Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973. 1. Stóri Dalur I Svínadal, Húnavatnssyslu. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Ekki er langt siðan að viðast var byggt og búið á tslandi á þann hátt, sem myndirnar sýna. Mörgu ungu fólki virðist það undarlegt, eða trúir þvi varla. Eftir nokkra áratugi finnst sennilega fólki þess tima, búskaparlag okkar æði fornaldarlegt. Breytingarnar eru svo tiðar nú. Litið á mynd- irnar og reynið að setja ykkur i spor afa og ömmu, já, og raunar foreldra ykkar margra. Gamla myndin af Munkaþverái Eyjafirði, sýnir reisulegan „burstabæ”. Vegg- ir og þak úr torfi, timburþil að framan. Myndin er sennilega um hálfrar aldar gömul, en e.t.v. getur einhver gefið ná- kvæmar upplýsingar um hana 3. Stóru-Hámundarstaðir á Arskógsströnd. og tilefni myndatökunnar? Þetta er sögufrægur staður. Svipað byggingarlag er á bænum Stóra-Dal i Svinadal i Húnavatnssýslu, sem einnig er stórbýli. Þar er komiö timburþil einnig i húshliðinni, ofan á torfvegg. Bill er kominn i hlaðið, þegar myndin er tek- in árið 1960. Á Stóru-Hámundarstööum á Arskógsströnd er byggingar- lagið annað, en sá bær var byggður laust fyrir siðustu aldamót. Þarna eru þrjár hús- lengjur, þ.e. fremst stórt lang- hús úr timbri, bak við það búr og eldhús, og oftast baðstofa i þremur hólfum úr torfi með timburgafli. Torfveggir mjög þykkir. Bæjardyr voru fyrir miðju langhúsinu, og göng þaðan milli búrs og eldhúss til baðstofu, og þar tröppur upp að ganga. Myndin er tekin snemma sumars 1931. A Stóru-Hámundarstöðum var rekin útgerð i gamla daga, bæði þorsk- og hákarlaveiðar. Mun stóra framhúsið byggt fyrir hagnað af útgerðinni. Sama, eða svipað, byggingar- lag var á ýmsum bæjum á Ar- skógsströnd. Myndin af Ytri-Reistará Galmaströnd við Eyjafjörð er tekin sumarið 1947 og sýnir framhúsið þar á bænum, en það var byggt 1904. Bak við stóðu búr, eldhús og baðstofa, byggð 1884. Allir þessir gömlu bæir eru nú horfnir og hentugri hús komin i staðinn. Það vildi verða æði kalt i flestum gömlu bæjunum á vetrum, enda upphitun litil. Gamla fræga þjóðsöguorðtak- iö „Sjaldan hef ég flotinu neit- aö”, ber vott um húskuldann og lélegan fatnað fyrri tima. Menn þurftu feitmeti til að halda á sér hita. Fyrir tæpri öld léku sér krakkar á vetrarkvöldum að baðstofubaki frammi i Eyja- firði. Konunni þótti gaman að leik þeirra og rétti þeim stundum sælgæti út um bað- stofugluggann, einkum þegar kalt var i veðri. Og hvert hald- ið þið að sælgætið hafi verið? Ekki súkkulaði eða brjóstsyk- ur, nei, nei, heldur var það hangiflotsmoli með smjöri of- an á. Krökkunum þótti þetta fyrirtak og sungu visur fyrir utan gluggann i þakklætis- skyni. Margir gömlu torfbæirnir voru fallegir og fóru prýðilega i landslaginu. En þeir voru margir hverjir kaldir og rakir og entust illa,einkum i miklum útkomusveitum. í þurrviðra- sömum dölum entust þeir miklu lengur. Sæmilega þurr torfbær gat verið hinn þrifleg- asti — utan og innan. Harð- troðið, gljáandi moldargólf var sópað með hrisvendi, t.d. i búri og eldhúsi, en baðstofur voru viðast þiljaðar, a.m.k. á „betri bæjum”. Torfþökin vildu leka i stórrigningum. Viða voru veggirnir svo þykk- ir, að talsvert gluggaskot var að utanverðu. Byggingarefnið var sótt út i mýrarnar — stokkhnausar, strengir, klömbrur o.s.frv., og torf á þökin. Gott hleðslugrjót þótti og mikils virði og hellutak á þökin, en það var óviða til. Timbrið var sparað sem mest, nema helzt á rekaviðarjörð- um, þar var nóg af ásum, súl- um, röftum, rám, t.d. á Sléttu og Ströndum. Bæjargöngin voru viða dimm og þröng. í baðstofunni var lesið og unnið við skin lýsislampans. Hann lýsti lika bókmenntamönnum við ritstörfin, allt frá land- námsöld og fram undir siðustu aldamót. Svo kom oliulampinn og siðar rafmagnið — og hver veithvaö þar á eftir tekur við? '^7' 4. Munkaþverá i Eyjafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.