Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 21. október 1973.
Menn og málefni
Sagan um sex
prósentin
Útekt Sjálfstæð-
isflokksins
Sá söngur er enn sunginn öðrU
hvoru i málgögnum Sjálfstæðis-
flokksins, að efnahagsmál og at-
vinnulff þjóðarinnar hafi verið i
kalda koli haustið 1958, og þvi hafi
þáverandi vinstri rikisstjórn
hrökklazt frá völdum. Það furðu-
lega gerist lika, að stundum taka
forustumenn Alþýðuflokksins,
Gylfi Þ. Gislason og Benedikt
Gröndal, undir þennan söng, enda
þótt þeir viti vel, að þetta er ekki
satt, og báðir gerðu sitt bezta á
sinum tima til að verja stjórnina
falli, og gengu upphaflega ófúsir
til samvinnu við Sjálfstæöisflokk-
inn, þótt það breyttist slðan, og
þeir séu enn ekki komnir úr þeim
álögum til fulls.
t tilefni af þessum siendurteknu
staðhæfingum málgagna Sjálf-
stæöisflokksins, þykir ekki úr
vegi að rifja upp, hvernig efna-
hagsástandið var haustið 1958, og
þær ástæður, sem leiddu til falls
þáverandi vinstri stjórnar. Svo
vel vill til, að fyrir liggur sam-
tiöarheimild um efnahagsástand-
iö, þegar vinstri stjórnin lét af
völdum, — samtiðarheimild, sem
ekki er hægt að telja vilhalla
vinstri stjórninni. Þegar vinstri
stjórnin sagði af sér, var þaö
fyrsta verk forseta íslands að fela
Ólafi Thors stjórnarmyndun.
ólafurfól þá hagfræðingum Sjálf-
stæðisflokksins að gera eins kon-
ar úttekt á efnahagsástandinu.
Þeir skiluðu ýtarlegu áliti, sem
birtur var útdráttur úr i yfir-
lýsingu frá Sjálfstæðisflokknum,
sem var birt i Mbl. 19. desember
1958.
Það er ekki ófróðlegt að rifja
það upp nú, hver þessi niöurstaða
hagfræðinga Sjalfstæðisflokksins
var.
Sex prósent
t áöurnefndri yfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins, sem birtist I Mbl.
19. desember 1958, segir svo:
„Flokkurinn hefur lagt áherzlu
á að finna þau úrræði, er þrauta-
minnst væru fyrir almenning, en
væru þó um leið liklegust til þess
að stöðva vöxt verðbólgunnar. Er
það mat flokksins, að eftir
greindar ráðstafanir samrýmist
bezt þessu tviþætta markmiði:
Launþegar afsali sér 6% af
grunnkaupi sinu og verð land-
búnaðarvara breytist vegna hlið-
stæðrar lækkunar á kaupi bónd-
ans og öðrum vinnutilkostnaði við
landbúnaðarframleiðsluna. Þó
verði grunnlaun engrar stéttar
lægri en þau voru, þegar efna-
hagsráðstafanir rikisstjórnarinn-
ar tóku gildi á sl. sumri. Yrði sú
leið farin að lækka visitöluupp-
bótina, sem þessu nemur, myndi
sú ráðstöfun ekki hafa áhrif á
verð landbúnaðarvara fyrr en
næsta haust, en lækkun grunn-
kaups leiðir þegar i stað af sér
lækkun landbúnaðarvara. Er þvi
lækkun grunnkaupsins mun lik-
legri til árangurs en skeröing
visitöluuppbóta. Við þetta myndi
visitala lækka 6-7 stig. Gera
mætti þó ráð fyrir óbreyttum
uppbótum til sjávarútvegsins, og
sú hækkun á vöruverði vegna
kauphækkana i október, sem enn
er ekki fram komin, myndi falla
niður eöa varla nema meiru en 1
stigi. Til þess að halda visitölunni
i 185 stigum, yröi að auka niður-
greiðslur á vöruverði, er næmi 10-
12 stigum. Séu niðurgreiöslur
ekki auknar umfram þetta, ætti
ekki að þurfa að hækka beina
skatta og almenna tolla.”
Niðurstaða hagfræðinga Sjálf-
stæðisflokksins er i fáum orðum
þessi: Ef kaupið er lækkað um
6%, er hægt að tryggja útgerðinni
nægar uppbætur og hæfilegar
niðurgreiðslur, án þess að hækka
nokkuð álögur rikisins. Jafnframt
er hægt að halda verðlaginu
óbreyt{u eða i 185 visitölustigum,
miðað við þáverandi visitölu.
1 samræmi við þetta var það
fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins
eftir fall vinstri stjórnarinnar i
Haust i Reykjavik
desember 1958 að setja lög um 6%
grunnkaupslækkun.
