Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973. Háhyrningar eru alltaf saman i hópum. Þessi mynd er tekin i Beringssundi. Háhyrningurinn Sá allra hættulegasti, en er mjög hrifinn af tónlist. Hann hefur verið nefndur Slátrari hafsins Sporöurinn, sem háhyrningurinn er kenndur viö. MILLI hinna geysistóru bláhvala annars vegar og hinna litlu höfrunga hins vegar, eru fjölda- margar tegundir hvala af milli- stærö. Þessar skepnur hafa margt sameiginlegt manninum, bæöi liffræðilega og hvað varðar gáfurnar. Þær gefa frá sér greini- leg mismunandi hljóð, sem áreiðanlega tákna eitthvað. Fyrir ekki löngu siðan vissu menn mjög litið um þessi sjávar- dýr annað en það, að þau höfðu ógnvekjandi tanngarð, sem stærri frændur þeirra höfðu ekki. Einn af þessum ógnvekjandi tannhvölum er háhyrningurinn. Igegnum aldirnar hafa margar hryllingssögur verið sagðar af háhyrningnum. Hann var sagður blóðþyrstastur allra dýra hafsins, og auk þess mjög kænn og gáfað- ur. Það sem blasti við hvalveiði- mönnum, þegar Háhyrningurinn opnaði skoltinn voru tuttugu og átta sverar og hvassar tennur. Við vorum þvi talsvert „skeptiskir” er við hófum kafanir i djúpin, til að kynnast þessari skepnu. Á Indlandshafi Arið 1967, þegar við vorum i leiðangri á Indlandshafi, rákumst við á háhyrningatorfu. Við urðum mjög hræddir, hræddari en ástæður gáfu tilefni til eins og Atta metra langur háhyrningur. Blástursopiö sést greinilega á myndjnnj seinna kom i ljós. Þá vissum við ekkert um það, hvernig þessi dýr haga sér þegar þau eru i leit að æti. Við vissum aö háhyrningar eru oftast saman i flokk og þannig gera þeir árásir sinar. Þegar við þess vegna rákumst á nokkra há- hyrninga, reiknuðum við með þvi að sjórinn væri morandi af þeim. Útdráttur úr dagbókinni minni gefur hugmynd um það hvernig það var, er við rákumst á háhyrn- ingana fyrst: 12.aprfl 1967: Um klukkan 17.30 fundum við höfrungavöðu, af þeirri tegundinni, sem ómögulegt er að nálgast. Við eltum þá á gúmmlbátnum alveg til sólseturs. Höfrungarnir notuðu furðuleg- ustu brögð til að komast undan okkur: Þeir skiptu sér i tvo hópa, sem syntu svo hvor i sina áttina. Hópurinn.sem eltur er skiptir sér siðan aftur og þannig koll af kolli. Þegar hópurinn er orðinn þreytt- ur, stingur hann sér og nýr hópur tekur við. Ef einn höfrungur verð- ur viðskila við hina og er eltur, notar hann hin furðulegustu brögð til að komast undan: Fyrst syndir hann til hægri og sveigir siðan snögglega til vinstri. Þar næst snýst hann til hægri aftur, en um leið og þeir sem elta hann hafa uppgötvað aðferðina, sem hann notar til að reyna að komast undan, breytir hann um aðferð. Þá stingur hann sér snögglega eða snýst i þveröfuga átt. Þetta er óvenjuleg hegðun hjá höfrungum, sem venjulega eru mjög gæfir þegar menn eru ann- ars vegar. Ef til vill stafar hún af þvi, að háhyrningar eru i sjónum, en þeir ásamt með hákörlum eru verstu óvinir höfrunganna. Við verðum að reyna að komast nær hinum ógnvekjandi „slátrara hafsins”: háhyrningnum. Við verðum að finna ljósmyndara sem er fús til að hætta lifinu. Háhyrningur i sjónmáli 13. apríl: Kallið kemur snemma um morguninn. Allir hlaupa upp á dekk og gúmmibáturinn er settur á flot. Af þilfarinu á „Calypso” sjáum við greinilega hina ein- kennandi sporða háhyrninganna, sem þeir draga nafn sitt af. Það eru einnig hvitir blettir fyrir aft- an augun. Jú — hér er hann, há- hyrningurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.