Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973. r / j L. / 1 g svið, sem opnaðist með brélinu góða, en eitthvað var samt flutt inn af skrani, en áherzlan var lögð á innlendar framleiðsluvör- ur. ,,Standard”-bréf til Jap- an Svo bar til, að við sjaum litla auglýsingu i vikublaðinu Tima frá Japan þar sem auglýstir voru Bridgestone hjólbarðar. Við ákváðum nú að senda þeim bréfið góða, eða „standard” fyr- irspurnina. Fór bréfið eins og hvert annaö venjulegt fyrir- spurnarbréf til Japan. En nú skeði nokkuð- Við fáum fallegt svarbréf frá Bridgestone og jafn- framt fengum við senda 16 kassa af allskonar öskubökkum, kata- lógum, pennum og aúglýsinga- drasli. t>eir kunnu sem sé sitt fag þarna fyrir austan. Jafnframt fengum við verðlista og við at- hugun, þá kom i ljós, að verð Bridgestonehjólbarðanna var al- veg ótrúlega lágt, miðað við þá hjólbarða, er hér voru seldir. Eg held satt að segja, að mönnum hér hafi bara ekki litizt á blikuna, að þetta hlyti að vera eiinhver misskilningur með verðin frá Bridgestone. Fékk ég þó tvo aðila til að kaupa dekk. Hrafn Jónsson og Gúmbarðann hr. Keypti Hrafn fyrir lOOOdollara, en Gúmbarðinn fyrir 500 dali, en þá var allt háð gjaldeyris- og innflutningsleyf- um. Hað er sannast mála, að við haftakerfið og bankana réði ég ekki neitt, hafði hvorki af að státa ætt né auði og naut ekki virðingar i kerfinu. Loks var þessi innflutningur gefinn frjáls og þá setti ég heilsiðu auglýsingar i dagblöðin og auglýsti þessa stór- lækkun á hjólböröum frá Japan. ----Þar með fóru hjólin að snú- ast með Bridgestone undir biln- um. Við pöntuðum og seldum fyrir 150.000 dollara fyrstu þrjá mánuðina, 'sem var ofsafé i þá daga. En það merkilega við þetta allt saman var það, að við og þá tækin hala rekið hann til skamms tima með miklum glans. JMJ hafði verzlað mikið við okkur i Burkna og vona ég að hann hafi ekki séð eftir þeim kaupum. Ilolf byrjar heildsölu Ég byrjaði sölumennsku aðal- lega með innlendar iðnaðarvörur, en vildi reyna innflutning á vör- um lika. Min sterka hlið voru ekki erlend verzlunarbréf. Eg fór nú i prentsmiðju og fékk prentað fall- egt og tilkomumikið bréfsefni með adressu og öðru finirii og jafnframt f6kk ég eitthvert séni, sem ég hafði verið með i verzlunarskólanum og fékkst við bréfaskriftir til að útbúa fyrir mig „standard” verzlunarbréf, eða bréflega fyrirsprun. Siðan fór ég niður i verzlunarráð og „pikk- aði út” allskonar firmu i Evrópu, aðallega á ttalfu og á Spáni. 011 þessi fyrirtæki fengu sent þetta sama fyrirspurnabréf frá Holf Johansen og companý og nú bókstaflega rigndi bréfum yfir okkur utan úr heimi og það var svo sannarlega vitt viðskiptasvið, sem við vorum komnir á. Við gát- um nú boðið allt milli himins og jarðar: tanngarða frá Spáni og kafarabúninga frá ttaliu, svo eitt- hvaðsé nefnt, en viðhöfðum talið, að við værum að skrifa vefnaðar- vöruframleiðendum, eða textil- firmum, eins og það heitir á fag- máli. Millirikjaviðskiptin gengu heldur dræmt, þrátt fyrir viðtækt Aslaug Agústsóttir, vélritunarstúlka og simastúlka. Þótt einn hjólbarði virðist í fljótu bragði vera svipaður öðrum hjólbarða, verður stærsti hjólbarðasali landsins að geyma margar tegundir og stærðir á lagerum sinum. Hér er starfsmaður hjá Rolf Johansen og co mcð stærsta og minnsta hjólbarðann, sem þar var I svipinn. Þetta er þó langt þvi frá stærsti — eða minnsti hjólbarðinn, sem fyrirtækið selur. Unnur Halldórsdóttir við telcx. Með þessum fjarritara eru pöntuð snjó- dekk og önnur dekk fyrir eina milljón dala á ári. cif. Bridgestone verksmiðjurnar stórlækkuðu verð á hjólbörðum á tslandi. Aðrir framleiðendur urðu að lækka verð sinna hjólbarða til samræmis eftir því, sem þeir gátu. Japanskir hjólbarðar — Stöðugt verðlag bá er það og athyglisvert, að á þessum þrettán árum, sem liðin eru siðan Bridgestone hjól- barðarnir komu á islenzka markaðinn, þá hafa þeir aðeins hækkað um 11% á 13 árum. Sú hækkun er vegna hækkunar yens- ins japanska gagnvart dollarn- um. Japanska verðið stendur i stað og sýnir fátt betur snilli þeirra þarna fyrir austan. Arið 1972 seldum við hjólbarða fyrir 987000. dollara, en það mun vera um 49% af hjólbarða- innflutningi landsins. Með öðrum orðum má segja að annaðhvort dekk i landinu sé Bridgestone. Frá þvi að Bridgestóne verk- smiðjurnar fengu „standard” bréfið góða frá okkur, er mikið vatn runnið til sjávar. Ég hefi heimsótt Japan og menn frá fyrirtækinu hafa farið þangað til skrafs og ráðagerða og þeir hafa haft menn hér til dvalar i lengri og skemmri tima, til að skipu- leggja og útfæra hjólbarðasöluna hér. Nú fara ekki nein bréf lengur á milli, nema jólakort. Nauðsynleg viðskipti fara fram á telex. Þeir vita nákvæmlega hvernig hlutirn- ir gerast á Islandi og við hvernig þeir vinna og skilningur og traust er á báða bóga. Enotómó forvitri? Satt að segja skildi ég aldrei, hvernsvegna þeir kusu að gera mig að umboðsmanni sínum hér á landi, þar eð öflug fyrirtæki sótt- ust eftir framleiðslu þeirra, að selja hana hér á landi. En Enotomo, sem er einn af toppun- um í Bridgestone, sem er stærsti framleiðandi hjólbarða i Asiu, sagði þegar hann sá „standard- bréfið”,. þennan gerum við að umboðsmanni. Hann á eftir að gera stóra hluti fyrir Bridgestone á Islandi. Hann er sagður sjá lengra en aðrir menn, eins og svo margir Asiubúar. Að vera forvitri er það þvi kallað. Gunnlaugur Jónsson, skrifstofumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.