Saga sex
prósentanna
Þaö er ekki ófróðlegt að rifja
upp sögu þeirra sex prósenta,
sem hér er rætt um, og raunveru-
lega urðu vinstri stjórninni að
falli.
Vorið 1958 voru gerðar viðtækar
efnahagsráðstafanir, sem höfðu
nokkrar álögur i för með sér. Til
þess að mæta þessum álögum,
fengu launþegar strax 5% kaup-
hækkun, og áttu svo að fá siðar
hækkun samkv. visitölu. Hag-
fræðingar töldu, að þetta væri vel
framkvæmanlegt.
Sjálfstæðisflokkurinn þóttist
hins vegar sjá hér leik á borði.
Hann var sá aö knýja fram kaup-
hækkun umfram þau 5%, sem
launþegar voru búnir aö fá og
umfram þá dýrtiðaruppbót, sem i
vændum var. Foringjar hans
ákváðu þvi að gerast kauphækk-
unarmenn og verkfallsleiðtogar.
Til liðs við sig fengu þeir hægri
krata og kommúnista. I samein-
ingu tókst þessum aðilum að
knýja fram rösklega 6-9% kaup-
hækkun sumarið og haustið 1958.
Það var þessi kauphækkun, sem
sérfræðingar Sjálfstæöisflokksins
töldu nauðsynlegt að taka aftur
að mestu leyti.
Vitnisburður
Einars
Foringjar Sjálfstæðisflokksins
vilja nú helzt ekki við það kann-
ast, að þeir hafi staðið að um-
ræddri kauphækkunarbaráttu
1958. Einar Olgeirsson hefur hins
vegar lýst þessum þætti þeirra
rækilega i þingræðu 15 . desember
1960. Honum sagðist svo frá:
,,Ég átti einu sinni dálitið sam-
an við Sjálfstæðisflokkinn að
sælda þetta sumar (þ.e. sumarið
1958). Það er i raun og veru mjög
skemmtilegt upprifjunar, fyrst
hæstv. forsætisráðherra (Ólafur
Thors) kemur nú með fyrirspurn.
Sjálfstæðisflokkurinn studdi al-
mennar launakröfur, sem al-
menningur var með þá, og virtist
ekki sjá nein vandkvæði á, að
rikisstjórnin og þjóðarbúið gæti
vel borgað launakröfurnar, og
mér þótti mjög vænt um, að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri þessarar
sömu, skoðunar, og ég vona, að
það hafi ekki verið nein hræsni
hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég
vona, að hann hafi ekki verið að
stuðla neitt að þvi að setja þjóðar-
búiö á höfuðið, og ég vona, að þeir
menn úr Alþýðuflokknum, sem
stóðu þá með þvi, að launahækk-
anir væru mjög nauðsynlegar,
hafi verið þeirrar skoðunar, að
þjóðarbúið bæri þetta vel.”
Þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson hlustuðu báðir á
þennan vitnisburð Einars, og
gerðu enga athugasemd við hann.
r
Agreiningurinn
í stjórninni
Það var þessi kauphækkun,
sem knúin var fram af Sjálf-
stæðisflokknum, hægri krötum og
kommúnistum 1958, er olli
ágreiningi i vinstri stjórninni
haustið 1958. Fyrirsjáanlegt var,
að hún myndi leiða til nýrrar
ve:rðhækkunaröldu, ef ekkert
væri að gert. Framsóknarmenn
Timamynd: Gunnar
vildu þvi gera ráðstafanir til
stöðvunar á þeim grundvelli, að
tryggður væri svipaður kaup-
máttur launa og var i október
1958. Þetta máttu kommúnistar
ekki heyra nefnt, og Alþýðu-
flokkurinn þorði þá ekki annað en
að fylgjast með. Vegna þessa
ágreinings klofnaði vinstri stjórn-
in og ihaldið komst til valda.
Það er vissulega orðið dýrt fyr-
ir launastéttirnar, að
kommúnistar og hægri kratar
skyldu taka höndum saman við
Sjálfstæöisflokkinn sumarið 1958
og knýja fram óraunhæfar kaup-
hækkanir, er urðu vinstri stjórn-
inni að falli. Óheilindi Sjálfstæðis-
flokksins sáust hins vegar vel á
þvi, að hann stóð þá að kaup-
hækkunum, sem hann tók svo aft-
ur með löggjöf nokkrum mánuð-
um siöar. Hjá honum helgar til-
gangurinn meðalið.
Hagstæður
aðskilnaður
Þegar undan er skilinn sá
vandi, er leiddi af umræddri
kauphækkun sumarið 1958, var
ástand efnahagsmálanna i bezta
lagi, er vinstri stjórnin lét af völd-
um i desember 1958.
Afkoma út á við hafði farið
batnandi á árinu. Gjaldeyrisst '•>
bankanna var hagstæð um
millj. kr., sem var dágóð uppn. ó
þá, og heildarskuldir þjóðarinnar
við útlönd margfalt minni en þeg-
ar viðreisnarstjórnin fór frá, mið-
að við núverandi gengi.
