Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973.’ Fyrri áfangi Skeiftarárbrúarinnar í smiöum Svanbjörn Frimannsson, seölabankastjóri: Seölabankinn aflar fjárins til framkvæmdanna, en Vegageröin grefur þá jafnharöan i sandinn. En þar eru þeir lika vel geymdir, þvi aö ölium landsmönnum verður mikill liagur að hringveginum. Senn rennur sá dagur, að lýkur vegagerð og brúasmíð á Skeiðar- ársandi. Siðasta og mesta brúin — sú yfir Skeiðará sjáll'a — er vel á veg komin. Þetta varð Seðla- bankanum og Vegagerðinni til- efni til þess að bjóða fréttamönn- um austur á laugardaginn var þeirra erinda að skoða mannvirk- in. Auk frétiamanna voru nær tveir tugir verkfræðinga með i förinni á vegum Verkfræðinga- félagsins. Við lögðum af stað frá Reykja- vfkurflugvelli að morgni dags i úrigu Reykjavikurveðri. En viti menn, eftir þvi sem austar dró birti æ meir og þegar vélin hóf að- flugið að flugvellinum á Fagur- hólsmýri skein sól i heiði. A vellinum biðu okkar áætlunarbilar austan af Höfn i Hornafirði, sem fluttu okkur að Skaftafelli. Þar var stigið um borð i vatna- dreka, ógurlegt ferliki, sem fátt cða ekkert fær stöðvað, hvort heldur er á láði eða legi. Þennan dreka keypti Vegagerðin i Banda- rikjunum til þess að nota á Skeiðarársandi. I honum er 300 hestafla vél og tilsýndar er hann likastur báti á hjólum. Raunar á hann fleira sammerkt með skip- um en útlitið eitt, þvi að hann er búinn skrúfu, þannig að hægt er að sigla honum, þegar svo djúpt er orðið að hjólin taka ekki lengur niðri. Þessi hjóladreki hefur reynzt mun betur en beltis- drekarnir sem hafa verið notaðir fram til þessa og ekki eru alls kostar heppilegir til aksturs i sandi og grjóturð. Kaupverð þessa mikla farartækis var um hálf önnur milljón islenzkra króna og getur ekki kallazt mikið. Vonbrigðin Sagan segir, að Skeiðará dragi nafn af þvi, að fyrr á öldum hafi hún ekki verið meira vatn en svo að rétta mátti vefjarskeið yfir hana. Sé þetta rétt skýring hefur Skeiðará sótt i sig veðrið siðan og iiklega eru fá vatnsföll islenzk nafntogaðri en hún. Það var þess vegna ekki laust við að kitlandi eftirvæntingar gætti i hópnum, þegar vatnadrekinn ruddist fram aurana niður að ánni. Ekki minnkaði lilhlökkunin, þegar manni varð hugsað til lýsingar meistara Þórbergs i Vatnadegin- um mikla: ,,Allt yfirborð þessarar tröll- auknu, leirmórauðu hafrastar þaut framhjá okkur með flug- hraða, hófst hér og þar i háa bunka, féll svo niðurídjúpa dali, vafði sig i hendingskasti i risa- vaxna ströngla, sem byltust um i hvitfyssandi boðaföll, hringsner- ist i sogandi iðusveipi og skrúfað- ist upp i drýli og stróka, en gnýr- inn af hamförum þessarar brim- rastar var svo mikill, að við átt- um fullt i fangi með að heyra hvert til annars.” Þannig kom Skeiðará Þórbergi fyrir sjónir, en þennan haustdag var öðru visi um að litast, áin lyppaðist fram engu uggvænlegri en hver önnur meðalá, svo að drekinn ameriski átti alls kostar við hana. og brölti yfir hvern álinn á fætur öðrum, án þess einu sinni að hægja ferðina, þegr hann bruddi undir sig urðar- stálið á bökkunum. Framkvæmdasagan Við létum staðar numið i.búð- um vegagerðarinnar á sandinum. Þar þágum við beina og þeir Helgi Hallgrimsson, deildarverk- fræðingur