Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 8
8 TíMtNN Sunnudagur 21. október 1973. M/S HVASSAKKLI-. Þegar Kolf var búinn i Samvinnuskólanum, þá fór hann til sjós og byrjaði sem léttadrengur á Ilvassafelli. Kftir eitt ár var hann orðinn fullgildur háseti á skipinu og klefanautur virtasta mannsins á dckkinu. Iljörf hugmynd um flugtúr milli Ilanmerkur og Finnlands batt enda á glæsilegan sjómcnnskuferil, sem taldi 21 mánuð. farinn að hugsa um að helga mig langfart og sjómennsku. Ég öfundaði yfirmennina, sem voru logagylltir og borðalagðir og þá sérstaklega loftskeytamanninn, en hann gerði aldrei neitt. Hann labbaði bara i land til að skemmta sér, þegar búið var að binda skipið og kom svo um borð aftur, þegar átti að fara að sigla. I sjó gerði hann ekkert annað en að skamma okkur sem lægra vorum settir i skipinu og svo hafði hann bókhaldið fyrir brytann. Nú ákvað ég að vera loftskeyta- maður. Ég fór meira að segja i inntökupróf i loftskeytaskólann, en inntökupróf var i ensku, dönsku og algebru. Ég kolféll auðvitað á al- gebrunni. Hún var ekki kennd i Samvinnuskólanum og ég vissi hvorki upp né niður, og siðan hef- ur mér alltaf þótt svolitið vænt um algebruna. Töfrar i skyrtusölu og frami á sjó Þvi er ekki að leyna, að töfrar minir i skyrtusölu og sölu á skó- taui / örar „prómisjónir” og Úr afgreiðslusal Sigurður Ggilsson, sendill og Aslaug i afgreiðslusalnum hjá Rolf Johansen & co. mannvirðingar i skipinu gerðu mig vinsælan hjá yfirmönnum skipsins, sem nutu þessara hæfi- leika minna i rikum mæli, en að sama skapi féll gildi mitt hjá undirmönnum, þvi að þeim ofbauð frami minn og mannvirð- ing. Og auðvitað kom að þvi að velgengnin steig mér til höfuðs og hljóp með mig i gönur. Það bar til að ég, eftir 21 mánaða starf bað um fri. Mér var lofað friinu, en á siðustu stundu var leyfið afturkallað af einhverjum ástæðum og við sigld- um frá Reykjavik til Álaborgar og Helsingfors. Þegar skipið kom til Álaborgar, ákváðum við tveir, að stinga af og ætluðum við að fljúga til Helsing- fors frá Álaborg og taka skipið þar aftur. Auðvitað var þetta fáránleg hugmynd — að þykjast verða af skipinu, en ef til vill hef- ur afturkallað sumarfri eftir 21 mánaðar starf átt sinn þátt i tiltækinu. Þeir settu upp húfur Hvassafellið átti að sigla klukkan sex um kvöld og i stað þess að fara um borð, komum við okkur fyrir á notalegri krá og vorum á augabragði komnir i skemmtilegan félagsskap með ungu dönsku fólki. Hvassafell sigldi sinn sjó. Alltaf var fólk að koma og fara af kránni. Alls konar fólk. Meðal annars komu þarna tveir danskir lögregluþjónar með griðar stóran hund i bandi. Ég hefi aldrei fyrr né siðar séð svona stóra hunda. Þeir tóku ofan húfur og spjölluðu við fólkið. Við buðum þeim upp á bjór, og mér er það minnisstætt að þeir þáðu bjórinn og drukku hann á svolitið sérstæðan hátt. Þeir beygðu höfuðið aftur og létu innihaldið úr flöskunni renna beint ofan i maga, eins og þeir væru að hella i könnu. Við sögðum þeim, að við værum tveir islenzkir sjómenn sem vær- um i „frii”. — Já-já i frii sögðu þeir. Kannski á Hvassafelli. — Já á Hvassafelli sögðum við. Ja-so, sögðu þeir þá og stóðu upp og settu upp húfur. Skipti nú engum togum, að þeir tóku i hnakkadrembið á okkur og við vorum færðir um borð i logandi hvelli. Hvassafellið beið ennþá fyrir utan höfnina og verið var að leita að okkur út um allt. Ég gleymi þvi liklega aldrei, þegar komið var með okkur um borð og öll skipshöfnin varð vitni að þvi þegar komið var með strokumennina tvo i lögreglubáti út i skipið. Allir voru á þilfari og efst i brúnni var Bergur Pálsson, skip- stjóri, og hann kvað upp þann dóm, að við gætum hypjað okkur i land á fyrstu islenzku höfn, sem skipið kæmi i. Þar með var sjómennskunni lokið fyrir fullt og fast. Hvassafellið sigldi til Finn- lands. Það var svo sannarlega ekki lengur bjart yfir framtiðinni. Horfur og útlit með skuggalegra móti. Tékkneskar kvenbuxur og fleira drasl. Ég fór auðvitað að hugleiða hvað ég ætti nú að taka til bragðs þegar skipið kæmi til Islands aft- ur. Það varð úr, að ég skrifaði Ásbirni Ólafssyni, heildsala bréf og bað um vinnu. Ég þekkti Ás- björn ekki neitt, hann var aðeins frægur heildsali i borginni. Þetta . bréf póstlagði ég svo i Kaup- mannahöfn. Ég fékk svar, þar sem Ásbjörn segir mér að tala við sig, þegar ég komi til landsins. Og það gerði ég. Á þeim árum var Ásbjörn oft mikið upptekinri maður og það var ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, að mér tókst að ná tali af honum, en hann var þá með starf- semi sina á Grettisgötunni i öðru, eða þriðja húsi frá fangelsinu. Það varð úr, að Ásbjörn réði mig i einn mánuð til reynslu, sem sölumann og næsta dag var ég komin með þrjár sölutöskur, eina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.