Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 23.09.2004, Qupperneq 44
Minni erlend fjárfesting Alþjóðlegar fjárfestingar, þar sem fjárfestir kaupir eignir erlendis, minnkuðu um átján prósent á milli 2002 og 2003. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Alls nam erlend fjárfesting 560 milljörðum Bandaríkjadala (tæplega fjörutíu þús- und milljörðum króna) árið 2003 en gert er ráð fyrir að fjárfestingar yfir landamæri taki kipp á ný á þessu ári. Olían hækkar enn Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar enn. Í gær tók verðið kipp upp á við og er nú nálægt 48 Bandaríkjadölum á tunnuna. Bandarísk yfirvöld gáfu út skýrslu í gær þar sem fram kom að hratt gengur á varabirgðir þar í landi og að fellibylurinn Ívan hafi valdið meira tjóni á bæði framleiðslu- og dreifikerf- um heldur en talið var í fyrstu. Harður slagur í flugheiminum Slagurinn í flugheiminum er harður. Samkeppnin á milli Icelandair og IcelandExpress hefur ekki að- eins getið af sér lægri flugfargjöld heldur einnig fjölda kæru- og klögumála á milli félaganna. Flug- leiðamenn viðurkenna reyndar ekki að IcelandEx- press sé flugfélag. Þeir halda því statt og stöðugt fram að IcelandExpress sé ferðaskrifstofa og að Icelandair sé eina íslenska flugfélagið. Nýjasta útspilið í stríði flugfélaganna er að Flug- leiðamenn skráðu lénið icelandexpress.org þannig að síðan vísar beint á sér- staka síðu hjá Icelandair sem höfðar til breskra og írskra ferðamanna. Skráningar- upplýsingar sýna að það var skrifstofa Icelandair í Lundúnum sem skráði lénið þann 25. júní sl. Skrán- ingin rennur út 25.júní 2006. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.580 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 291 Velta: 1.796 milljónir -0,89% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur lýst áhuga á að kaupa keðjuna af Big Food Group. Baugur hefur ekkert látið uppi um áform sín eftir yfirtöku á Big Food. Líklegt er að fasteignir sem hýsa verslanir verði seldar, en þær eru metnar á 23 milljarða. Aðrir þættir í rekstrinum verða skoðaðir með opnum huga, þar með talinn kaupáhugi Walkers. Hlutabréf lækkuðu í Kauphöll Íslands annan daginn í röð. Mark- aðurinn hefur hækkað mikið það sem af er ári og telja sérfræðingar að markaðurinn hafi verið að draga andann eftir mikið spretthlaup, hver sem þróunin verður í framhaldinu. Fjárfestingarfélagið Atorka hefur tryggt sér tæp 75 prósent í Afli. Atorka er þar með komin langleið- ina að yfirtöku á félaginu, sem verður afskráð í kjölfarið. 32 23. september 2004 FIMMTUDAGUR Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að auglýsa eftir ráð- gjafa vegna sölu á Símanum. Fyrirtækið verður líklegast selt í áföngum. Fyrsti áfangi verður að líkindum fljótlega eftir áramót. Jón Sveinsson er tekinn við sem formaður í nefndinni. Framkvæmdanefnd um einka- kvæðingu ákvað í gærmorgun að auglýsa eftir ráðgjafa vegna sölu á hlut ríkisins í Símanum. Líkleg- ast er að Síminn verði ekki seldur í einu lagi heldur í áföngum. Á sama fundi tók Jón Sveins- son við formennsku í nefndinni en aðrar mannabreytingar urðu ekki. „Það var ákveðið á fyrsta fundi í morgun að auglýsa eftir ráð- gjafa. Málið er sem sagt komið af stað. Það er farið í þann farveg að það fer nú út auglýsing til inn- lendra og erlendra aðila þar sem auglýst verður eftir ráðgjafa. Fresturinn til þess verður vænt- anlega til 25. október,“ segir Jón. Hann segir að ráðgjafi nefnd- arinnar muni starfa með nefnd- inni við mat á því hvernig heppi- legast og best sé að fara í söluferl- ið. „Sú ákvörðun liggur ekki alveg fyrir á þessari stundu enda munu menn hlusta á ráðgjafann þegar hann hefur verið ráðinn í þetta verkefni,“ segir Jón. Hann segir þó að líkast til verði Síminn ekki seldur í einu lagi heldur verði einkavæðingin framkvæmd í þrepum en ekki er víst hvenær ferlið fer af stað. „Það er erfitt að setja tímasetn- ingar í þessu sambandi en miðað við að þetta ferli fer af stað og menn fá ráðgjafa á verkefninu á þessum tíma má gera ráð fyrir að nóvember og desember fari í það að hluta til að móta hug- myndir um hvernig æskilegast og heppilegast sé að fara í söl- una. Þannig að það er kannski ekki hægt að reikna með því að fyrsti áfangi sölunnar fari fram fyrr en á fyrri hluta næsta árs,“ segir Jón. Einkavæðingarnefnd hefur látið vinna fyrir sig mat á verði fyrirtækisins en þau gögn eru bundin trúnaði og vill Jón ekki svara því að svo stöddu hvaða verðhugmyndir ríkið hafi. Hann segir að mikið starf bíði nefndarinnar. Á næstu vikum mun nefndin ræða við sérfræð- inga á innanlandsmarkaði í því skyni að meta markaðsaðstæður í aðdraganda sölunnar á Símanum. