Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 7 Rolf Johansen, stórkaupmaður i skrifstofu sinni aö Laugavegi 178. Margt hefur á dagana drifið, siðan hann aðeins 10 ára gamall gerðist starfs- maður hjá Kaupfélaginu á Reyðarfirði og hann hleypti heimdraganum og fór i Samvinnuskólann i Reykjavik. Skin og skúrir hafa skipzt á i lifi hans og nú stjórnar hann sinu stóra innflutningsfyrirtæki og er hæsti skattgreiöandi landsins i hópi einstaklinga. Texti: Jónas Guðmundsson Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson Johansen á Reyðarfirði, en ég ber nafn þess siðarnefnda, eins og sjá má. Rolf kaupmaður var Norð- maður og það var amma min Kitty Falkner Johansen lika. bau voru frá Stafangri og Bergen, en fluttust hingað til lands og gerð- ust Islendingar mjög ung. Afi minn var fyrst starfsmaður hjá Sigurd Johansen á Seyðis- firði, en settist siðan að á Reyðar- firði og gerðist þar kaupmaður og útgerðarmaður og þar voru rekin fyrirtæki, unz Kaupfélag Héraðs- búa keypti eignirnar fyrir nokkr- um áratugum. Gott fyrir stráka að al- ast upp á Reyðarfirði Ég fæddist á Reyðarfirði árið 1933 og ólst upp við sjó og land. Faðir minn Thulin Johansen, var starfsmaður hjá Kaupfélaginu og varð það, eftir að það yfirtók eignir fjölskyldunnar. I þá daga voru aðeins tveir vinnuveitendur á Reyðarfirði, kaupfélagið og Vegagerðin og ef menn fengu ekki vinnu hjá öðrum hvorum þeirra, þá fluttu þeir bara burtu. Ég fyrir mitt leyti er feginn, að við skyld- um verða kyrr á Reyðarfirði, þvi að þar var gott að vera fyrir stráka og gott að alast upp. Það var ákveðið að ég skyldi verða verzlunarmaður. En það gekk nú hálf skrykkjótt. Ég fór i verzlunarskólann en féll þar eftir tveggja vetra nám, öllum til sárr- ar hrellingar. Svo veiktist ég i baki og átti i þvi i eitt ár — meira og minna. Aðallega þó meira, þvi mér leið djöfullega. Keyrði traktor dag og nótt Svo var mál með vexti að ég var nýbyrjaður innan búðar i kaupfélaginu, þegar Þorsteinn á Reyðarfirði, kaupfélagsstjóri fékk fyrsta traktorinn. 1 þá daga voru innanbúðarmenn látnir taka þátt i heyskap og hverju sem til féll, þegar litið var að gera i kaupfélaginu. Þá var ég gerður að fyrsta traktorsstjóra Reyðfirð- inga, en þetta var litil Farmall dráttarvél, sem þeir höfðu keypt. Ég hafði geysilegan áhuga á traktornum og keyrði hann nætur og daga út og suður við heyskap og allan fjandann og þá gaf bakiö sig. Tveir hryggjarliöir gengu á misvixl, annar til vinstri og hinn til hægri og þar með var ég kominn i rúmið og endi bundinn i eitt skipti fyrir öll á feril hins efnilega traktorsstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðar- firði. Þótt illa hefði farið um verzlunarskólann, var það ekki vandi minn eða fjölskyldunnar að gefast upp. Var ég nú sendur i Samvinnuskólann og þar var ég i eitt ár. Það var 1952, held ég, en það var siðasta árið, sem Jónas Jónsson frá Hriflu var skóíastjóri þar. Jónas frá Hriflu stór- kostlegur Jónas frá Hriflu var stórkost- legur maður og liklega einn bezti maður sem ég hefi kynnzt. Alveg sama þótt hann hafi sett báða af a mina á hausinn. Hann hafði mikil og djúp áhrif á nemendur sfna. Um þetta leyti var hann auðvitað hættur þeim opinberu störfum, sem hann er kunnastur