Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 6
6 28. október 2004 FIMMTUDAGUR Sjálfstæðismenn harma ásakanir R-listamanna á hendur embættismönnum borgarinnar: Segja R-listann axla ábyrgðina BORGARMÁL Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í skipulags- og bygging- arnefnd fengu ekki að leggja fram bókun í nefndinni í gær, þar sem ásakanir R-listans á hendur ein- staka embættismönnum borgar- innar í fjölmiðlum voru harmaðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir að bókuninni hafi verið vísað frá. Hann ætli hins vegar að leggja hana fram í borgarráði í dag. Málið á rætur sínar að rekja til þess þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R- listans og formaður skipulags- og byggingarnefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að vegna mistaka við gerð aðalskipulags hefði Nóa- tún fengið að opna verslun við Þjóðhildarstíg í Grafarholti. Hún sagði: „Embættismenn skipulags- og byggingarsviðs gerðu þessi mistök þegar verið var að sam- þykkja nýtt aðalskipulag.“ Guðlaugur Þór segir að sam- bærileg mál hafi komið upp varð- andi bensínstöð við Staldrið. Hann segir sjálfsagt að stjórnmála- menn takist á í fjölmiðlum og ann- ars staðar en starfsfólk borgar- innar eigi ekki að þurfa að verða fyrir árásum frá pólitískum yfir- mönnum sínum á opinberum vett- vangi. R-listinn axli ábyrgðina á mistökunum í Grafarholti. - th Kópavogur brýtur reglur um úthlutun Kópavogsbær úthlutaði tveggja mánaða gömlu fyrirtæki byggingarrétti fyrir fjölbýlishús. Fyrirtækið var selt hæstbjóðanda. Eigendur högnuðust um tugi milljóna og eru aðrir verktakar ósáttir við vinnubrögð bæjarins. BÆJARMÁL Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingar- rétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síð- asta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræð- ingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarrétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikn- ingi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk bygg- ingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á bygg- ingarrétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingarréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðil- um fyrirtækið sjálft til sölu með byggingarréttinum enda er ekk- ert í lögum sem bannar það. Fyrir- tækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélags- ins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjög- urra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi út- hlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af póli- tískt kjörnum fulltrúum bæjarins. trausti@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Hvað samþykkti ísraelska þingið ífyrradag? 2Hversu mörg tilboð hafa borist einka-væðingarnefnd vegna ráðgjafar við sölu á Símanum? 3Hvaða tveir knattspyrnumenn eiga núí deilum við Fylki? Svörin eru á bls. 46 Lungnalæknar: Fagna reyk- ingabanni HEILBRIGÐISMÁL Lungnalæknar fagna áformum heilbrigðisráð- herra um að leggja fram frum- varp til laga á Alþingi um reyk- lausa vinnustaði, þar á meðal veit- inga- og skemmti- staði hér á landi. Svo segir í ályktun aðalfund- ar Félags ís- lenskra lungna- lækna sem hald- inn var nýlega. Í daglegum störfum okkar erum við sífellt minnt á það böl sem reykingar eru,“ segir í ályktuninni. „Reyk- ingatengdir sjúkdómar valda skjólstæðingum okkar langvinn- um veikindum sem leiða oft til ótímabærs dauða.“ ■ BÆJARMÁL Viðeigandi gögn lágu fyrir þegar Kópavogsbær úthlut- aði byggingarfélaginu Viðari ehf. byggingarrétt fyrir fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar síðastliðnum, að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjar- ráðs. Hann tók fram að úthlutanir til einstakra fyrirtækja í Kópavogi væru trúnaðarmál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum. „Við ræðum ekki rök okkar fyrir úthlutunum heldur,“ sagði hann, en bætti þó við að fyrirtækið Viðar hf. hafi byggt í Kópavogi frá því árið 1991. „Eigandi fyrirtækisins hef- ur staðið sig mjög vel og við því ekki í neinum vandræðum með að úthluta til þess fyrirtækis,“ sagði hann og játti því að fyrir hefðu legið gögn á borð við ársreikn- inga sem úthlutunarreglur gera ráð fyrir að séu fyrir hendi þegar byggingarréttur er veittur fyrir- tæki. - óká FRAMKVÆMDIR Í KÓPAVOGI Óheimilt er að framselja byggingarétt áður en hús er fokhelt. Auðvelt virðist hins vegar að komast í kringum reglurnar með því að stofna nýtt fyrirtæki, fá úthlutað byggingarétti og selja síðan fyrirtækið með tugmilljóna hagnaði. Kópavogsbær: Gögnin lágu fyrir GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að starfsfólk borgarinnar eigi ekki að þurfa að verða fyrir árásum frá pólitískum yfirmönnum. GUNNAR I. BIRGISSON Gunnar, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, segir að viðeigandi gögn hafi legið fyrir þegar bygg- ingarfélaginu Viðari var úthlutaður bygg- ingarréttur við Ásakór í Kópavogi í febrúar. Óvissa um höfuðkúpu Mozarts: Ættingjar grafnir upp AUSTURRÍKI Réttarlæknar hafa grafið upp beinagrindur ættingja Wolfgangs Amadeusar Mozart til að taka lífsýni. Fréttastofa BBC greinir frá því að læknarnir ætla að bera lífsýnin saman við lífsýni úr höfuðkúpu sem hingað til hefur verið talin höfuðkúpa tónskáldsins. Með þessu ætla þeir að freista þess að taka allan vafa af því hvort höfuð- kúpan sé ekki í raun Mozarts. Í þessum tilgangi hafa réttar- læknarnir grafið upp líkamsleifar föður Mozarts, móðurömmu hans og systurdóttur hans. Ekki er vitað hvar gröf Moz- arts er. Talið er að grafari hafi bjargað höfuðkúpunni sem nú er geymd í Salzburg. ■ REYKINGAR Reykingatengdir sjúkdómar valda langvinnum veik- indum, jafnvel dauða. 06-07 27.10.2004 21:34 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.