Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973. Fæðuval efni sem likaminn þarf á að halda? — Viðtækar rannsóknir voru gerðar á skólabörnum i Bandarikjunum og leiddu þær i ljós, að meira en helmingur barn- anna var vannærður, og orsökin fyrir þessu ástandi reyndist yfir- leitt ekki vera skortur á matvæl- um, heldur rangt fæðuval. Þetta sannar að voldug kerfisbundin uppfræðslustarfsemi þarf að eiga sér stað af hálfu lækna og allra annarra sem vinna að fræðslu i næringarfræði. Einnig þurfa mötuneyti fyrir almenning skóla, sjúkrahús og veitingahús svo og þeir sem vinna að matvælaiðnaði, að starfa samkvæmt þeirri þekk- ingu, sem fyrir er i næringarefna- fræði. — Það sem okkur vantar er fólk, sem getur hagnýtt sér þá vísindalegu þekkingu sem fyrir er, einhvern sem getur stjórnað og hagnýtt þessa þekkingu. Grundvöllurinn er þvi að mennta fleirá fólk til starfa i þessum greinum. Korpa á uppfræðslu, þvi fæðan er mikilvægur hlekkur i hinni löngu keðju hamingju og heilbrigði. — Sérstaklega er það nauðsynlegt fyrir foreldra að fæðan sé rétt samsett þvi rannsóknir hafa leitt i ljós, að illa nærð börn og unglingar hafa meiri tilhneigingu til neyzlu áfengis og tóbaks, en þau sem eru vel nærð. Foreldrar gera sér ekki ævinlega ljóst hve alvarlegar af- leiðingar léleg næring getur haft á heilbrigði og framtiðarheill barna þeirra. — Hvað er svo framundan? — Til að byrja með hef ég hugsað mér að fara af stað með námskeið. Mun ég halda fyrir- lestra og útskýra undirstöðuatriði næringarfræöinnar. A námskeið- inu mun ég kynna megrunarfæðu og er það bæði hugsað fyrir þá, sem eiga við offitu að striða og einnig þá, sem vilja fyrirbyggja slikt. Stendur námskeiðið yfir i sex vikur. Einnig er möguleiki á þessu námskeiði að veita sérstak- ar leiðbeiningar fyrir fólk, sem hefur sykursýki, meltingar- sjúkdóma o.fl. En það skal tekið fram að það er einungis læknis að ákveða, hvort sjúklingurinn þarfnast ákveðins mataræðis, en það er hlutverk manneldisfræð- ingsins að leiðbeina sjúklingnum, hvernig hann geti bezt hagnýtt sér ráðleggingar læknisins, varð- andi næringargildi. Námskeiö- ið er ætiað bæði konum og körl- um. Hollt mataræði er ekkert sér- mál kvenna. 1 Bandarikjunum og viðar erlendis er slik uppfræðslu- starfsemi orðin afar algeng, og það fer i vöxt með hverju ári, sem liður, að fólk hagnýti sér þessa uppfræðslu. — Að lokum vil ég segja, að það er mér mikið fagnaðarefni, að kennsla til háskólaprófs i hjúkrunarfræðum er hafin við Háskóla Islands. Og vonandi verður næsta skrefið að stofna til kennslu i næringarfræði (nutrition) og manneldisfræði (dietetics) til háskólaprófs. Verk- efnin eru óteljandi og mikil þörf fólks með beztu menntun á þessu sviði. — Kris. O S.V.R. Bústaðavegar Endastöð verður á mótum Bústaðav. og Óslands. Leiðin liggur þá Sogaveg á enda og siðan spölkorn vestur Bústaða- veg að Óslandi. Þar er snúið við og sama leið ekin til baka. Leið 8 beygir nú af Laugavegi norður Kringlumýrarbraut i stað Laugarnesvegar, sem búið er að slita sundur. Leið 9 liggur á sama hátt um Kringlumýrarbraut upp á Laugaveg. Leið 7. Ferðum fjölgar á kvöldin og á helgi- dögum, þannig að millibil milli ferða verður þá 20 minútur i stað 30 minútna nú. Leið 12 verður breytt þannig að frá Grensás- stöð verður ekið austur Miklubr. og nýja veginn i átt að Breiðh. i stað Grensásvegar og Bústaöa- vegar áður. Ferðum verður fjölg- að á þessari leið, þannig að nú verða 15 min. milli ferða á virk- um dögum en 20 min á kvöldin og á helgidögum i stað 30 minútna nú. i Reykjavíkurborg berst gegn hávaða Merk tillaga frá Kristjáni Benediktssyni um vernd og baráttu gegn hávaða samþykkt samhljóða i Borgarstjórn Reykjavíkur jjf' A fundi I Borgarstjórn Reykja- vikur siðastliðinn fimmtudag, flutti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, svohljóðandi tillögu: (oröalagsbreyting gerð á fundin- um fylgir texta)/ „Borgarstjórn telur nauðsyn- legt að sett verði í heilbrigðis- samþykkt ákvæði til að tryggja fólki vernd gegn hávaða, sem er af