Afkoma rikissjóðs var mjög
hagstæð, og nam greiðsluafgang-
ur hans á árinu mörgum tugum
millj. kr., sem voru miklir pen-
ingar þá.
Afkoma landbúnaðar og
sjávarútvegs hafði farið batn-
andi, og framkvæmdir farið vax-
andi, bæði til sjós og sveita.
Ræktunarframkvæmdir voru
miklar, uppbygging fiskiðjuvera
einnig, og undirbúin mörg skipa-
kaup.
Ibúðarbyggingar voru miklar,
eins og sést á þvi, að á árinu 1958
nam tala fullgerðra ibúða i
Reykjavik 865, en á árunum 1960-
’66 var þessi tala 630 til jafnaðar á
ári. Það var þvi vel komið á veg
að útrýma húsnæðisskortinum,
þvi að árið áður (1957) haföi tala
fullgerðra ibúða verið 935. Siðan
hefur verið dregið úr möguleikum
einstaklinga til að eignast eigið
húsnæði, og húsnæðisskorturinn
magnazt.
Lánstraust þjóðarinnar út á við
var gott, eins og sést á þvi, að á
árinu 1959 tók rikisstjórn Alþýðu-
flokksins erlend lán, er námu á
annan milljarð kr., miðað við nú-
verandi gengi.
Þóttaskilin 1958
Það væri vissulega öðruvisi
umhorfs I islenzkum efnahags-
málum, ef dýrtiðarstöðvunar-
stefna Framsóknarflokksins
hefði sigrað haustið 1958, og fylgt
hefði verið áfram að öðru leyti
umbótastefnu vinstri stjórnarinn-
ar. Þá hefði gróði góðu áranna á
áratugnum 1960-’70 ekki farið i
veröbólguhitina að mestu leyti,
eins og raunin varð. Þá hefði
verið hægt að auka kaupmátt
timakaups verkafólks jafnt og
þétt i samræmi við vaxandi
þjóðartekjur, i stað þess að kaup-
mátturinn var næstum hinn sami,
þegar viðreisnarstjórnin lét af
völdum, og hann var, þegar hún
kom til valda, þrátt fyrir alla
aukningu þjóðarteknanna á þess-
um tima. Þá hefðu einstak-
lingarnir haft möguleika til að
halda áfram hinni hröðu fjölgun
nýrra ibúða, er átti sér staö á
árunum 1957 og 1958, og hús-
næðisvandamálið væri þá leyst, i
stað þess að hafa versnað um all-
an helming. Þá hefðu atvinnurek-
endur I landbúnaði, sjávarútvegi
og iðnaði getað byggt upp at-
vinnufyrirtæki sin og verið undir
þaöbúniraðmæta erfiðleikunum,
þegar hlé yrði á góðærinu.
Heimsmet
í verkföllum
Fyrir verkalýðshreyfinguna er
þessi saga ekki sizt lærdómsrik.
Samkvæmt alþjóðlegum skýrsl-
um urðu lengri og meiri verkföll á
íslandi á áratugnum 1961-’70 en i
nokkru öðru landi heims. Þrátt
fyrir þessa hörðu baráttu verka-
lýðssamtakanna, tókst ekki að ná
meiri árangri en það, að kaup-
máttur timakaupsins var svipað-
ur i lok viðreisnartimabilsins og
hann var i upphafi þess. Það var
eitt fyrsta verk „viðreisnar-
stjórnarinnar” að lögbanna allar
visitölubætur á kaup. Siðar lét
hún þó undan, þegar ljóst var, að
þetta leiddi til enn hraðari verð
bólguvaxtar en ella. Þá var samið
við verkalýðshreyfinguna um
fullar visitölubætur og samkomu-
lagið staðfest með lögum. Þegar
verðfall á útflutningsvörum kom
til sögu 1967, var þetta samkomu-
lag rofið og umrædd lög felld úr
gildi. A árunum 1968, 1969 og 1970
urðu verkalýðssamtökin að heyja
hin stórfelldustu verkföll, vegna
þess að ekki náðist samkomulag
við atvinnurekendur um viðun-
andi dýrtiðarbætur. Rikisstjórnin
stóð með atvinnurekendum. Á
þessum árum áttu Islendingar al-
gert heimsmet i verkföllum, en
þrátt fyrir þessa hörðu varnar-
baráttu verkalýðssamtakanna
minnkaði kaupmáttur launanna á
árunum 1968 og 1969, miðað við
það, sem áður hafði verið.
Engin stétt tapaði meira á falli
vinstri stjórnarinnar 1958 en
launþegar. En margir mi’1iliðir
högnuðust vel á valdask. ,við-
reisnarstjórnarinnar”.
Þ.Þ.