Vegagerðarinnar og Svanbjörn Frimannsson seðla- bankastjóri sögðu okkur frá framkvæmdunum. — Það var i mars 1972, að sam- göngumálaráðuneytið ákvað að hafizt skyldi handa um vegagerð og brúarsmið á Skeiðarársandi eins fljótt og auðið væri og skyldi verkinu lokið sumarið 1974. Mán- úði siðar hóf Vegagerðin fram- kvæmdir. Ekki var samt hægt að snúa sér strax að þvi að beizla jökulárnar á Skeiðarársandi, þvi að fyrst þurfti að endurbæta veg- inn allt vestan frá Kirkjubæjar- klaustri og brúa að nýju flest fall- vötn þaðan austur að Núpsstað. Þetta var gert i fyrra og samtimis var unnið að vegagerð i öræfum. 1 septembermánuði siðastliðn- um var byrjað á Skeiðarársandi. Árnar á sandinum flæmast að jafnaði fram og aftur um sandinn og skipta iðulega um farvegi eftir þvi hvernig stendur i bólið þeirra. , Mest hættan stafar þó af jökul- hlaupum. Þess vegna var brugðið á það ráð að gera rammlega varnargarða og leiða fljótsálana saman i einn farveg. Byrjað var á þvf að brúa Núpsvöln og Súlu, sem veitt var i einn farveg. Sú brú er 420 metra löng og næstlengst brúnna á sandinum. Núpsvötn eru'ekki til- takanlega erfið viðureignar, af þvi að i þeim er að mestu berg- vatn og ekki koma hlaup i þau. Súla er hins vegar jökulvatn og i hana koma hlaup úr Grænalóni, siðast nú i ágúst. Næst i röðinni var Sandgigju- kvisl, sem oft er nefnd Gigja. 1 hana koma hlaup úr Grimsvötn- um. Siðasta hlaupið kom i marz 1972. Þegar mest var féllu þar fram 2000 rúmmetrar vatns á sekúndu hverri. Þvi má skjóta hér inn i frásögn- ina til marks um duttlunga jökul- vatnanna, að Gigja myndaðist ekki fyrr er uppúr 1940. Hún varð þá farartálmi þeimsem leið áttu yfir sandinn, en fram að þvi höfðu töluveröar samgöngur verið á milli þeirra byggðarlaga, sem liggja að sandinum. Það var að visu fjarri þvi að vera neinn barnaleikur að riða hinar árnar, en þó mátti að jafnaði finna vöð á þeim, þvi að þau dreifðust meira um sandana en Gfgla gerði. Þegar Gigja hafði verið brúuð var haldið áfram austur á bóginn að Skeiðará, eftir að brú hafði verið komið á smásprænu á leið- inni, sem nefnist Sæluhúsvatn. Brúin yfir Skeiðará verður 904 metra löng. Hún er smiðuð i tveimur áföngum. Nú er unnið að fyrstu þremur fimmtu hlutunum og þennan dag var verið að ljúka við að steypa siðustu stöplana i fyrri áfanganum, sem verður 528 metrar og siðan verður stálbitun- um komið fyrir á stöplunum. Alls staöar er brúað á þurru, enda er það mun hagkvæmara. Vötnunum er þá veitt i burtu á meðan unnið er að smiðinni. Þá er einnig hyllzt til þess, að vinna aö brúarsmiðunum að vetrarlagi, þegar árnar eru með minnsta móti. Til þess að hemja vötnin i farvegum sinum hafa verið gerð- ir miklir varnargarðar og við hverja brú hafa verið mynduð hliðarlón við uppfyllingarnar. Vatnið i þessuin lónum er kyrr- stætt og kemur i veg fyrir að fall- þungi vatnsins skelli á uppfyll- ingunum með öllu afli, þegar hlaup komá i árnar. Mjög hefur verið vandað til mannvirkjanna en þó um leið gætt fyllstu hagsýni. Stórbrýrnar hafa allar verið hannaðar á sama hátt. Hver stöpull hvflir á tólf ellefu metra löngum steinsteypt- um stöplum, sem keyrðir eru nið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.