þeim styrkleika, að hann geti valdið varanlegum heyrnar- skemmdum hjá þeim, sem við hann þurfa að búa t.d. á vinnu- stað. Sérstakl. telur borgarstjórnin aðkallandi i þessu sambandi, að settar verði reglur um hámark þess hávaða, sem vera megi frá hljómsveituin og plötuspilurum á skemmtistöðum, bæði til að vernda hljómlistarmennina fyrir þvi að hljóta varanlegar heyrnar- skemmdir svo og til verndar starfsfólki og gestum þessara staða. Felur borgarstjórnin heil- brigðismálaráði og borgarlækni, I samráði við forstöðumann heyrnardeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar, að undirbúa reglur i samræmi við það, er að framan greinir, er síðan verði felldar inn i heilbrigðissamþykkt borgarinn- ar. Kristján Benediktsson (F) flutti itarlega framsöguræðu með tillögu sinni og verður efni hennar nú rakið, eftir þvi sem rúm leyfir, en borgárfulltrúinn sagði m.a.: Ræða Kristjáns Benediktssonar ,,t heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavik, sem samþykkt var árið 1950 eru engin ákvæði um takmörkun á hávaða. Slik ákvæði i lögreglusam- þykktinni frá 1930 eru ekki miöuð við hávaða, sem valdiö gæti heyrna rskem m dum , heldur hávaða, sem væri til almennra óþæginda, raski svefnró manna o.s. frv. í viðtali, sem Kormákur Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi átti viö Alþýðublaðið fyrir skömmu, sagði, að hérlendis muni ekki vera til neinar reglur um það, hver hámarkshávaði megi vera, hvorki þegar um er að ræða vinnustaði, né aðra staði, svo sem á götum úti, eða á samkomustöð- um. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt, þar sem vitað er, að mikill hávaði er skaðlegur fyrir heyrn manna og hávaði i umhverfi okk- ar er sifellt að aukast”. Sfðan rif jaði ræðumaður upp þá breytingu, sem orðin er á hávaða I borgum heimsins og vitnaði til heimilda um það og ennfremur i fróðlegt rit Atvinnusjúkdóma- nefndar, þar sem er að finna hagnýtar upplýsingar um skað- semi hávaða, en þar segir á þessa leið, m.a. Hvað er hávaði? Hljóð, sem vegna styrkleika sins valda mönnum óþægindum, eru nefnd hávaði. Þegar hlutur titrar, myndast hljóðbylgjur i loftinu. Þessar hljóðbylgjur skynjum við sem hljóð. Mikill hávaði cr heilsuspill- andi, en styrkleiki hans og tiðni ráða mestu um það, hversu hættulegur hann er. Hljóðstyrkur Styrkur hljóðs er yfirleitt mældur með mælieiningunni decibel (dB). Decibelgildi ákveð- ins hljóðs gefur til kynna hlut- fallslegan styrk hljóðsins. Deci- beleiningin er einnig notuð til að tákna hlutfallslegt heyrnartap, og er þá miðað við að 0 dB tákni veikasta greinanlegt hljóð. Tiðni Tiðni hljóðs er háð þeim fjölda hljóðbylgna, sem ná til eyrans á einni sekúndu. Mælieining tiðn- innar er nefnd Herz (Hz). Sé fjöldi hljóðbylgna 500 á sekúndu, er tiönin 500 Hz. Heilbrigt manns- eyra getur heyrt frá 20 upp I 20.000. Venjulegt samtal er talsvert breytilegt hvað tiðni snertir, en meginstyrkur talaðs máls liggur á tiönisviðinu 200-2000 Hz. Hávaði er venjulega sam- bland hljóða með mismunandi tiöni. Hvenær er hávaði mikill? Það er augljóst, að þvi meiri sem hávaðinn er og þeim mun lengur sem hann varir, þvi meiri hætta er á heyrnartjóni. Þeir sem búa við eða starfa i hávaða, þurfa aö hafa það hugfast, að þegar endurtekinn hávaði er farinn að deyfa eyrað, eða þegar ekki er unnt að tala saman öðruvisi en með því að hrópa, þá er nauðsyn- legt að gripa til ráða til þess að vernda heyrnina. Almennt er talið, að hávaði á vinnustað megi ekki fara yfir 85 dB, ef unnið er átta tima á dag, fimm daga i viku. Þarna er þá reiknað með matar- og kaffihlé- um, og öðrum frátöfum, sem valda þvi, að starfsmaður hvflist þann tima frá mesta hávaðanum, sem rikjandi er á vinnustaðnum. Siðan rakti ræðumaður nokkuð um vitneskju sérfræðinga um lið- an manna við hávaða á tilteknum mælistigum og hvernig hávaði angraði nú menn á vinnustöðum og á götum úti. Þá vitnaði ræðu- maður i ýms erlend rit og erlend- ar stofnanir, sem vinna að þess- um málum, eða vernd almenn- ings fyrir hávaða, svo sem eins og alþjóða