu að kaupa þau, þvi að þau munu án efa seljast upp inn- an skamms. Mikilleikur náttúrunnar og mannanna verka Þessu næst var enn á ný stigið upp i bifreið og ekið út á sandinn og skoðuð mannvirkin. — Ég man þá daga, sagði Svan- björn, þegar varla var til nokkur brú á landinu. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og ég var vel fullorðinn, þegar brú kom á Eyja- fjarðsrá A þvi er enginn vafi, að hringvegurinn verður öllum landsmönnum til mikilla hags- bóta. Það á þó ekki sizt við um þá sem byggja Hornafjörð og syðri hluta Austfjarða. Við hljótum öll að taka undir þessi orð Svanbjarnar. Á sumri komanda verður hringvegurinn opnaður og þá rætist það, sem lengi var talið að aldrei yrði ann- að en draumur. Þennan dag skein sól i heiðiyfir Skeiðarársandi og ekki bærðist hár á höfði. Við okkur blasti stór- Leiöangursmenn klifa um borö i ameriska drekann, sem ferjaöi þá yfir Skeiöará. Hann kemst leiöar sinnar hvort heldur er á láöi eöa legi og hann fær ekkert stöövaö nema sandbleyta. fengleg sjón. Allt um kring við- átta sandanna, sem óðum eru að gróa upp. Þar fer mosinn i broddi fylkingar og kvislast fölgrænn um þurra farvegi. Lengst i vestri gnæfði Lómagnúpur, Skeiðarár- jökull teygði svartar og úfnar tungur suðui á sandana og að baki honum hvassbrýndir Súlu- tindar. Austanvert við skriðjökul- inn risu Skaftafellsfjöll, gráblá i sólsl ikjunni og lengst i austri Or- æfajökull fannhvitur, svo að stirndi á hann. Hins vegar voru mannvirkin á sandinum, að sönnu litilfjörleg i samanburði við náttúrusmiðina, en þó svo stórkostleg, að manni hló hugur i brjósti, þvi að þau eru sönnun þess, að við getum gert fleira og meira en okkur hefur ór- að fyrir, ef við viljum og leggj- umst öll á eitt. HHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.