Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 29 Taugastrið: Kafari gefur háhyrningi að eta úr lófa sér. Allir eru i miklu uppnámi. Það er heiðskýr himinn og litur út fyr- ir að verða góður dagur. Það virðast vera 8 háhyrningar sam- an i hóp og greinilegt er, að dýrin vita Um nærveru okkar. Fyrir hópnum syndir griðarstórt karl- dýr, sem hlýtur að vega mörg tonn. Sporður hans er mun stærri en hinna. Við sjáum einnig litið karldýr, sem er sennilega sonur foringjans, en hitt eru kvendýr. Fyrr eða siðar munu faðir og son- ur berjast um „kvennabúrið’'. Hópurinn reynir að forðast okk- ur, greinilega eftir „skipunum” frá forustuhvalnum. „Calypso” er of hægfara til að geta haldið i við hvalina, svo að tveir af áhöfn- inni fara i gúmmibátnum á eftir þeim. „Calypso” fylgir á eftir i rólegheitunum. Eftir eltingaleik, sem varir um einn og hálfan tima á 15-20 milna hraða, skýtur skyndilega upp svart-hvitri ófreskju við hliðina á gúmmibátnum. Skutlinum er kastað og háhyrn- ingurinn þýtur af stað, með rauða linu á eftir sér. Þessi dýr geta synt með allt að 30 milna hraða á klst., en þar sem þau eru ekki sköpuð sem dráttardýr minnkar hraðinn fljótlega. Hvalahópurinn hefur nú tekið eftir, að félagi þeirra fer sér hæg- ar en venjulega og hægir þvi ferð- ina i um tiu minútur, til þess að gefa honum tækifæri til að ná sér. En þega'r fyrirliðinn viröist telja, að þeir hafi beðið nógu lengi, hverfur allur hópurinn á mikilli ferð. Einn af áhöfninni kennir I brjósti um fórnardýrið, og sker á linuna, Hinn litli skutull mun af sjálfsdáöum detta úr húð hvals- ins. Eitt hvað að 15. apríl: Kallið kemur aftur kl. 8. Gúmmibáturinn er sjósettur, en hann kemur fljótlega aftur til baka. Dýrin sem við sáum i vatnsskorpunni voru höfrungar. Nokkrum minútum seinna sjá- um við vöðu grindhvala. Við elt- um vöðuna i tvo tima, án þess að komast nærri þeim. Þessir hvalir, sem venjulega hræðast ekki manninn, flýja hratt, greinilega hræddir. Hvað er að? Stór og mikill hákarl fylgir i kjölfar „Calypso” en þegar við hægjum ferðina, forðar hann sér. Eftir hádegisverð reynum við aftur að nálgast höfrunga, en þeir eru hræddir og hverfa. 011 þau dýr, sem við höfum séð siðustu þrjá dagana, hafa virzt hrædd. Er mögulegt að einhvers staðar nærri séu stórar torfur af háhyrn- ingum? Er það ástæðan fyrir þvi að dýrin virðast svona hrædd? Seinni hluta dags rekumst við á stóran hóp háhyrninga. Gúmmi- báturinn er settur á flot, og eltingaleikurinn hefst. t hópnum eru stórt karldýr, um 30 feta langt, kvendýr, sem er næstum eins stórt, en með minni sporð, og átta miðlungsstór kvendýr. Einn- ig eru sex eða átta ungar með i förinni. Það er greinilegt, að i hverjum hóp er aðeins eitt karldýr og það er fyrirliðinn. Hin karldýrin hafa annað hvort verið drepin eða ver- ið gerð útlæg. Hvalur sem er út- lægur gerr úr flokknum, hefur ekki mikla lifsmöguleika sérstak- lega hvað varðar fæðuöflun. Stórkostleg veiðiferð Til að byrja með virðast hvalirnir öruggir með sig. Þeir kafa þriðju eða fjórðu hverja minútu og koma siðan aftur upp fleiri hundruð metra i burtu. Venjulega væri þetta nóg til þess að hrista af sér þá sem elta, en gúmmibáturinn gengur 20 hnúta, og sjórinn er eins og spegill. Um leið og hvalurinn kemur úr kafinu heyrir hann suðið i vél gúmbáts- ins rétt hjá sér. Bráðlega breyta þeir um aðferð. Þeir koma upp á yfirborðið aðra eða þriðju hverja minútu og setja siðan á fulla ferð. En við fylgjum fast á eftir. Hvalirnir virðast finna það greinilega, að nú er kominn timi til að gera eitthvað sniðugt: Þeir taka 90 gráðu beygju til vinstri og siöan til hægri. Þvi næst snúast þeir 180 gráður og spila út tromp- inu: Karldýrið reynir að vekja á sér athygli með þvi að stökkva af og til upp úr sjónum. Stærsta kvendýrið fylgir honum. Tilgangurinn er augljós, sem sagt að láta bátinn elta á meðan flokkurinn syndir i öfuga átt og reynir að komast undan. Þegar gúmmibáturinn er kominn alveg að karldýrinu, stingur það sér skyndilega. Hann syndir siðan i kafi beint i átt til hinna eftir hljóð- um þeirra^sem hann heyrir. Viö fylgjumst með þessu öllu frá „Calypso” og skyndilega sjáum við honum skjóta upp i miðjum hópnum, greinilega stoltum yfir þessari velheppnuðu undankomu. Viö gætum vel verið sammála honum um það, að vel hefði til tekizt, ef hann hefði ekki álpazt til að koma úr kafinu rétt við borð- stokk „Calypso”.. Þessi eltingarleikur hefur kennt okkur ýmislegt um hegðan háhyrninganna, auk þess sem við höfum náð mörgum góðum