Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. október 1973. lílVÍINN 3 KISSINGER TIL MOSKVU NTB—Washington. — Kissing- er utanrikisráðherra Banda- rikjanna hélt til Moskvu klukkan fjögur aðfaranótt laugardags til þess að ræða ástand mála og samninga- horfur i striðinu á milli Araba- rikjanna og lsraels. Kissinger fór til Moskvu að beiðni sovézkra stjórnvalda og með honum fór fjöldi ráðgjafa. Anatoli Dobrynin sendi- herra Sovétrikjanna i Washington hélt einnig til Moskvu um nóttina ásamt Kissinger og fylgdarliði hans. Sagt var af hálfu Hvita hússins, að ferð Kissingers hefði verið ákveðin eftir að þeir Nixon og Brézjnéf höfðu skipzt á skoðunum um ástand- ið fyrir botni Miðjarðarhafs. Á föstudag kom Bréznéf heim frá viðræðum við egypzku leiðtogana I Kairó, þar sem hann er sagður hafa rætt um hugsanlega friðar- samninga. ÍSRAELSMENN VESTAN SÚEZ NTB—Washington, Tel Aviv og Kairó. — Samvkæmt bandarisk- um og israelskum heimildum hef- ur tólf þúsund manna israelskt herlið brotið sér leið yfir á vestur- bakka Súezskurðar og búið er að flytja 300 skriðdreka yfir skurð- inn, og Israelsmenn eru nú sagðir vera 75 kilómetra frá Kairó. Egypzkar heimildir herma að harðir bardagar hafi heisað á Sinaiskaga og vestan Súezskurð- ar og að ísraelsmenn hafi beðið mikið afhroð. Vestrænir fréttamenn á Sinai- skaga segja, að Egyptar haldi áfram liðsflutningum yfir skurð- inn. Sýrlendingar halda þvi fram, að 52 israelskir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, þegar gert hafi verið gagnáhlup á ísraelsmenn i Golanhæðum i fyrradag. Israels- menn segja hins vegar, að 30 skriðdrekar Araba hafi verið ónýttir og að áhlaupinu hafi verið hrundið. Sovézkir herráðgjafar í Sinai? NTB—Sovézka flokksmálgagnið Pravda lét I það skina á föstu- daginn að góðar horfur væru á friði I striðinu á milli Araba og israela, ef stórveldin tvö, Bandarikin og Sovétrikin, reyndu að efla friðsamleg samskipti sin likt og verið hefur undanfarið ár. Þetta túlka fréttaskýrendur í Moskvu svo að Sovétríkin æski þess að friður verði saminn i striðinu. Moskvu-útvarpið skýrði frá þvi að Kosygin forsætisráðherra hefði komið aftur til Moskvu frá Kairó á föstudag eftir að hafa dvalizt þar i fjóra daga og átt viðræður við Sadat forseta. Á leið heim hafði Kosygin millilent i Damaskus og rætt við Assad Sýr- landsforseta. Herstjórn tsraelsherja i Siani hélt þvi fram á föstudag, að sovézkir hernaðarsérfræðingar stjórnuðu gagnáhlaupi Egypta við Suez. Sagt var að Egyptar sendu fram hvern herflokkinn á fætur öðrum, en yrði samt ekkert ágengt og að þeir hefðu orðið fyrir miklum skakkaföllum, en samt væri haldið áfram að senda fram lið. Bandarískir herráðgjafar í ísrael — 2200 milljón dollara hjálp NTB—Washington. —Á föstudag- inn bað Nixon bandariska þingið að samþykkja að veita Israel 2200 milljón dollara hernaðaraðstoð. Nixon bað ennfremur um 200 milljónir dollara til handa Kambódiu. Hann rökstuddi þetta með þvi, að þetta fé væri nauðsynlegt, ef valdajafnvægið i heiminum ætti ekki að raskast svo að friði i heiminum væri hætta búin. Þá varð kunnugt i Tel Aviv, að Bandarikjastjórn hefur sent hernaðarráðgjafa til ísrael til þess að vera Israelsmönnum hjálplegir vegna hinna miklu hergagnasendinga, sem nú koma til landsins frá Bandarikjunum. Hungursneyð NTB—Reuter, London. —Brezka blaðið The Guardian segir, að hungursneyðin i Eþiópiu hafi þeg- ar lagt 50 þús. manns að velli og um 100 manns látist nú á degi hverjum. Engar opinberar skýrslur hafa verið gefnar út um málið i Eþió- piu og stjórnin þar i landi hefur heldur ekki beðið um aðstoð. Eþiópia er mjög fátækt land og landeyðing er mjög alvarleg i # p>l z z r i Eþiopiu landinu norðanverðu og svo er .að sjá sem uppskeran hafi brugðizt með öllu. íbúum á þeim svæðum, þar sem hungursneyðin geysar, hefur verið smalað saman á sérstakar búðir og öll likindi eru á að þeir munu deyja þar af hungri, ef ekk- ert verður að gert af hálfu ann- arra landa,þvi að Eþiópia hefur sjálf ekki bolmagn til þess að hjálpa þeim. Borgarfulltrúi borinn ovenjulegum sokum A borgarráðsfundi siðastliðinn fimmtudag flutti Björgvin Guð- mundsson (A) tillögu, þar sem gert er ráð fyrir að bæta sam- skipti borgara Reykjavikur og stjórnenda Reykjavikurborgar. Ennfremur voru lagðar til ýmsar breytingar á starfstilhögun æðstu embættismanna borgarinnar, þannig að auðveldara væri fyrir hinn almenna borgara að ná tali af þeim. Var margt athyglisvert i tiliögum Björgvins, sem fulltrúar vinstri flokkanna töldu horfa til bóta. Það sem einkum vakti athygli, var að i hörðum umræðum um þessa tillögu milli flutnings- manns og eins fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, bar Björgvin Guðmundsson (A) það á andstæð- ing sinn, að hann hefði verið „við skál” er hann las tillöguna, en hann hafði kvartað undan þvi að tillaga Björgvins væri litt skiljan- leg og mjög óljóst, hvað flutnings- maður ætlaðist til. Að sögn viðstaddra er það mjög sjaldgæft, að til svo harka- legra tiðinda dragi i umræðum i borgarstjórn Reykjavikur. Það urðu endalok þessarar til- lögu, sem var i tveim liðum, að samþykkt var með 8:7 að visa fyrri lið tillögunnar til Boegar- ráðs, eða gegn atkvæðum vinstri manna, en samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að visa sið- ara lið tillögunnar til sama ráðs. — JG. ÞESSI stórglæsilegu • • FOT eru árangur samvinnu á mörgum sviðum, t.d: ★ Rétt val efna. Við notum aðeins bestu hugsanleg efni. ★ Hönnun — en hún er auðvitað eitt af aðalatriðunum. ★ Nýj ustu saumaaðferðir, þ.e.a.s. nýjustu vélar, nýjustu aðferðir , vandaður saumaskapur. ★ Fullkomin pressun, en í dag er það talið eitt allra þýðingarmesta atriðið í mótun fata. Við erum með eitt fullkomnasta pressukerfi á Norðurlöndum. ★ Við bjóðum upp á fullkomið stærðarkerfi. — Hringið bara og gefið upp málin og fötin koma í póstkröfu. PÓST SENDUM UM LAND ALLT. Colin Porter sníðameistari er í einu orði snillingur. mKARNABÆR LJEKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A 0G LAUGAVEGI 66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.