fyrir hjá þjóðinni, en mér er mississtætt, að þegar dægurmálin bar á góma i samtölum eða i skólanum, þá svaraði hann okkur á sérstakan hátt, dró fram sagnfræðilegar hliðstæður og likingar og tengdi liðandi stund á ógleymanlegan hátt. Ég held að ég verði ávallt mikill aðdáandi Jónasar frá Hriflu og tel að hann hafi oftar haft rétt fyrir sér en hitt. Ég byrjaði verzlunarstörf að- eins 10 ára gamall, en þá var ég eins konar lagerstrákur i kaupfélaginu. Siðan eftir 3-4 ár var ég gerður að aöstoðar- verzlunarstjóra i járn- og gler- vörudeild og ári siðar að deildar- stjóra i sömu deild þá aðeins 14 ára. Innanbúðar á Reyðar- firði — kol til bænda Ég var strax orðinn kaupmaður og upphefð min var stór. Þor- steinn á Reyðarfirði var þá auð- vitað kaupfélagsstjóri, en hann var eins konar konungur Austur- lands þá og alla sina tið. Það fór vel á með okkur og ég bar djúpa virðingu fyrir honum og geri enn. Á þessum árum voru aðrir viðskiptahættir og atvinnuhættir en núna er. bað voru aldrei notaðir neinir peningar á Reyðar- firði. Allt var skrifað, bara skrif- að og aldrei kvittað fyrir og menn læstu ekki húsum sinum þá á Reyðarfirði, heldur var þetta eins og ein fjölskylda allt saman og menn börðust har i erfiðu árferði fyrir sér og sinum. Allir áttu belj- ur og sauðfé og höfðu vinnu hjá áðurnefndum aðilum, kaupfélag- inu eða vegagerðinni. Eitthvað hefur velgengnm í kaupfélaginu stigið mér til höf- uðs, þvi að allt i einu var ég tekinn úr deildarstjórastöðunni og settur á vörubil til að keyra kol til bænd- anna. Það gekk ágætlega og bændur fengu sin kol i logandi hvelli, þvi ekki var áhuginn minni i kolunum, en i járninu og glerinu og svo fór ég i samvinnuskólann. Samvinnuskólinn — Til sjós með Hvassafelli Með Samvinnuskólanum urðu nokkur þáttaskil i lifi minu, en að námi loknu gerðist ég sjómaður. Um þetta leyti þótti þaö mikill heiður að komast til sjós á milli- landaskipi og fengu færri en vildu. Var ég svo heppinn að fá pláss á gamla Hvassafellinu hjá Bergi Pálssyni skipstjóra. Þóttist maður aldeilis hafa dottið i lukku- pottinn. Ég held að mér hafi aldrei likað vistin á sjó. Ég hafði aldrei verið á sjó fyrr og var auðvitað til að byrja með látinn bursta skó, hreinsa klósett og þvo Ieirtau og ég dróst áfram eins og þreytt verkakona um skipið. En ég var samt fljótur að læra á hlutina um borö. Þeir kölluðu mig þá „sveitamanninn”, sem mér er mikill heiðuraðnú. 1 þá daga var mikiö verzlaö til sjós og til að forðast misskilning, skal þess getið, að annar gjaldeyrir var T heiminum þá og önnur gjaldvara og allt var selt og allt var keypt eftir flóknu kerfi og alþjóðlegum sjómannasiðum, en ekki verið i neinu smygli, eins og nú gerist stundum. Gömul skyrta og gaml- ir skór voru gjaldmiðill þá i heiminum og ég var auðvitað kjörinn til allra hluta, þvi ég var svo lipur i allri sölumennsku og virðing min fór vaxandi i skipinu og eftir eitt ár var ég orðinn fullgildur háseti og kominn i bezta tveggja manna klefann hjá hásetunum og haföi virtasta manninn um borö, Magnús Þor- leifsson frá Hrisey, að klefanaut. Það voru miklir timar. Öfundaði yfirmennina á skipinu — Þykir vænt um algebruna Um þetta leyti var ég alvarlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.