Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 39 ® Útlönd látiö beita friðsamlega verk- fallsverði sliku ofbeldi, að almenningi um gjörvöll Bandarikin hefir ofboðið. Undrum sætir, að Chavez skuli hafa sloppið lifandi frá öllum tilræðunum. En baráttuvilji hans og samtaka landbúnaðarverkamannanna er slikur, að hann hefir hvað eftir annað komið eigendunum á óvart og skotið þeim skelk i bringu. Hreyfingin hefir stað- izt meiri ofsóknir og þjáningar en titt er um slfk samtök. TILLITSLEYSI stórrekstr- arins kemur einnig fram i eiturmagninu, sem þeir láta dæla yfir ekrur sinar úr flug- vélum. Þarna er til dæmis um að ræða svo hættulegt eitur, að þúsundir verkamanna hafa látizt og milljónir neytenda orðið þess varir og efnt til and- mæla. Margt af þvi, sem dælt er yfir akrana er með þeim hætti, að hver og einn, sem gerði sig sekan um slikt hér i Noregi, væri álitinn geð- bilaður. Bandarisk fyrirtæki selja til Noregs mikið af matvælum, sem innihalda eitur, sem norskir bændur verða að forð- ast. Þarna er gat i lögunum. Þau gilda aðeins um norskar vörur en ekki innflutning. Þarf ekki að setja undir þennan lega við þfyrsta tækifæri.? ÞEIM fjölgar stöðugt sem sjá, að barátta landbún aðarverkamannanna fyrir merkingu búvara er til bless unar fyrir fyrirtækin, Bandarikin og landbúnaðinn i heild. Merkin tákna, að vör- urnar eru frá bandariskum fyrirtækjum, sem hafa gert samninga við verka- mannasamtökin, sem Chavez veitir forustu. 1 þessum samningum eru mjög ströng ákvæði um eftirlit með notkun eiturs. Uppi eru alþjóðleg samtök um að kaupa ekki ómerktar þrúgur og fleiri ávexti frá Bandarikjunum. Viða er viðurkennt, að merkt- ar bandariskar þrúgur eru lausari við eitur en aðrar þrúgur á heimsmarkaði. Margir norskir innflytj- endurhafa lýstyfir þvi,að þeir muni ekki frama flytja inn ómerkta ávexti eða grænmeti frá Bandarikjunum. Þetta er mjög mikilvægt. Hin mikla eftirspurn eftir merktum vörum hlýtur að sannfæra bandarisku framleiðendurna um, að þeir geta ekki öllu lengurhagaðséreinsog tiðkaö- ist á öldinni, sem leið. Sagt er, að ómerktar vörur sjáist varla framar i New York eða Boston, og svipuðu máli gegn- ir um margar aðrar stórborg- ir. Stórverzlanasamsteypan A & P tapar 8 milljónum dollara á viku á þvi að hundsa óskir kaupendanna i þessu efni. KJÖR landbúnaðarverka- mannanna eru efalaust efst i huga neytenda, en eiturnotk- unin er einnig mikilvægur þáttur. Ræktendur, sem selja ómerktar þrúgur, verða að selja þær undir framleiðslu- verði. Andmælum neytenda vex fiskur um hrygg. Við megum ekki bregðast heldur, ef breytingin á ekki að taka allt of langan tima. Nefna má i lokin, að andmælin eru almenn, þar sem menn af norskum ættum eru hvað flestir, eins og i Seattle og Minnesóta. Einnig hefir vakið athygli, að samtök kanadiskra bænda, sem 100 þúsund bændur eru aöilar að, hafa lýst áhyggjum sinum yfir þvi, að bandariskir framleiöendur dengi mómerkt um vörum við mjög lágu verði á kandiska markaðinn. Forustumenn samtakanna lýsa fullum stuðningi við baráttu samtaka landbúnað- arverkamannanna i Banda- rikjunum. Kanadamenn hafa reynt að loka landamærunum fyrir ómerktum vörum, en erfitt reynist að koma i veg fyrir ólöglegan innflutning. VÍKINGASALUR Hljómsveit Jóns Páls söngkona Þuriður Sigurðardóttir Kvöldverður frá kl. 19 Borðapantanir i simum 22321—22322 Borðum haldið til kl. 21. KVÖLDKLÆÐNAÐUR. m m ■?íl [ju II J LOFTLEIÐIR Félagsfundur NLFR verður haldinnfimmtudaginn25. október i Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22, kl. 9 siðdegis. Umræðufundur um félags- mál. Stjórnin. Námskeið fyrir konur og karla Námskeið i manneldisfæði og sjúkrafæði (megrunarfæði og fl.) hefst mánudaginn 22. október. Upplýsingar i sima 8-63-47. §* TILBOÐ óskast i Henschel vörubifreið árgerð 1958. Bifreiðin verður til sýnis þriðjudaginn 23. okt. 1973, kl. 1-4 hjá Sementsverksmiðju rikisins, Ártúnshöfða. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 á skrifstofu vorri. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOHGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Bein lína í Súlnasalinn í dag kl. 3 hefst úrslitaumferð Trimmkeppninnar um vinsælasta íslenzka dægurlagið. 1 dag kl. 3 hefst úrslitaumferð Trimmkeppninnar um vinsælasta islenzka dægurlagið. Jón Múli Árnason stjórnar beinni útsendingu frá Súlnasal Hótel Sögu, og kynnir fyrstu úrslitalögin: 103 Útilif 104 Sanna 106 Stina trimmari 108 Mánagull 111 Trimma-trimm 113 Bliðasti blær 118 Á valdi minninganna 124 Ég bað þig að biða 131 50 milur 138 Vina 140 Fimm á ferð Takið þátt í keppninni — Verið með í útvarpsþættinum Atkvæðaseðla má senda i pósthólf 1338. Merkt: THIMMKEPPNI. GLÆSILEG VERÐLAUN Höfundar þriggja vinsælustu laganna hljóta glæsi- leg verðiaun. 1. VERÐLAUN: Radionette-útvarps- og hljómburðartæki frá E. Far- estveit & Co. 2. VERÐLAUN: Pinoneer-hljómburðartæki frá Karnabæ. 3. VERÐLAUN: Philipps-hljómburðartæki frá Heimilistæki hf. AUKAVERÐLAUN FYRIR ALMENNING: Dregið verður úr nöfnum þeirra, sem geta rétt um vinningslagið. 10 þeirra hljóta tvær S.G.-hljóm- plötur, eftir eigin vali. SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. ÞÆG BöRN FA ÓKEYPIS AÐGANG: Félag íslenzkra hljómlistarmanna i ATKVÆÐASEÐILL fyrir útvarpshlustendur Lag: .......................................................................Nr:... Nafn: ............................................................................ Heimili:....................................................................Simi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.