heilbrigðismálastofnun WHO og um úrræði, sem menn telja sig hafa fundið. Þá sagði ræðumaður orðrétt: Hávaði og vinna Rannsóknir hafa sýnt, að fólk sem vinnur störf, sem krefjast einbeitingar, þolir verr hávaða, snöggur hávaði er verri en sam- felld hljóð og hreinir tónar eru verri en tónaflóð. Þá hafa rannsóknir leitt i ljós, að hávaði dregur úr afköstum. Athuganir, er gerðar voru við læknaakademiuna i Parfs sýndu, að afköst skrifstofufólks aukast um 9%, þegar dregið er ú hávaða á vinnustað um 20 dB. Svipaðar niðurstöður fengust við rannsóknir hjá stáliðnaðar- mönnum i Þýzkalandi. Sé litið til framtiðarinnar er greinilegt, að gera verður róttæk- ar ráðstafanir til að halda hávaða I skefjum, heilsu og velferðar manna vegna. Heilsutjón i nútima þjóðfél. vegna hávaða Þá nefndi ræðumaður ýms dæmi um það, að menn biðu heilsutjón vegna hávaða og sagði, að t.d. hefðu rannsóknir leitt i ljós að 50.000 Danir hefðu orðið fyrir alvarlegum heyrnarskaða vegna hávaða. Heilsuverndarstöðin hefur gert mælingar um nokkurt skeið, og hafa mælingar sýnt, að skaðlegur hávaöi er viða i umhverfi borgar- búa, og vitnaði ræðumaður i áðurnefnt blaöaviðt. við Kormák Sigurðsson, heilbrigðisfulltrúa, en þar segir m.a.. „Það hefur viljað brenna við að fólk taki ekki mark á ábending- um. T.d. á vinnustöðum kemur fyrir, að menn hafa ábendingar okkar i flimtingum og er þá oft um yngri menn að ræða”, sagði Kormákur. „Þetta er mjög mið- ur, því það er til litils að vera að vinna að þessuin málum, ef ekki er farið eftir þvi sem maður bendir á”. Kormákur sagði að það færi ekki á milli mála, að þar sem fólk fyndi mest fyrir hávaða væri á skemmtistöðum. A sumum stöð- utn væri ástandið þannig að há- vaðinn frá hijómsveitunum væri á við þotur. Þ'yrfti þvi engan að undra þó að starfsfólk og aðrir sem eru mikið á þessum stöðum verði fyrir varanlegum heyrnar- skemmdum. En hávaðinn i þess- um hljómsveitum getur farið upp i 116-120 decibil og jafnvel meira. Til samanburðar má geta þess að heilbrigður maður þolir ekki 130 decibil iengur en 20 minútur án þess að bíða tjón af og 140 decibil aðeins i 5 minútur. " Tillagan samþykkt. Þá rakti ræðumaður nokkur þau úrræði, sem gripið hefði verið til erlendis i þessum málum og um almennt eftirlit. Þegar Kristján Benediktsson, hafði lokið framsöguræðu sinni tók til máls Markús örn Antons- son (S) og tók mjög i sama streng og flutningsmaður tillögunnar og eftir smávægilega orðalagsbreyt- ingu á tillögunni, þar sem orðin „til að tryggja fólki vernd gegn hávaða” komi i stað orðanna „til þess að takmarka hávaða” Var tillaga Kristjáns Bene- diktssonar siðan samþykkt með samhljóða atkvæðum. jg J Tímlnner peningar Auglýsld' í Timanum 5 Það er aðeins hængurinn, sem hefur hinn sérkennilega hnúð á bakinu, eins og sjá má á þessari teikningu. Þess vegna er liklegt talið, að hér- lendis hafi veiðzt margar bleiklaxahrygnur án þess að menn hafi áttað sig á þvi, að um bleiklax væri aö ræða. O Bleiklax Ráða má af hreistri þeirra’ bleiklaxa, sem veiðzt hafa hérlendis, að þeir hafa verið lengur i fersku vatni en þeim er eðlilegt, og óyggjandi er talið, að þessir fiskar séu úr rússnesku sleppingunum. Æviferill bleiklaxins er tvö ár, þ.e.a.s. að tvö ár liða frá þvi að hrognunum er gotið, þar til lax- arnir, sem úr þeim koma, hrygna. Þegar skeiðin hafa notað þá næringu, sem er i kviðpokan- um, ganga þau rakleiðis til sjávar og þar tekur beiklaxinn út allan þroska sinn. ' Veiðimálastofnunin sækir þess, að þeir sem kynnu að hafa veitt bleiklax i sumar, en ekki tilkynnt það, láti henni i té vitneskju um fiskinn, svo að hægt sé að fylgjast sem bezt með bleiklaxinum hér- lendis. Þessi fiskur hefur stundum verið nefnur hnúðlax á Islenzku Það heiti er i samræmi við hið rússneska heiti fisksins, sem er „gorbuscha” og enska nafnið, sem er „humpback”. I seinni tið hefur heitiö bleiklax þó rutt sér til rúms, enda er það talið heppi- legra, þvi að hnúðurinn eða kryppa er aðeins á hængnum. HHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.