Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN TnrrtOPacrnrm Sunnudagur 21. október 1973. Getur hún ekki gleymt honum? Brúðkaup ársins stendur fyrir dyrum i Englandi og það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Undirbúningurinn er i fullum gangi, og á ytra borðinu er allt i lukkunnar velstandi, en þrálátur orðrómur gengur um það, að Anna prinséssa sé ekki alveg eins ánægð og ætla mætti. Sagt er, að hún geti ekki gleymt Richard Meade, sem var henn- ar fyrsta ást. Þi er haldið fram, að Elisabet drottning hafi harðneitað, þegar Anna vildi giftast Meade. Aðal- ástæðan á aö hafa verið sú, að hann væri of gamall fyrir prinsessuna, en tnílega hefur nú meira komið til. trúmtár var Richard Meade hinn útvaldi. Hans helzta áhugamál, alveg eins og önnu var (og er) hestar, og þar að auki er maðurinn ákaflega myndarlegur. Það er lika ekk- ert leyndarmál, að þau voru saman eins oft og þau mögulega gátu. Hún kippti sér jafnvel ekki upp við að heimsækja hann að kvöldlagi, þrátt fyrir kröftug mótmæli móður sinnar. Richard Meade var sem sagt ekki talinn æskilegur eiginmað- ur prinsessunnar, og hún hafði þvi ekki um neitt að velja. Hún varð bara að gleyma honum og finna annan hæfari i hlutverkið. Mark Philips varð fyrir valinu, og eflaust á hann eftir að standa sig i stöðunni, að minnsta kosti vantar ekki hrossaáhugann. Hitt er svo annað mál, hvort hægt er aö gleyma samkvæmt skipun! ☆ Versta kvikmynd ársins! Timaritið Havard Lampoon i Bandarikjunum hefur valið kvikmyndina Siðasti tangó i Paris verstu kvikmynd ársins. önnur i röðinni neðan frá varð myndin S/S Poseidon, en þær urðu svo jafnar, að það varð að kasta upp krónu um neðsta sæt- iö, og sem sagt — það hlaut hin margumtalaða kvikmynd með Marlon Brando og Mariu Schneider i aðalhlutverkum. Rainer fursti talinn alvarlega veikur Undanfarið hefur Rainer fursti af Monakó sézt æ sjaldnar utan veggja hallar sinnar. Hann hefur þó ekki getað dregið sig algjörlega i hlé, þvi að ýmsum opinberum skyldum þarf að gegna. Fyrir skömmu var hann viðstaddur einhverja akkst- urskeppni i Monakó, en ekki hafði hann setið lengi i viðhafnarstúkunni, þegar hann neyddist til að yfirgefa staðinn. Ekkert hefur verið tilkynnt um sjúkdóm furstans opinber- lega, en i Monakó er þao ekki talið neitt leyndarmál, að óttazt er um heilsu hans. Rainer fursti, sem er ekki nema fimmtugur, er nýkominn frá Paris, þar sem hann gekk i gegnum mjög nákvæma rannsókn hjá hjartasérfræðingi. Nýjustu fregnir herma, að kona hans, Grace Kelly, hafi beðið prófessor Bradley i Phila- delphia i Bandarikjunum að koma til Monakó, til að lita á furstann, en hún er sögð mjög kviðinn vegna heilsu hans. Á meöfylgjandimynd er Rainer fursti ásamt Stephanie, yngstu dóttur sinni. Það fer varla á milli mála, að hann litur ekki vel út. >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.