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 49,6 -0,80% ... Bakkavör 28,20 -0,70% ... Burðarás 14,60 +0,69% ... Atorka 4,54 -1,30% ... HB Grandi 7,70 - ... Íslandsbanki 10,20 - ... KB banki 485,00 -2,22% ... Landsbankinn 12,10 +0,83% ... Marel 52,50 -0,94% ... Medcare 6,50 - 0,76% ... Og fjarskipti 3,70 -4,39% ... Opin kerfi 26,00 -0,38% ... Samherji 12,60 - ... Straumur 8,40 - ... Össur 85,00 -0,58% Söluferlið komið í gang Kaldbakur 3,95% Jarðboranir 1,39% Kögun 1,18% Fiskimarkaður -8,33% Og fjarskipti -4,39% KB banki -2,22% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Undanfarna mánuði hefur verð- bólga verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ein af forsendum kjarasamninga á almennum vinnu- markaði er að „verðlag þróist í sam- ræmi við verðbólgumarkmið Seðla- bankans“ (Kjarasamningur VR og SA, 21. apríl 2004). Þetta ákvæði má skilja sem svo að ef verðbólga er umtalsvert yfir 2,5% í nokkurn tíma, þá telji samningsaðilar ástæðu til að endurskoða ákvæði samningsins eða í versta falli beita uppsagnarákvæðum. Þegar kjarasamningarnir voru undir- ritaðir var verðbólgan 2,2%, mæld sem breyting á vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Strax í maí fór verðbólgan yfir 3% og hefur verið á bilinu 3-4% síðan. Verðbólgan hefur þó ekki farið yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins sem miðar við 4% verðbólgu. Það eru tveir liðir í vísitölu neyslu- verðs sem hafa haft afgerandi áhrif á verðbólguþróun á undanförnum mánuðum, húsnæði og olía. Hús- næðisverð hefur hækkað um 7% síðustu tólf mánuði og bensínverð hefur hækkað um 13% á sama tíma. Nokkur óvissa er um þróun á verði á húsnæði og bensíni á næst- unni, en varla er við því að búast að verðið lækki. Ef þessir liðir eru teknir út úr vísitölunni, þá er hækkun hennar síðustu tólf mánuði einungis 1,4% en ekki 3,4%. Væntingar um verðbólgu geta haft töluverð áhrif á þróun verðlags. Í könnun sem Seðlabankinn gerði meðal sérfræðinga á fjármálamark- aði kemur fram að þeir gera ráð fyrir að verðbólga á þessu ári verði í kringum 3,5%. Hins vegar kemur fram að í könnun sem gerð var meðal almennings voru verðbólgu- væntingar 4% í ágúst og höfðu hækkað úr 3% í maí. Fólk er því almennt farið að gera ráð fyrir hærri verðbólgu. Í nýútkomnu riti sínu Peningamál birtir Seðlabankinn ekki nýja verð- bólguspá, en gerir ráð fyrir að verð- bólguþróun á síðari hluta þessa árs verði svipuð og spáð var í júní. Sam- kvæmt þeirri spá verður verðbólgan áfram á bilinu 3-4% fram á síðari hluta næsta árs. Ef verðbólgan fer yfir 4% þarf Seðlabankinn að gera ríkisstjórn opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta. Samkvæmt spánni má búast við því að til þess komi í byrjun næsta árs. Ljóst er að verðbólga verður yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans næstu misseri sem þýðir að verð- bólga er umfram markmið kjara- samninga og því um að ræða minni vöxt kaupmáttar en gert var ráð fyrir þegar samningar voru gerðir. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Verðbólga og kjarasamningar DÝRT ELDSNEYTI Bensín hefur hækkað um 13% undanfarið ár. JÓN SVEINSSON FORMAÐUR EINKAVÆÐINGARNEFNDAR Nýr formaður einkavæðingarnefndar tók við í gær og þá samþykkti nefndin einnig að auglýsa eftir ráðgjöfum til að undirbúa sölu á Símanum. Grænt ljós á kaupin á FIH Danska fjármálaeftirlitið hefur gefið samþykki sitt fyrir kaupum KB banka á danska bankanum FIH. Kaupverð danska bankans er 84 milljarðar króna og jók bank- inn hlutafé sitt um 40 milljarða vegna kaupanna. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, segir að þar með geti bankinn tekið næstu skref í viðskiptunum. „Við eigum eftir að ganga frá kaupunum formlega og fá hlutabréfin afhent. Það gerist 29. september og þá fara þeir sem nú eru í stjórninni úr henni og við tökum við henni.“ Við yfirtökuna á FIH tvö- faldast efnahagsreikningur KB banka og kemur rekstur FIH af fullum þunga inn í næsta upp- gjör bankans. KB banki hefur heimild til frekari aukningar hlutafjár upp á 40 milljarða og hefur Deutsche Bank sölutryggt slíkt útboð ef af verður. Yfirlýst stefna bankans er að vaxa frekar með kaupum. Breski bankinn Singer and Friedlander er líklegt yfirtökuverkefni, auk þess sem búast má við stækkun í Finnlandi. ■ AFHENDING FRAMUNDAN KB banki mun taka við rekstri danska bankans FIH í næstu viku eftir að danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaup KB banka á FIH. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 44-45 (32-33) vidskipti rétt 22.9.2004 19:55 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.