myndum. En okkur tekst ekki að ná foringjanum, þvi að skutullinn missir marks hvað eftir annað. óvinurinn Háhyrningurinn er eini raun- verulegi óvinur annarra hvala- tegunda. Arásir sinar gera þeir ávallt margir saman og gefa fórnarlambinu enga möguleika, en ráðast á það úr öllum áttum. Oft ráðast þeir á unga, en reyna jafnframt mjög slæglega, að ráð- ast á móðurina. Ekki er vitað til þess, að há- hyrningar hafi ráðizt á menn. Kafarar hafa uppgötvað það, að háhyrningar virðast ekki hættu- legir mönnum, og það undarleg- asta er, að auðvelt er að temja þá og þeir geta orðið mjög hændir að mönnum. „Tigrisdýr hafsins” i búri Ef hafa á dýr i búri, verður að sýna þvi vissa virðingu og að- stæður allar verða að vera eins og bezt verður á kosið. Fyrsti háhyrningurinn sem sýndur var i búri, fékk nafnið Moby Doll. Hún var i sædýrasafni i Vancouver i Brezku Columbiu og sagan um það, hvernig hún hafnaði þar, er æði furðuleg. Kanadiskur myndhöggvari fékk árið 1965 þaö verkefni, að gera mynd af háhyrningi. Hann fékk leyfi til að drepa eitt dýr, sem hafa skyldi sem fyrirmynd. Eftir tveggja mánaða veiðiferð, tókst honum að skutla háhyrning. Þegar hann ætlaði að greiða hon- um náðarskotið, var eitthvað sem hélt aftur af honum. Hann hætti við að aflifa hvalinn. Þess i stað fékk hann skepnuna flutta á Sæ- dýrasafn, og meðhöndlaði hana þar með Pencillin. Hann gaf hvalnum nafnið Moby Doll, og öllum til undrunar urðu þau tvö mjög góðir vinir. Moby Doll öðlaðist brátt frægð, og margir komu til að sjá hana. Þeg- ar húsbóndi hennar skrúbbaði á henni magann, var hin mesta skemmtun. Moby Doll gerði háhyrninginn vinsælan. Sædýrasafnið i Seattle tryggði sér eitt eintak af tegund- inni og borgaði fyrir stóra upp- hæð. Hvalurinn var 23 fet á lengd og vó um 4 tonn. Til að geta flutt ferlikið varð að notast við geysi- stórt net. Fjörutiu stórar oliu- tunnur voru notaðar sem baujur, en siðan var hvalurinn dreginn til Seattle frá Namu, en þar var hann geymdur til að byrja með. Hvalurinn var siðan skirður Namu, og settur i stórt ker i Sæ- dýrasafninu i Seattle. Þar lifði hann ekki nema i eitt ár. Hrifnir af tónlist Um tiu háhyrningar hafa verið teknir og settir i sædýrasöfn viðs vegar i Bandarikjunum og Kan- ada. Amerikani sem eytt hefur miklum tima i návist þessara hvala segir, að þeir séu nánast mjög hrifnir af mönnum. Það er einkennandi fyrir ást hvalanna til sinna tvifættu vina, aðhún er ekki háö þvi skilyrði, að mennirnir gefi þeim mat. Háhyrningarnir kunna einnig að meta tónlist. Einn af áhöfn „Calypso” fór kvöld eitt með gitarinn sinn i sædýrasafnið i Se- attle, og lék á hann fyrir háhyrn- ingana sem þar voru. Um leið og fyrstu hljómarnir heyrðust, þutu hvalirnir i átt til hljómlista- mannsins. Það var augljóst að þeir kunnu að meta tónlistina. Þeir hlustuðu á konsertinn og þökkuðu siðan fyrir sig með þvi að sprauta vatni á gitaristann. Meöan hvalirnir hlustuðu á tón- listina útfærðu þeir hreinustu ballett-listir. Fyrst eftir að háhyrningarnir koma i búrin eru þeir eirðarlausir og styggir, en eftir svolitinn tima láta þeir klappa sér. Eftir að isinn hefur verið brotinn, eru engin vandræði með að umgangast þá og þeir valda engum erfiðleikum. Gáfaðri en höfrungurinn Háhyrningarnir lifa góðu fjöl- skyldulifi. Venjulega eiga þeir aöeins eitt afkvæmi i einu, sem fær óskipta athygli móöurinnar. Hún fylgist með honum, gælir við hann og talar við hann, og verði hún vör við einhverja hættu legg- ur hún lif sitt i sölurnar fyrir af- kvæmið. Háhyrningsmóðir, sem hafði verið særð til ólifis, notaði slna siðuslu krafta til að hring- sóla I kringum ungann sinn til aö verja hann eins lengi og mögulegt væri. önnur móðir hélt sig i þrjá sólarhringa á þeim stað, sem unginn hennar hafði verið drep- inn. Höfrungurinn er þekktur fyrir gáfur sinar og hæfileika til að læra. Rannsóknir hafa sýnt, að háhyrningurinn er miklu gáfaðri en frændur hans. Hann er um hel- mingi fljótari að læra. Meðal ann- ars kom þetta fram, þegar einn af áhöfn „Calypso” kafaði niður i tanka, þar sem i voru tveir há- hyrningar. Har.n gerði margar tilraunir með dýrin óg viðbrögð þeirra reyndust hin gáfulegustu. Mennirnir skilja ekki þýðingu hljóðanna sem háhyrningurinn gefur frá sér'. Margir hafa reynt að þýða þau, en hingað til hefur þaö ekki borið árangur. Það er hins vegar skemmtileg tilhugsun, að ef til vill geta menn og hvalir skilið hver annan i framtiðinni. þýttogendursagt —hs—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.